Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 6
24.934 kr. á mánuði* 55.498 kr. á mánuði* 41.124 kr. á mánuði*41.290 kr. á mánuði*
6.750.000 kr.
Kia Sorento EX Luxury
Árgerð 1/2015, ekinn 47 þús. km,
dísil, 2199 cc, 198 hö, sjálfskiptur,
eyðsla 6,7 l/100 km.
2.990.000 kr.
Kia Soul EX
Árgerð 12/2014, ekinn 33 þús. km,
dísil, 1582 cc, 128 hö, beinskiptur,
eyðsla 5,2 l/100 km.
4.990.000 kr. 4.990.000 kr.
Kia Sportage Kia Sorento
Árgerð 7/2015, ekinn 37 þús km,
dísil, 1995 cc, 136 hö, sjálfskiptur,
eyðsla 5,9 l/100 km.
Árgerð 2/2013, ekinn 72 þús. km,
dísil, 2199 cc, 198 hö, sjálfskiptur
eyðsla 6,7 l/100 km.
Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 84 mánuði. Vextir 8,75% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,5%.
Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.
*
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
ÁRA
ÁBYRGÐ
Notaðir
Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR
www.notadir.is
Kletthálsi 2
110 Reykjavík
590 2160
Opnunartímar:
Virka daga 10–18
Laugardaga 12–16
StjórnSýSla Lagt er til að námslán
íbúa á Vestfjörðum verði lækkuð
með afsláttum og íbúar svæðisins
fari í lægra skattþrep, fyrirtæki fái
lægra tryggingargjald en önnur og að
tvenn jarðgöng verði skoðuð, Dýra-
fjarðargöng og Álftafjarðargöng í Ísa-
fjarðardjúpi, samkvæmt nefnd um
samfélags og atvinnuþróun á Vest-
fjörðum sem Sigurður Ingi Jóhanns-
son forsætisráðherra skipaði þann
21. júní síðastliðinn.
Nefndinni var ætlað að vinna
aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði í ljósi
neikvæðrar byggðaþróunar í lands-
hlutanum síðustu áratugi. Í niður-
stöðum nefndarinnar kemur meðal
annars fram að störf í stoðkerfi fisk-
eldis verði staðsett á Vestfjörðum
og landshlutinn gerður að mið-
stöð fiskeldis. Þannig yrðu störf frá
Matís, Fiskistofu og Hafrannsókna-
stofnun og önnur rannsóknatengd
starfsemi fiskeldis færð á Vestfirði.
Pétur Georg Markan, formaður
Fjórðungssambands Vestfjarða, segir
vinnuna hafa verið til fyrirmyndar.
„Heildarhagsmunir svæðisins voru
hafðir að leiðarljósi, sem grundvallar
góða niðurstöðu nefndarinnar,“
segir Pétur. „Það þarf tvennt að koma
til svo góður viðsnúningur náist. Hið
opinbera þarf að koma af meira afli
í innviðauppbyggingu á svæðinu
og skoða þarf hvort ekki sé hægt
að vinna betur saman, til aukinnar
hagræðingar, sem myndi skila sér í
betri þjónustu og meiri lífsgæðum
fyrir íbúa.“
Lagt er til að afsláttur verði gefinn
af námslánum og þeir sem setjast að
á Vestfjörðum eftir nám njóti lægra
skattþreps. Einnig að tryggingar-
gjald verði lækkað hjá fyrirtækjum
á svæðinu. Lagt er til að settur verði
á fót starfshópur ráðuneyta og
Byggðastofnunar til að vinna að
útfærslum í málinu. Þá er lagt til að
gera svæðisbundna samgönguáætl-
un með það að markmiði að sam-
göngur verði í sama horfi og annars
staðar á landinu á næstu átta árum.
Ásthildur Sturludóttir, sveitar-
stjóri Vesturbyggðar, segir skýrsluna
ágæta en meira þurfi til. „Þessi vinna
er gott skref í rétta átt en mun ekki
valda grundvallarbreytingu í búsetu-
skilyrðum á Vestfjörðum. Til þess að
svo megi verða þarf að koma með
mun meira fjármagn og hafa uppi
mun stærri áform,“ segir Ásthildur.
sveinn@frettabladid.is
Vilja afslátt af
námslánum til
Vestfirðinga
Sérfræðistörf, lægra tryggingargjald fyrirtækja,
bættar samgöngur og miðstöð fiskeldis eru dæmi
um verkefni sem ráðast ætti í á Vestfjörðum að mati
nefndar sem forsætisráðherra setti á laggirnar í júní.
Vatnsheldur
Nýr fimm punda seðill var tekinn í notkun á Bretlandi í fyrradag. Seðillinn er úr plastefni en hér sést Mark
Carney seðlabankastjóri dýfa einum slíkum í matarbakka. Vonast er til þess að nýju seðlarnir muni endast allt
að þrefalt lengur en fyrirrennarar þeirra. Gömlu pappírsseðlarnir verða ólöglegir í maí 2017. Fréttablaðið/aFP
SaMFÉlaG Beint framlag ríkisins til
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
dugar bara fyrir brotabroti af rekstri
björgunarsveita á Íslandi. Þetta segir
Smári Sigurðsson, formaður Lands-
bjargar.
„Framlagið er rúmar 140 milljónir
króna á ári. Fyrir þá upphæð eigum
við að reka allar björgunarsveitirn-
ar, 13 björgunarskip og björgunar-
skóla svo eitthvað sé nefnt. Síðan
erum við með sjálfsaflafé, það er
fjáröflun eins og neyðarkallinn og
flugeldasala,“ bendir hann á.
Smári segir vinnuveitendur á
Íslandi yfirleitt hafa sýnt starfi
björgunarsveitarmanna fullan
skilning. „Á meðan þetta er í hófi
hafa þeir stutt dyggilega við bakið
á okkur með því að hleypa okkar
fólki frá vinnu. Útköll hafa ekki
aukist í hlutfalli við fjölgun ferða-
manna en ég hef fullan skilning
á því ef vinnuveitendur fara að
hugsa sinn gang,“ segir Smári sem
bendir á að það sé ekki stefna
Landsbjargar að verðleggja leit og
björgun. – ibs
Ekki stefnt að því að verðleggja leit
Á meðan þetta er í
hófi hafa þeir stutt
dyggilega við bakið á okkur
með því að hleypa okkar
fólki frá vinnu.
Smári Sigurðsson,
formaður
Landsbjargar
Þessi vinna er
auðvitað gott skref í
rétta átt en mun ekki valda
grundvallarbreytingu í
búsetuskil-
yrðum á
Vestfjörðum.
Ásthildur Sturlu-
dóttir, sveitarstjóri
Vesturbyggðar
Hið opinbera þarf
að koma af meira
afli í innviðauppbyggingu.
Pétur Georg Markan,
formaður Fjórð-
ungssambands
Vestfjarða
1 5 . S e p t e M b e r 2 0 1 6 F I M M t U D a G U r6 F r É t t I r ∙ F r É t t a b l a ð I ð
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
3
-9
1
0
0
1
A
9
3
-8
F
C
4
1
A
9
3
-8
E
8
8
1
A
9
3
-8
D
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K