Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Side 45
Crest fyrir neinum en ein ágætis sápuópera frá miðjum 9. áratugnum, Hotel, hefur svolítið fallið í gleymskunnar dá. Þættirnir gerast á glæsihótelinu St. Gregory í San Francisco og segja frá lífi starfsfólks og gesta hótelsins þar sem James Brolin leikur hótelstjórann.  Þroskasaga Kevin Arnold sem birtist í þáttunum The Wonder Years á árunum 1988-1993 fékk 22 verðlaun á þeim árum sem hún var sýnd og 55 tilnefningar. Kevin Arn- old og vinir hans alast upp í búsæld 7. og 8. áratugarins í Bandaríkj- unum og er fylgst með lífi þeirra á þeim tíma þegar samfélagið er að breytast mikið vestanhafs og hvern- ig það er að vera krakki og ungling- ur á árunum 1968-1973 í því um- hverfi.  Það sem kom Cybill Shepherd og Bruce Willis almennilega á kortið voru sjónvarpsþættir sem sýndur voru á árunum 1985-1989 við miklar vinsældir; Moonlighting. Þættirnir eru góð blanda af spennu, drama og gamani og þóttu brautryðjandasjón- varpsefni á því sviði; þar sem slík blanda hafði lítið verið reynd áður.  Cheers eða Staupasteinn eins og hann var nefndur á íslensku á sér- stakan stað í hjarta margra enda fylgdust íslenskir sjónvarpsáhorf- endur í mörg ár með gleði og sorg- um bareigandans Sam Malone og fastakúnna hans. Framleiddar voru hvorki meira né minna en 11 þátta- raðir en sú fyrsta fór í loftið 1982 og þær fyrstu eru þær allra bestu.  Lögregluþættirnir Hill Street Blues, eða Verðir laganna, hófu göngu sína í íslensku sjónvarpi árið 1984 en þættirnir hafa hvað eftir annað komist á blað yfir bestu sjón- varpsþætti sem gerðir hafa verið fyrr og síðar og hlutu 98 tilnefningar til Emmy-verðlaunanna á þeim sex árum sem þeir voru sýndir og aðeins West Wing hefur fengið fleiri verð- laun. Þættirnir segja frá lífi og störf- um lögreglumanna í Hill Street- lögreglustöðinni þar sem yfirmað- urinn Frank Furillo bar hitann og þungann af þeim.  Þeir sem náðu Kanasjónvarpinu á 8. áratugnum voru lukkunnar pamfíl- ar að ná um leið CBS-þáttunum The Mary Tyler Moore Show sem hafa elst frábærlega og eru sannkölluð seventís-veisla fyrir augað. Gaman- þættirnir segja sögu framakonunnar Mary Richard en annar handritshöf- undanna, James L. Brooks, átti síðar eftir að verða frægur fyrir fjöldann allan af Óskarsverðlaunamyndum sem og Simpsons-þættina.  Það eru að verða 17 ár síðan síðasti þátturinn um þýska rannsóknar- lögreglumanninn með stáltaugarnar, Stephan Derrick, og aðstoðarmann hans, Harry Klein, var sýndur í Ríkissjónvarpinu. Höfðu þeir þá ver- ið fjölskylduvinir þriðjudagskvölda frá árinu 1982. Fyrir utan að vera spennandi eru Derrick þeim kostum gæddir að vera hvorki ofbeldisfullir eða blóðugir fyrir glæpaþætti að vera, gerast í fallegu umhverfi München og eru ágætis þýsku- kennsla fyrir til dæmis mennta- skólanema.  Gamanþættirnir Já, ráðherra eða Yes, Minister eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni sem Bretar hafa gert og urðu geysivinsælir hérlendis þeg- ar þeir voru fyrst sýndir í íslensku sjónvarpi árið 1983. Þættirnir fjalla um nýjan ráðherra í ríkisstjórn sem kemst að því að í raun er hann sjálf- ur valdalaus og ráðuneytisstjórinn ræður öllu. Klassískt, breskt grín.  