Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 42
ÍHestvík, væntanlegri skáldsögueftir Gerði Kristnýju, er lýst ferðfráskilinnar konu með tólf ára
syni sínum í sumarbústað við Þing-
vallavatn, Draumahöllina, sem hún
hefur ekki heimsótt árum saman.
Fljótlega kemur í ljós að sú mynd af
sumarbústaðnum sem söguhetjan
Elín er með í huganum er ekki endi-
lega sönn.
Gerður segir að sig hafi lengi lang-
að að skrifa sögu sem gerðist í Grafn-
ingnum. „Þar hafa foreldrar mínir átt
sumarbústað frá árinu 1972. Hann
ber svip af þeim tíma og er ekkert í
líkingu við glæsihýsin sem þar hafa
sprottið upp undanfarin ár. Mig lang-
aði að láta þessar andstæður mætast í
sögu. Hestvík gerist í ágúst árið 2009
rétt eftir hrun og í henni mætast tveir
heimar. Mig langaði líka til að fjalla
um einelti og afleiðingar þess, hvern-
ig stéttaskiptingin hefst strax í
barnaskóla og eltir fólk fram á
fullorðinsár, hírarkíið sem myndast
stundum í barnahópum en líka í hóp-
um fullorðinna.“
- Eins og segir í upphafi bókar-
innar hefur Elín ekki farið í sumar-
bústað fjölskyldunnar í mörg ár. Hún
hefur afsakanir á hraðbergi en mín
tilfinning er sú að það sé fyrst og
fremst vegna þess að hún vilji ekki
horfast í augu við fortíðina.
„Nei, nei, það getur verið óþægi-
legt. Þá veit enginn hvaða tilfinningar
geta tekið að vella upp innra með
manni. Það þyrmir aðeins yfir Elínu
þegar hún áttar sig á stöðu sinni og
einmanaleika í kjarrinu miðju og svo
er þetta spurning um hversu vel hún
þekkti í raun foreldra sína. Var þessi
yndislega stemmning sem hún man
eftir úr æsku raunveruleg og þekkti
hún foreldra sína í raun og veru?
Dagbækur móður hennar koma við
sögu og innihaldið kemur Elínu eilítið
á óvart.“
Bústaðurinn í Grafningnum þar
sem Gerður dvaldi í æsku er áþekkur
þeim sem lýst er í bókinni, einfaldur
og fábrotinn. „Um tíma var notast við
kamar úti á bletti. Farið var um
hverja helgi á sumrin því þeir sem
eiga bústað verða jú að sinna honum,“
segir hún og hlær við.
- Að fara út úr borginni og upp í
Grafning hefur verið eins og að fara
inn í annan heim.
„Já, í allt annan heim, en samt sem
áður voru verkfræðingar, tannlæknar
og prestar úr Bústaðahverfinu, Hlíð-
unum og Hvassaleitinu í næstu bú-
stöðum. Þarna var því svipað fólk og
maður umgekkst í hverfinu heima.“
- Annar heimur, já, en bókin gerist
2009, eins og þú nefnir, og greinilegt
að heimur borgarinnar er farinn að
þrengja að heimi Grafningsins.
„Þetta er öðruvísi tími. Nú eru
þarna ekki byggð nein kot, heldur
heilsárshús þar sem fólk vill búa að
sömu þægindunum og heima við og
þá þarf fólk spanhellur og flatskjá.
Það er ekki verið að sækja í hefð-
bundið sveitalíf með veiðiferðum, ber-
jatínslu eða samskiptum við bóndann
á næsta bæ. Þegar ég var krakki var
ég ekki ginkeypt fyrir sumar-
bústaðaferðunum því mér fannst ég
alveg geta lesið Enid Blyton og spilað
lúdó heima hjá mér í Safamýrinni. Ég
sá því þennan stað ekki í sama ljóm-
anum og Elín aðalpersónan í Hestvík.
Ég þurfti virkilega að setja undir mig
hausinn og gerast skáld þegar ég ætl-
aði að lýsa nostalgíunni í henni,“ segir
Gerður og kímir.
Hestvík er þriðja skáldsaga Gerð-
ar, að frátöldum þeim skáldsögum
sem hún hefur skrifað fyrir börn og
unglinga; áður eru komnar Regnbogi
í póstinum, sem kom út 1996, og Bát-
ur með segli og allt, sem kom út 2004.
Það var einmitt síðarnefnda bókin
sem varð eins konar kveikja að Hest-
vík: „Mér bárust njósnir af því að
ágætis forlag þýskt hefði samið um að
fá að gefa út Bátur með segli og allt.
