Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 26
Ekki hefur farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur stóraukist síð
ustu árin. Þetta hefur bæði aflað
ríkissjóði kærkomins gjaldeyris og
skapað atvinnutækifæri sem rík
þörf var á eftir hrun. En hverjar eru
hugmyndirnar og hugsjónirnar á
bak við þróun ferðamannastaða?
Þetta eru áleitnar hugsanir sem
við í hönnunargeiranum reynum
að spyrja okkur sjálf að þegar farið
er af stað með hönnunarverkefni.
Hér eru nokkrar hugleiðingar eftir
hringferð um landið í júlí 2016.
Ástand mála
Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég
leyft mér að horfa með gestsauga á
umhverfið og njóta einstakrar nátt
úru Íslands á ferðum um landið
jafnframt því að rýna á bak við
sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um
landið allt frá æsku. Oft verður
maður samt var við hluti sem erfitt
er að útskýra fyrir sjálfum sér og
erlendum ferðafélögum. Þetta á sér
í lagi við um hið byggða umhverfi
við fjölsótta ferðamannastaði og
náttúruperlur landsins. Mikilvægt
er að undirstrika að vel hefur verið
haldið á málunum við þróun fjöl
margra staða á landinu. Eldheimar
í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökuls
þjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og
sundlaugin á Hofsósi eru fáein af
mörgum mannvirkjum sem unun
er að sækja heim einfaldlega vegna
þess að heildræn hugsun býr að
baki. Engu að síður er margt sem
borið er á borð fyrir ferðamenn og
almenning töluvert lakara. Auðvitað
má útskýra megnið af því sem ber
fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna.
Og hvers vegna ekki að leyfa sér að
hrífast af þeim þokka sem tengist
sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur
Íslendingum er í blóð borin? Að
gera hlutina á einfaldan hátt er
hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt
hefur haldið þessu fámenna þjóð
félagi gangandi í gegnum aldirnar.
Drífum í því
Við köllum þetta pragmatisma á
fagmáli eða gagnsemishyggju eins
og hugtakið útleggst á íslensku og
njótum þess að skoða fyrirbæri eins
og þessi með augum sérfræðingsins,
jafnvel notfæra okkur slík vinnu
brögð þegar við á. Pragmatismi er
eðlilegur hluti af starfi hönnuða og
má meðal annars nota til að útskýra
hvernig byggingarhefðir hafa þróast
út um allan heim. Það er samt sem
áður töluverður munur á þeim
pragmat isma sem ræður í ferða
mannaiðnaðinum hér á landi og
þeim hefðum og aðferðafræði í arki
tektúr sem hafa fengið að þróast um
aldir. Munurinn er sá sem ég vék að
í upphafi greinarinnar – hugsunin
sem býr að baki.
Græðgi
Því miður er fátt annað en hugsun
um peninga sem sýnist ráða ferð í
þróun ferðamannastaða á Íslandi.
Fjárfestingarnar virðast eiga að vera
sem minnstar og afkasta sem mestu
á sem stystum tíma. Við lesum um
það í fjölmiðlum að tekjur ferða
þjónustufyrirtækja hafi margfald
ast á síðustu árum og mörg hver
velti milljörðum. Tekjur þessar eru
lítið notaðar til að þróa og bæta
svæðin, en renna fremur beint í
vasana á hluthöfunum sem vilja og
krefjast meira. Landeigendur eru
oft lítils megandi sveitarfélög eða
bændur sem þurfa því að standa
straum af kostnaði við að sjá ferða
mönnum fyrir salernisaðstöðu og
nauðsynlegri þjónustu. Það er því
ekki skrýtið að leitað sé leiða til að
gera hlutina á fljótlegan, einfaldan
og ódýran hátt. En er það hægt til
frambúðar? Það er vafasamt, vegna
þess að álagið á landinu er orðið svo
mikið að víða er það stórlega farið
að láta á sjá af ágangi fólks og fjár
magn ekki til nauðsynlegra umbóta
til að koma í veg fyrir varanlegt tjón.
