Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
LESBÓK
KVIKMYNDIR Skiptar skoðanir eru um nýjustu mynd
Tim Burton, Miss Peregrine’s Home For Peculiar
Children. Þannig gefur Guardian myndinni heilar fjórar
stjörnur og segir hana sérstaklega fyndna og heillandi
en gagnrýnandi Telegraph birtir tveggja stjörnu dóm
og segir það koma á óvart hve fyrirsjáanleg hún sé og
leikstjórinn taki ekki nógu mikla áhættu.
Myndin byggir á samnefndri skáldsögu rithöfund-
arins Ransom Riggs frá árinu 2011 en Variety, sem
gefur myndinni ágætis dóm, segir sögu Riggs í anda
Burtons og hefði allt eins getað verið skrifuð fyrir leik-
stjórann til að leikstýra. Aðdáendur Burtons sem hafi
fylgt honum lengi geti hins vegar saknað þess að sjá
ekki nógu mikið af einhverju nýju bera fyrir í myndinni.
Misjafnir dómar
Miss Peregrine’s
Home For Peculiar
Children er 18.
mynd Burtons.
AFP
TÓNLIST Deilur á milli tónlistariðnaðarins
og YouTube hafa verið áberandi síðustu
misserin þar sem tónlistarmenn segja að
myndbandavefurinn greiði ekki nóg fyrir þá
tónlist sem þar er spiluð. Nýlega var lögð
fram breyting á evrópskum höfundarrétt-
arlögunum þannig að YouTube verði skylt að
greiða meira. YouTube hefur nú brugðist við
þessu með því að ráða til sín stórlax úr plötu-
útgáfunni vestanhafs, Lyor Cohen, en hann á
að gegna þar hlutverki eins konar tengiliðs
yfir í tónlistariðnaðinn og sjá til þess að You-
Tube eflist án þess að skapa óánægju meðal
tónlistarmanna.
YouTube bregst við gagnrýni
Coldplay og Lady Gaga eru örg út í YouTube.
AFP
Jolene þýtur upp vinsældalista.
Vinsældamet
TÓNLIST Endurgerð á hinu sígilda
lagi Dolly Parton, Jolene, er komin
ofarlega á Billboard vinsældalistann
en það er hljómsveitin Pentatonix
sem tók lagið upp á sína arma. Þar
með er Parton komin í sögubæk-
urnar en hún hefur átt lag á topp
tuttugu Billboard listanum sex ára-
tugi í röð en fyrsta lagið hennar sem
náði að komast þangað var Some-
thing fishy árið 1967. Willie Nelson
er næstur á eftir Parton með lögum
á Billboard 5 áratugi í röð.
KVIKMYNDIR
Emma Thompson
mun í næstu mynd
sinni leika þaul-
reyndan sjón-
varpsþáttastjórn-
anda sem eftir
langan tíma í
starfi lendir í því
að þurfa að berjast
fyrir því að fá að halda áfram með
þætti sína. Mindy Kaling fer einnig
með stórt hlutverk í myndinni, hún
leikur handritshöfund sem Thomp-
son ræður til sín en sú ráðning er
upphaf allra vandræða Thompson.
Kaling er einnig annar handritshöf-
undur myndarinnar sem hefur ekki
enn fengið heiti en hún sló meðal
annars í gegn í bandarísku útgáf-
unni af The Office.
Leikur þátta-
stjórnanda
Emma
Thompson
KVIKMYNDIR
Leikarinn Woody
Harrelson er að
stíga ný spor í
kvikmyndaiðn-
aðinum með því að
leikstýra sinni
fyrstu mynd, Lost
in London, en
hann skrifar jafn-
framt handrit myndarinnar. Í við-
tali við Screen Daily vildi hann lítið
gefa upp söguþráðinn nema að að-
alpersónurnar spóka sig að sjálf-
sögðu í London.
Woody
Harrelson
Nýtt hlutverk Þ
að er synd að upp vaxi kyn-
slóðir sem hafa aldrei séð
ALF, Seinfeld og Cheers.
Þökk sé Youtube, gagnaveitum og
internetinu þar sem safnarar geta
keypt sér DVD-pakka með heilum
þáttaseríum er ekkert til að missa
af.
ALF var geimvera sem fluttist inn
til fjölskyldu í kringum 1986 en ólíkt
staðalmynd kvikmyndanna um
geimverur var hann mjúkur, fynd-
inn, orðljótur og ekkert sérlega
hættulegur, nema köttum þar sem
hann dreymdi um að borða heim-
ilisköttinn án þess að fá því fram-
gengt. ALF gekk til ársins 1990 en
allan tímann bjó hann hjá Tanner-
fjölskyldunni og tók þátt í daglegu
lífi hennar.
Roseanne Barr og John Goodman
fóru á kostum sem hjón í þáttum
sem nefndir voru eftir leikkonunni;
Roseanne. Samspil þeirra og samtöl
við börnin þóttu afar svartur húmor
á þeim tíma en þættirnir gengu
lengi, eða í níu ár. Þó má einkum
mæla með fyrstu þáttaseríunum en
þættirnir voru margverðlaunaðir á
sínum tíma.
Húsið á sléttunni (Little House
on the Prairie) var uppnefnt Grenjað
á gresjunni því hver sorgarvið-
burðurinn rak annan í þessum vin-
sælu þáttum sem gengu frá árinu
1974 og voru sýndir í íslensku sjón-
varpi á sunnudögum frá 1978. Fyrstu
seríurnar af þáttunum er prýðileg-
asta sápuópera í sveit frumbýlinga í
Miðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Það þarf ekki að kynna sápuóper-
ur eins og Dynasty, Dallas og Falcon
Fjölskyldan úr The
Van Dyke Show var
fjölskylduvinur í
Kanasjónvarpinu.
Þættirnir sem þið misstuð af
Yngri kynslóðir, sem misstu af frábærum sjónvarpsþáttum því þær voru annaðhvort ekki fæddar til að
sjá þá eða of ungar, eiga heilu nýlendurnar eftir ókannaðar í sjónvarpsefni fyrri tíma.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is