Mér fannst það svo gaman að það
vaknaði aftur hjá mér löngun til að
skrifa skáldsögu fyrir fullorðna. Ég
hafði þá þegar fengið hugmyndina að
sögu úr sumarbústaðahverfi við Þing-
vallavatn þar sem hauströkkrið er
tekið að skríða yfir kjarrið sem sífellt
þrengir að borgarbúum. Þetta átti að
vera dularfull saga en þó raunsæ.“
Gerður segir það liggja ágætlega
fyrir sér að skrifa skáldsögur. „Þegar
mig rekur í vörðurnar læt ég það eftir
mér að yrkja ljóð og þegar mig rekur
í vörðurnar þar tek ég aftur til við
skáldsöguna. Þannig verður til bók.“
Andstæður mætast
í Grafningnum
Í skáldsögunni Hestvík segir Gerður Kristný frá afdrifaríkri
sumarbústaðaferð í Grafninginn þar sem hauströkkrið er tekið
að skríða yfir kjarrið sem sífellt þrengir að borgarbúum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
LESBÓK
Íslandsbók barnanna heitir ný alfræðibók um
Ísland fyrir börn sem þær Margrét Tryggva-
dóttir og Linda Ólafsdóttur sendu frá sér. Mar-
grét er höfundur texta, en Linda teiknar mynd-
ir. Í bókinni er fjallað í máli og myndum um
fjörur og fjallstinda, fiska og fugla, pöddur og
blóm, sumarsól og vetrarmyrkur, þjóðgarða og
borgarlíf, sjávarþorp og sveitir, þjóð og tungu,
hraun og skóga, jökla og eyjar, vötn og sanda,
ár og fossa og margt fleira. Iðunn gefur út.
Í Búðarferðinni eftir Bergrúnu Írisi Sævars-
dóttur og Ósk Ólafsdóttur fara þau Blær og
Busla út í búð að kaupa mjólk í afmæliskaffið.
Þetta verður þó engin venjuleg búðarferð því
á vegi þeirra verða snarbrött fjöll og flókið
völundarhús, frumskógardýr, bergrisar og
aðrar furðuverur. Aðalpersónan heitir Blær
og er algjörlega kynfrjáls. Það er því lesand-
ans að ákveða hvort Blær er strákur, stelpa eða eitthvað annað.
Töfraland gefur út.
Óvenjuleg búðarferð
Í bókinni Sigurfljóð hjálpar öllum! eftir Sigrúnu
Eldjárn segir frá því er Sigurfljóð stendur við
baðvaskinn nývöknuð og burstar í sér tenn-
urnar, finnur hún á sér að þetta verður óvenju-
legur dagur og þá ekki bara fyrir það að hún
hefur misst tönn um nóttina. Hún er nefnilega
farin að heyra svo vel að hún heyrir blómstilk
brotna úti í garði og sjá svo vel að hún sér í
gegnum húsveggi – hún er komin með ofur-
kraft. Mál og menning gefur út.
Ofurhetjan Sigurfljóð
Amma óþekka og huldufólkið í hamrinum heitir
ný bók eftir J.K. Kolsöe sem segir frá ævintýr-
um Fanneyjar Þóru og Fanneyjar Fjólu ömmu
hennar í heimsókn til Hveragerðis. Á Jóns-
messunótt finnur Fanney Þóra töfrastein sem
flytur hana í álfheima. Þar er allt í uppnámi því
Blæheiði álfadrottningu hefur verið rænt af
svartálfi, en amma óþekka og Fanney Þóra
grípa til sinna ráða. Bergrún Íris Sævarsdóttir
myndskreytti bókina, Bókabeitan gefur út.
Ævintýri Fanneyja
Goldsmith-verðlaunin bresku eru
séstaklega ætluð óvenjulegum bók-
um, ef svo má segja, bókum sem
skera sig úr hvað varðar stíl og
frumleika. Tilnefningar til verð-
launanna voru kynntar í vikunni, en
verðlaunin verða afhent eftir rúm-
an mánuð. Eftirfarandi skáldsögur
eru tilnefndar til verðlaunana, en
aðeins koma til greina bækur eftir
rithöfunda frá Írlandi eða Stóra-
Bretlandi.
The Lesser
Bohemians eftir
Eimear McBride,
en fyrsta skáld-
saga hennar, A
Girl Is a Half-
Formed Thing,
fékk einmitt verð-
launin 2013 og
fleiri verðlaun, þar á meðal Baileys-
verðlaunin.
Transit eftir
Rachel Cusk, en
hún komst einnig
á stuttlistann
2014 fyrir
skáldsöguna
Outline.
Hot Milk eftir
Deborah Levy, en
sú bók er einnig
tilfnefnd til Book-
er-verðlaunanna.
Solar Bones eftir
Mike McCormack,
sem er eini karl-
maðurinn á listan-
um að þessu sinni.
Like a Mule
Bringing Ice
Cream eftir ensk-
nígerísku skáld-
konuna Sarah La-
dipo Manyika.
Martin John eftir
írsk-kanadíska
rithöfundinn
Anakana Scho-
field.
Óvenjulegar bækur
GOLDSMITH-VERÐLAUNIN
Alfræðibók um Ísland
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino