Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
MATUR
Fyrir átta
200 g bökudeig (sjá
uppskrift við fleskböku)
11 meðalstórir laukar
½ dl mild matarolía til
steikingar
2 tómatar
nokkrir kirsuberjatómatar
½ tsk salt
svartur pipar, fimm
snúningar úr kvörn
1 tsk Herbes provencal
krydd sem er blanda af
timían, rósmarín, óreg-
anó og lárviðarlaufi
1 lítil dós ansjósur (má
sleppa)
4 sólþurrkaðir tómatar
8 svartar steinlausar
ólífur
Skrælið laukinn, skerið
hann í þunnar sneiðar
og steikið á pönnu þar
til hann er glær. Fletjið
út bökudeigið og leggið
það yfir form með lág-
um barmi. Skerið um-
framdeig í burtu og rúll-
ið fingrunum meðfram
kantinum. Pikkið deigið
með gaffli.
Þegar laukurinn er
steiktur og fallega gull-
brúnn er hann kældur
og 2 msk. af köldu vatni
bætt út á pönnuna.
Kryddið með Provencal
kryddinu, saltið og pipr-
ið. Hellið úr pönnunni
yfir deigið, sléttið úr
lauknum og skreytið
bökuna með tómötum,
ólífum og ansjósum.
Bakið laukbökuna í
u.þ.b. 50 mínútur á
180°C. Laukbakan er
venjulega borðuð köld
með salati ásamt vín-
edikssósu.
Laukbaka
Þórunn Óskarsdóttir, Ingibjörg
Ásta og Þorbjörg Hákonardóttir
skemmtu sér vel í bökuveislunni.
stefnt að hjúkrunarnámi og var komin inn í
skóla hér heima. „Mér fannst það svo leið-
inlegt en svo fékk ég tækifæri til að vinna sem
einhvers konar hjúkrunarkona eða aðstoð-
armaður skurðlæknis í Marokkó,“ segir hún
en þau hjónin bjuggu þar í eitt ár. „Ég fékk
þarna að vinna við erfiðar aðstæður á spítala
og þá áttaði ég mig á því að þetta væri ekkert
fyrir mig.“
Kunni ekkert að elda
Í Frakklandi kynntist Ingibjörg nýjum heimi í
matargerð. „Þegar ég kem út átta ég mig á því
að ég kann ekki að elda. Ég kunni að sjóða og
steikja fisk en ekkert meir.“ En hún lærði
nokkur handtök af tengdafólkinu sínu. „Svo
fór ég bara að prufa mig áfram sjálf. Þarna var
allt svo ferskt sem var ekki hér heima þá. Það
er góður matur í Frakklandi.“
Ingibjörg fór fljótlega að prófa sig áfram í
bökugerð. „Það er svo mikil hefð í Frakklandi
fyrir bökum, þó það sé að minnka núna. En í
gamla daga kunnu allir að búa til bökur.“
Bökurnar eru annað hvort saltar eða sætar
eftir fyllingunni. „Ég geri alltaf sama deig
hvort sem ég er að gera sætar eða saltar bökur
og sleppi sykrinum úr deiginu,“ segir Ingi-
björg sem segist eiga sér tvær uppáhalds bök-
ur. „Ég hika ekki þegar ég segi það, það er
laukbaka með ansjósum sem Íslendingar
kunna yfirleitt ekki að meta. Og svo er það
sítrónubaka með mjúkum marens. Hún er
rosalega góð og það er smá vandi að gera
hana,“ segir hún.
Í bókinni er mikið úrval af bökuuppskriftum
ásamt ýmsu öðru.
Ingibjörg skildi og flutti heim frá Frakk-
landi eftir rúman áratug þar. Hún kynntist þá
núverandi manni sínum, Þorsteini Bergssyni,
og hafa þau verið gift í þrjátíu ár.
Skipt um veröld í Flatey
Í bókinni eru einnig réttir sem hafa þróast í gegn-
um Flateyjarævintýri Ingibjargar en hún rak þar
hótel og veitingahús síðasta áratug en segist loks
vera hætt. „Við áttum þarna sumarhús og þarna
voru pakkhús sem voru að hruni kominn. Ég sá
það fyrir löngu að þarna gæti verið skemmtilegt
hótel en þetta voru kumbaldar og blés í gegn,“
segir hún en það fór svo að Minjavernd ákvað að
endurbyggja gömlu pakkhúsin. „Ég óskaði eftir
að fá að vera með puttana í og fékk en við erum
sex aðilar sem stöndum að rekstrinum og hef ég
unnið þar frá fyrsta degi. Ég setti upp hótelið; var
hótelstjóri, framkvæmdastjóri og í matargerðinni
og öllu,“ segir Ingibjörg. „Það er alveg dásamlegt
að vera í Flatey, þú skiptir alveg um veröld. Mað-
ur les ekki blöð, sér ekki sjónvarp. Fréttirnar eru
eingöngu um hvort sjófuglarnir eða krían hafi
æti. Við erum öll í litlu hlutunum, eins og er í
nafni bókarinnar.“
Draugurinn á Mensu
„Ég hugsa þessa bók þannig að hægt sé að fara
með hana upp í rúm, fletta henni og detta niður í
einhverja sögu eða frásögn eða einhvern fróð-
leik sem á kannski ekkert heima í matreiðslu-
bók,“ segir Ingibjörg. „Ein af sögunum í bók-
inni fjallar um Mensudraug. Hann var bara
notalegur en hafði svolítið hátt. Hann flautaði á
okkur. Einu sinni voru tvær sem unnu þarna,
María og Björg, að bíða eftir að vera sóttar. Þá
heyra þær rosaleg læti uppi á veitingastofunni.
Þær fóru upp og sáu að þær höfðu gleymt að
loka aðalglugganum sem opnaðist út á þak.
Þær lokuðu og þökkuðu draugnum fyrir. Hann
var vanur að ganga þungum skrefum og flauta í
eyrun á okkur og stundum brá manni en það
var allt í lagi. Húsið brann og kannski er hann
farinn,“ segir Ingibjörg og brosir.
Bökuveisla hentar konum
Nú er Ingibjörg komin á eftirlaun og ætlar að
sinna börnum og barnabörnum og halda fleiri
veislur, sem er eitt af því skemmtilegasta sem
hún gerir. Fyrir tvær góðar vinkonur og
Morgunblaðið skellti Ingibjörg í eina böku-
veislu og bauð upp á laukböku, fleskböku og
grænmetisböku ásamt salati með geitaosts-
bögglum. „Þetta er akkúrat það sem ég veit að
flestar konur vilja fá!“
’ Ég var svo beðin um að faraí veiðihús og elda fyrirfranska laxveiðimenn og ég slótil. Var heilu sumrin í veiði-
húsum og þá áttaði ég mig á því
að þetta væri meira fyrir mig, að
stússast í mat.