Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 29
2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Fyrir átta
FYLLING Í
FLESKBÖKU
9 egg
1 peli rjómi
300 g beikon
½ tsk. salt
3 snúningar úr piparkvörn
BÖKUDEIG
250 g hveiti
125 g smjörvi
½ tsk. salt
½ bolli volgt vatn
Byrjið á að gera böku-
deigið. Hveiti, salt og
smjörvi eru sett í stóra
skál og nuddað saman í
höndunum þar til deigið
er nokkuð jafnkornótt.
Þá er vatninu bætt út í
og hnoðað saman við.
Búið til kúlu úr deiginu,
setjið matarfilmu yfir
skálina og geymið í ís-
skáp þar til fyllingin er
tilbúin.
Skerið beikon í litla
bita og steikið á pönnu
þar til það er stökkt.
Kælið. Egg og rjómi sett
í skál og slegið saman
með gaffli. Saltið og
piprið.
Deigið er tekið úr ís-
skápnum, flatt út með
kökukefli, sett í form
með meðalháum börm-
um. Látið deigið liggja út
fyrir barmana, brettið
upp á það þannig að það
nemi við brúnina á form-
inu. Klípið með fingr-
unum allan hringinn.
Notið gaffal til að pikka í
botninn áður en steikta
beikonið er sett fyrst í
bökuna. Þar á eftir er
eggjahrærunni hellt yfir
beikonið. Passið að fylla
ekki um of þar sem
hræran má ekki fara
undir deigið. Bakan er
bökuð við 190° hita í um
það bil 40-45 mínútur í
miðjum ofni.
Ferskt salat er mjög
gott meðlæti með flesk-
bökunni.
Fleskbaka
Salat með geitaostabögglum
Fyrir fjóra til sex
1 pakki frosið phillodeig
100 g smjör
½ dl olía
graslaukur eða vorlaukur
200 g geitaostur
blandað ferkst salat að eigin vali
kirsjuberjatómatar
1 dl valhnetur eða aðrar hnetur
1 msk. agavesíróp
VÍNEDIKSSÓSA
1 msk. rauðvínsedik
1 tsk. sterkt sinnep
5 msk. ólífuolía
salt og svartur pipar
Þíðið phillodeigið og takið það
varlega úr pakkanum. Takið eitt
blað í einu og penslið með
bræddu smjöri og olíu. Skerið
deigið langsum í miðjunni og svo
aftur þversum tvisvar. Leggið tvö
og tvö blöð saman og pakkið inn
um 1 msk. af geitaosti eins og gjöf.
Bindið utan um böggulinn með
graslauknum eða mjórri ræmu af
vorlauk sem áður hefur verið
brugðið í sjóðandi vatn. Endur-
takið leikinn, þar til geitaosturinn
klárast. Bakið síðan bögglana í
ofnið þar til deigið er bakað (um
12-14 mínútur).
Ristið hneturnar á pönnu í 4
mínútur og hellið sírópi yfir þær.
Skolið salatið og þurrkið og setjið
í skál. Skerið tómata í tvennt og
stráið yfir salatið.
Búið til vínedikssósuna. Hrærið
öllu saman, olíunni síðast og hell-
ið yfir salatið. Valhneturnar eru
veiddar upp úr sírópinu og þeim
stráð yfir og síðast er geitaosta-
bögglunum dreift vítt og breitt yf-
ir allt saman.
Fyrir átta
300 g bökudeig
8 egg
1 peli rjómi
1 búnt vorlaukur
1 stór kúrbítur
1 brúskur brokkólí
½ blómkálshaus
2 gulrætur
1 hvítlauksrif
½ tsk. jurtasalt
svartur pipar
olía til steikingar
100 g rifinn ostur
(má sleppa)
Byrjið á því að
hreinsa og skera
vorlauk frekar
smátt. Skolið kúr-
bítinn og skerið í
litla bita. Steikið
þetta á pönnu í
nokkrar mínútur í
olíu og kryddið
með hvítlauknum,
örlitlu jurtasalti og
pipar.
Þvoið og skerið
brokkólí og blómkál
í litla brúska og
sjóðið í léttu salt-
vatni í nokkrar mín-
útur. Hellið vatninu
af og látið kólna.
Skrælið og skerið
gulrætur í sneiðar
og sjóðið í nokkrar
mínútur.
Fletjið deigið út
með kökukefli og
rúllið upp á barm-
ana. Pikkið botninn
með gaffli og hellið
vorlauk og kúrbítn-
um yfir. Svo raðið
þið léttsoðnu græn-
metinu ofan á.
Þá eru egg og
rjómi slegin saman
í skál og hellt yfir
grænmetið. Stráið
ostinum yfir og
bakið í u.þ.b.
klukkutíma á
180°C.
Grænmetisbaka