Umhverfisstofnun hefur á síðustu
árum tekið saman upplýsingar í
bæklingnum „Rauði listinn“ um
svæði í hættu sem á ríkt erindi til
almennings [i]. Geysissvæðið er
dæmi um svæði sem þarf að taka
fyrir sem allra fyrst. Þar er bygg
ingamagn orðið meira en góðu
hófi gegnir, heildarmynd vantar á
stíga, göngupalla og skilti, og upp
lýsingum um sögu og jarðfræði
svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis
stingur byggingarstíllinn í stúf og er
að öllum líkindum fremur notaður
til að vekja athygli en að laga bygg
ingarnar að umhverfinu.
Víða hafa landeigendur líka
séð sér leik á borði og leigt einka
aðilum aðgang að náttúruminjum,
sem aftur selja ævintýri í Holly
woodstíl til túrista á uppsprengdu
verði. Af þessu fást tekjur en smám
saman einkavæðist náttúran og við
Íslendingar sjálfir kynnumst ekki
náttúru okkar nema með vasana
fulla af peningum. Er það þróun sem
við erum sátt við?
[i] Rauði listinn – svæði í hættu.
Yfirlit til umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014.
https://www.ust.is/library/Skrar/
Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/
raudi_listinn_2014.pdf
Arkitektúr og
túrismi – fyrsti hluti
Fjölmiðill í þjónustu almennings þarf bæði að skipta máli og koma að gagni. Í yfir 80 ár hefur
Ríkisútvarpið verið samferða þjóð
inni við leik og störf, boðið upp á
fréttir og dagskrá sem upplýsir, fræðir
og skemmtir, verið hreyfiafl góðra
verka og ávallt staðið vaktina þegar
mikið liggur við. Staða RÚV í dag er
traust og við erum vel í stakk búin
til að aðlagast tækni og samfélags
breytingum. Sem hluta af stefnu
mótun leitum við nú eftir aðkomu
almennings til að móta áherslur og
forgangsröðun RÚV til framtíðar.
Þannig vonumst við til að geta sem
best sinnt því hlutverki sem þjóðin
væntir af Ríkisútvarpinu sem við
eigum saman.
Nýjar áherslur
skila aukinni ánægju
Á undanförnum misserum höfum
við lagt enn ríkari áherslu á sérstöðu
Ríkisútvarpsins með því að setja inn
lent efni og menningarefni í forgang,
bæta þjónustu við landsbyggðina og
umbylta þjónustu við börn. Áhersla
á nýtt íslenskt leikið efni hefur verið
stóraukin og vandaður fréttaflutn
ingur færir okkur nær viðburðum
hér heima og á alþjóðavísu. Við
höfum hafið samtal við áhorfendur
og hlustendur um land allt, meðal
annars með hringferð um land allt og
stuðlum þannig að því að þjónustan
þróist til framtíðar í takt við óskir
ykkar.
Viðhorf almennings jákvæðara
Reglulegar hlustunar og áhorfs
mælingar draga fram mikla notkun
þjóðarinnar á miðlum RÚV en ný við
horfskönnun Gallup staðfestir einn
ig að jákvæðni þjóðarinnar gagnvart
RÚV og þjónustu þess hefur ekki verið
meiri frá því Ríkisútvarpið ohf. var
stofnað árið 2007. Tæp 73% aðspurðra
eru jákvæð gagnvart Ríkisútvarpinu.
Könnunin staðfestir mikla og aukna
ánægju með flesta þætti starfsemi
RÚV og almenna sátt um nýjar áhersl
ur. Aukin áhersla RÚV á fjölbreytt
íslenskt efni og menningu í miðlum
RÚV fellur í frjóan jarðveg en mikill
meirihluti svarenda leitar helst eftir
íslensku efni, fréttum og menningar
efni í miðlum Ríkisútvarpsins. Ánægja
með dagskrá Rásar 1 og RÚV sjón
varps hefur verið að aukast og 63%
landsmanna eru ánægð með efnis val
á RÚV.is. Krakka RÚV, ný þjónusta við
börn, fær frábær viðbrögð og notkun
almennings og ánægja með Sarpinn
hefur aldrei verið meiri. Sem fyrr
nýtur RÚV yfirburðatrausts á íslensk
um fjölmiðlamarkaði. Velvild og vel
gengni sem staðfest er í könnuninni
er þó fyrst og fremst hvatning um að
halda áfram og gera enn betur. Því
horfum við nú fram á veginn til að
tryggja áframhaldandi daglegt samtal
við íslenskan almenning.
