Fréttablaðið - 15.09.2016, Síða 60

Fréttablaðið - 15.09.2016, Síða 60
Mættu í regnjakka Það er spáð rigningu um helgina og þá þýðir ekkert annað en að vera vel undir- búinn. Regnjakkar eru einnig í tísku svo að þú þarft ekki að fórna útlitinu fyrir það að vera vel klædd/ur. Skór sem þola skít Það er afar heimskulegt að ætla að fara í nýju hvítu strigaskónum. Hugsaðu vel um eigur þínar og veldu frekar svarta leðurskó sem er auðvelt að þrífa í staðinn fyrir skó sem munu auð- veldlega eyðileggjast í allri drullunni og troðningnum. Skynsemi! Ekki missa þig í gleðinni of snemma á kvöldin. Njóttu augnabliksins og stemningarinnar með vinum þínum og ekki keyra of mikið í þig. Þannig skemmtir þú þér betur og endist jafnvel svo lengi að þú getir kíkt í miðbæinn eftir að tónleikarnir eru búnir. Hitaðu vel upp fyrir kvöldið Bæði Röskva og Vaka verða með fyrirpartí í Stúdentakjall- aranum í dag og á morgun fyrir Októberfest. Í kvöld verður það Röskva sem hitar upp með gestum en á morgun verður það Vaka. Fríir drykkir verða í boði svo að þetta er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Kauptu skemmtikort Það er ekki bara vegna þess að þú sparar heldur er ekkert mál fyrir þig að bjóða hverjum sem er í drykk sem gæti jafnvel borgað sig margfalt til baka seinna um kvöldið. Kortið kostar 4.900 krónur og gildir fyrir tíu bjóra og það flýtir tölu- vert fyrir afgreiðslunni á barnum. Bréfþurrkur í töskunni Það eru nóg af kömrum á svæðinu en klósett- pappírinn á það til að klárast fljótt. Það er ekki svo vitlaust að hafa með sér nokkrar bréfþurrkur í vasanum eða töskunni til þess að vera við öllu búinn. Svo getur einnig verið sniðugt að vera með lítið handsprittsglas á sér til þess að vera ekki að flækjast með einhverja óþarfa sýkla á sér. Það sem hafa skal í huga fyrir OKtóBerfeSt Í dag hefst Októberfest sem er árlegur viðburður á vegum Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands. Veislan stendur yfir í þrjá daga en þá koma margir af helstu tónlistar- mönnum landsins saman og spila í stórum partítjöld- um í Vatnsmýrinni. Fréttablaðið tók saman atriði sem hafa þarf í huga fyrir helgina. Gunnhildur Jónsdóttir gunnhildur@frettabladid.is Skipuleggðu þig Fyrir hvert kvöld skaltu vera búin/n að ákveða hvaða tónleika þig langar mest á og hvenær þú ætlar að tylla þér á bekk með vinum þínum og spjalla. Gott skipulag tryggir það að þú náir að njóta hátíðarinnar. 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r48 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 3 -8 C 1 0 1 A 9 3 -8 A D 4 1 A 9 3 -8 9 9 8 1 A 9 3 -8 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.