Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2016
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
FLOWER
Hönnun:
CHRISTINE SCHWARZER
FAT FAT
Hönnun: PATRICIA URQUIOLA
Sófaborð
STROWBERRY
DESIGN: NISSEN & GEHL
Nýstárleg stuttmynd um íslenskan útrásarvíking sem
fer í bakstursævintýri til London er sýnd á RIFF en
framleiðandi myndarinnar og aðalleikari, Smári Gunn-
arsson, fór á sérstakt námskeið til að læra að baka
það sem myndin snýst um; makkarónur. Myndinni,
Makkarónumaðurinn (The Macaron Man), er leikstýrt
af Ben Garfield og meðframleiðandi Smára er Helen
Gladders.
Kokkurinn sem Smári leikur vill gera stuttmynd til
að kynna makkarónugerðarfyrirtækið sitt og er mynd-
in því í svokölluðum „mockumentary“ stíl eða háðheim-
ildamynd, þar sem myndin er látin líta út fyrir að vera
heimildarmynd þrátt fyrir að vera skálduð. Makkarón-
umaðurinn tekur á hugmyndinni um útrásardrauma en
Smári og leikstjóri myndarinnar völdu viðfangsefnið
jafnframt með það til hliðsjónar hvað gæti verið
undarlegasta fyrirtæki sem íslenskur útrásarvíkingur í
London gæti stofnað. Myndin þykir ekki síst grát-
brosleg í ljósi þess að karakterinn er með bráðaof-
næmi fyrir einu aðalhráefninu í bakstrinum; möndlum.
Fylgst er með útrásarvíkingnum
Jóni klúðra sínum málum á makka-
rónumarkaðnum í Bretlandi.
Með makkarónur í útrás
Íslenskur útrásarvíkingur sem ætlar að sigra heiminn með bakstri en er með
bráðaofnæmi fyrir hráefninu er efni nýrrar íslenskrar stuttmyndar á RIFF.
Hundruðum hótelgesta sem
áttu bókað á Hótel Sögu dagana
11. og 12. október árið 1986 var
vísað frá. Ástæðan var leiðtoga-
fundur Reagans og Gorbatsjev
sem var óvænt settur á dagskrá í
Reykjavík með örstuttum fyrir-
vara eða 30. september.
Í viðtali við Morgunblaðið 3.
október sagði Karen Þorsteins-
dóttir, vaktstjóri í gestamóttöku
Hótel Sögu, að daginn áður
hefðu starfsmenn frétt af nýjum
lögum ríkisstjórnarinnar um
svokallað leigunám hótelsins og
fleiri hótela og því þurfti að
rýma herbergi til að gera pláss
fyrir erlenda gesti í tengslum við
leiðtogafundinn. „Við höfum
verið á kafi í dag að hringja og
senda telex út um allan heim til
að bjóða fólki, sem átti bókað
hjá okkur þessa daga, að koma
síðar,“ sagði Karen og bætti við
að sumir gestirnir hefðu verið
sendir á Hótel Esju yfir nóttina
og sumir fengið inni í heima-
húsum. Flestir gesta sýndu
þessu skilning og höfðu þó
margir hverjir bókað með
löngum fyrirvara og til lengri
tíma.
GAMLA FRÉTTIN
Hundruð-
um vísað frá
Hótel Saga var eitt þeirra hótela sem tekið var leigunámi í tengslum við
leiðtogafund stórveldanna í Höfða í október 1986.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Inga Lind Karlsdóttir
fjölmiðlakona.
Helga Snjólfsdóttir
yogakennari.
Helga Lind Björgvinsdóttir
líkamsræktarkennari.