Taktu þátt í að móta
framtíðaráherslur
Grundvallarmarkmið með starfsemi
almannaþjónustumiðils hafa ekki
breyst þó við upplifum örar sam
félags og tæknibreytingar. Á tímum
þar sem erlent afþreyingarefni á
erlendum tungum er á hverju strái
er enn mikilvægara en fyrr að þjóðin
hafi aðgengi að vönduðu innlendu
efni úr okkar nærumhverfi, að í boði
sé vandað efni á íslenskri tungu og
æsku landsins bjóðist uppbyggilegt
dagskrárefni í hæsta gæðaflokki,
óháð búsetu og efnahag. Þörfin fyrir
þjónustu öflugs Ríkisútvarps í flóru
fjölbreyttra erlendra og innlendra
einkamiðla hefur því sjaldan verið
meiri. Sem fyrr er gerð hin sjálfsagða
krafa um hagkvæmni og áframhald
andi jafnvægi í rekstri. Nú og til fram
tíðar aukast væntingar um aðgengi
hvar og hvenær sem er.
RÚV hefur verið samferða þjóð
inni hingað til og ætlar að vera það
áfram. Til að uppfylla nýjar þarfir
þarf að forgangsraða enn skýrar
en fyrr. Við skorum á þig að hjálpa
okkur að móta þjónustuna við þig og
næstu kynslóðir. Við höfum opnað
gátt á forsíðu RÚV.is þar sem við
hvetjum þig til að segja okkur hvað
þér finnst. Því hvetjum við þig til að
fara inn á RÚV.is, segja þína skoðun
og vera þannig með í að móta fram
tíðina fyrir RÚV okkar allra.
Verum samferða
inn í framtíðina
Síðastliðinn desember komu fulltrúar 195 landa saman í París til að ná samkomulagi um
nýjan alþjóðlegan loftslagssáttmála
innan rammasamnings Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Niðurstaðan fólst í hnattrænni
aðgerðaáætlun um að forðast skað
legar loftslagsbreytingar með því
að takmarka hnatthlýnun verulega
undir 2°C. Nú, tíu mánuðum eftir
þessa sögulegu niðurstöðu, er Evr
ópusambandið hreykið af hinum
metnaðarfulla Parísarsamningi,
eins og Íslandi er líka óhætt að vera.
Hins vegar er ekkert svigrúm til
sjálfumgleði eftir hina árangursríku
ráðstefnu: til að framtíðarsýnin um
minnkun útblásturs á heimsvísu verði
að veruleika þurfum við að fylgja
orðum okkar eftir með aðgerðum.
Ekki nóg að fullgilda
Yfir 180 lönd hafa nú undirritað Par
ísarsamninginn. 22 lönd hafa lokið
við fullgildingu hans og eru þar með
aðilar að samkomulaginu. Við hvetj
um Ísland til að fullgilda samninginn
eins fljótt og auðið er. Fullgilding er
mikilvægt skref í innleiðingu Parísar
samningsins en ein og sér mun hún
ekki draga úr losun gróðurhúsaloft
tegunda, eða leiða sjálfkrafa til aðlög
unar og fjármögnunar aðgerða. Það er
ekki síður mikilvægt að lönd heims
komi sér upp þróttmiklum þjóðar
loftslagsáætlunum og alþjóðlegri
nálgun á vandann.
Hagvöxtur jókst við minni losun
Að framfylgja samningnum á
áþreifan legan hátt er nokkuð sem
ESB og aðildarríki þess taka nú mjög
alvarlega. Við stígum fram á við með
metnaðarfulla og staðbundna lofts
lagsstefnumótun, með nýjum tillög
um sem hjálpa okkur að ná markmiði
okkar um að draga úr útblæstri um að
minnsta kosti 40% fyrir árið 2030 og
til að halda áfram vegferðinni í átt að
lágkolefnahagkerfi. Við heyrum og
skiljum áhyggjur af því að aðgerðir
gegn loftslagsbreytingum geti haft
neikvæð áhrif á hagvöxt. En – þvert
á móti – við höfum komist að raun
um að á sama tíma og við drógum úr
losun okkar um 23%, frá árinu 1990,
jókst verg landsframleiðsla um 46%.