Aðrir þættir sem þeir sem náðu Keflavíkursjónvarpinu muna eflaust eftir eru The Dick Van Dyke Show, en þeir voru einir vinsælustu sjón- varpsþættir 7. áratugarins, marg- verðlaunaðir og þykja hafa elst einkar vel. Í þeim léku Dick Van Dyke og Mary Tyler Moore aðal- hlutverkin. Þættirnir segja á gamansaman hátt frá daglegu lífi handritshöfundar nokkurs sem starfar í sjónvarpi en Van Dyke er auk þáttanna þekktastur fyrir hlut- verk sín í Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 KVIKMYNDIR Fjórfaldi mexíkóski óskarsverð- launahafinn Alejandro Gonzelez Inarritu, leikstjóri Birdman, Revenant, Babel og fleiri stórmynda, er að gera nýstárlega stuttmynd um hitamál í heimalandi sínu og nýtir sér sýndarveruleika við gerð myndar- innar. Myndin á að sýna ferð ólöglegra innflytjenda og flóttamanna yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Upplýsingar eru enn nokkuð á huldu um gerð mynd- arinnar og leikara en það er sýndarveruleikateymið hjá Lucasfilm sem kemur að tæknilegri vinnu mynd- arinnar sem á að færa áhorfendur nær þeim sársauka- fulla veruleika sem á sér stað við þessi ein umtöluðustu landamæri heims. Færir reynsluna nær Landamæri Mexíkó eru til um- fjöllunar í nýjustu mynd Inarritu. AFP TÓNLIST Sherlock Holmes-stjarnan, Bene- dict Cumberbatch, átti óvænta innkomu sem rokkstjarna á tónleikum David Gilmour í Royal Albert Hall í vikunni. Gilmour flutti þar meðal annars lög gömlu hljómsveitar- innar sinnar, Pink Floyd, og leikarinn tók undir með honum í söng þegar kom að laginu Comfortably Numb af plötu sveitarinnar The Wall frá 1979. Lagið var upphaflega sungið af Roger Waters sem hætti í hljómsveitinni 1985 en Gilmour hefur flutt lagið sjálfur á tónleikum eftir að hann hætti og á það til að bjóða gestasöngvurum að syngja með sér, meðal þeirra er David Bowie. Sherlock Holmes söng Pink Floyd Benedict Cumberbatch á margar hliðar. TÓNLIST Ný plata Metallica, sú fyrsta í átta ár, leit dagsins ljós í vikunni en hún ber heitið Hardwired ... to Self-Destruct. Platan inniheldur 12 lög eða 80 mínútur af efni en þeir félagar segja í viðtali við BBC að það sé ekkert óeðlilegt við það að það hafi tekið 8 ár að gera plötuna. „Allt sem er ómaksins virði tekur tíma. Hjónaband er nógu erfitt eitt og sér en að vera giftur þremur karlmönnum í hljómsveit í 30 ár? Við erum strákar og við höfum allir okkar hugmyndir og við getum verið tortryggnir í garð fyrirætlana hver annars,“ segir James Hetfield, söngvari sveit- arinnar, í viðtalinu og bætir við að þeir eigi stundum í ástar- haturssambandi. Stundum sé það auðvelt, stundum erfitt, en það sé alltaf þess virði að standa í því. Hlómsveitin Metallica á tónleikum í New York í vikunni. AFP ÁSTAR-HATURSSAMBAND Fyrsta platan í átta ár Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Lágmarksending 3 ár • 2ja ára ábyrgð Grænt heimili - engin eiturefni Fyrir baðherbergið Fyrir gólfin Fyrir eldhúsið Fyrir þvottinnFyrir gluggana Fyrir heimiliðHeimili spakkinn Verðtilboð 90.800 kr. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.