Siðferðileg skylda ríkra ríkja
Þróuðum ríkjum ber sérstök skylda
til að sýna forystu, bæði á heima
slóðum og með því að styðja ber
skjölduðustu löndin til að skipta yfir
í lágkolefnahagkerfi sem eru þraut
seig út frá mælikvarða lofslagsmála.
Framlag Íslands til aukinnar nýtingar
jarðvarma í vanþróaðri heimshlutum
hefur verið mikilvægt.
Innan örfárra mánaða munu full
trúar landa heims koma saman í
Marrakesh til að útfæra tæknileg
atriði pólitíska samkomulagsins frá
París. Að efla getu okkar til aðgerða,
meta orðið tjón vegna loftslags
breytinga og leggja fram vegvísi í átt
að fjárhagsmarkmiðum á sviði lofts
lagsmála, eru aðeins nokkur fyrirliggj
andi viðfangsefna. Fram að fundinum
munu löndin einnig stefna að því að
ná marghliða samningum um tak
markanir á útblæstri flugumferðar og
um hvernig hverfa skuli í áföngum frá
notkun loftslagsskæðra lofttegunda í
kælibúnaði.
Sameiginlegt átak okkar allra
En það eru ekki aðeins stjórnvöld sem
grípa til aðgerða. Fyrirtæki, borgir og
félagasamtök hafa öll lykilhlutverki
að gegna við þær aðgerðir sem raun
verulega skipta sköpum. Eitt dæmi er
Reykjavíkurborg sem í síðastliðnum
nóvember tók höndum saman með
eitt hundrað íslenskum fyrirtækjum
sem lýstu sameiginlega yfir áformum
um að draga úr losun gróðurhúsaloft
tegunda og úrgangs.
Samkomulagið í París lagði grunn
inn að verndun hnattarins fyrir kom
andi kynslóðir. Við verðum að halda
þeim skriðþunga því verðlaunin eru
þess virði: minni losun, aukið orku
öryggi, betri orkunýting og hagvöxtur
byggður á nýsköpun. Það er ærið verk
að vinna, og við hlökkum til áfram
haldandi samstarfs við Ísland.
Höfundar eru yfirmenn sendiráða
Evrópusambandsins á Íslandi.
Parísarsamninginn
verður að efna
Því miður er fátt annað en
hugsun um peninga sem
sýnist ráða ferð í þróun ferða-
mannastaða á Íslandi. Fjár-
festingarnar virðast eiga að
vera sem minnstar og afkasta
sem mestu á sem stystum
tíma.
Dagur
Eggertsson
prófessor í arki-
tektúr og rekur
arkitektastofuna
Rintala Eggerts-
son arkitektar í
Ósló og Bodö í
Noregi
Magnús Geir
Þórðarson
útvarpsstjóri
Til að uppfylla nýjar þarfir
þarf að forgangsraða enn
skýrar en fyrr. Við skorum á
þig að hjálpa okkur að móta
þjónustuna við þig og næstu
kynslóðir. Við höfum opnað
gátt á forsíðu RÚV.is þar sem
við hvetjum þig til að segja
okkur hvað þér finnst.
Samkomulagið í París
lagði grunninn að verndun
hnattarins fyrir komandi
kynslóðir. Við verðum að
halda þeim skriðþunga því
verðlaunin eru þess virði:
minni losun, aukið orku-
öryggi, betri orkunýting og
hagvöxtur byggður á ný-
sköpun.
Herbert Beck
sendiherra Þýskalands
Paul Begley
staðgengill sendiherra Bretlands
Matthias Brinkmann
sendiherra ESB
Bosse Hedberg
sendiherra Svíþjóðar
Valtteri Hirvonen
sendiherra Finnlands
Lech Mastalerz
yfirmaður sendinefndar Póllands
Mette Kjuel Nielsen
sendiherra Danmerkur
Philippe O’Quin
sendiherra Frakklands
1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
3
-A
9
B
0
1
A
9
3
-A
8
7
4
1
A
9
3
-A
7
3
8
1
A
9
3
-A
5
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K