Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 32

Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 32
Vicktoria Beckham notar mikið flauel í sumartískuna fyrir 2017. Victoria segir í viðtali við The Tele­ graph að hún fái mikinn stuðning frá eiginmanninum í öllu því sem hún gerir. „Ég gæti ekki gert þetta allt án hans,“ útskýrir hún. „Ég get unnið þegar mér hentar, ferðast og veit að besti pabbinn sér um börn­ in. Við vinnum vel saman. David ferðast líka mikið en þegar hann er á ferðalagi er ég heima. Það er alltaf annað hvort okkar heima með börn­ unum,“ segir Victoria í samtali við blaðið. Þegar Victoria er spurð um nýj­ ustu tískulínuna hennar, svarar hún: „Ég vil gera hlutina erfiða fyrir mig og þá sem vinna með mér. Mér finnst gaman að takast á við áskor­ anir. Það er til dæmis langt síðan ég hef unnið með flauel, mér hefur fundist það gamaldags og þungt. Núna hef ég valið það í ljósum og björtum litum sem kemur vel út,“ segir hún. „Ég vil að fötin kalli fram það besta í konum.“ Á myndunum má sjá sumarkjól­ ana frá Beckham sem sannarlega eru léttir og fallegir. Victoria hann­ aði nýlega förðunarvörur í sam­ starfi við Estée Lauder en hún seg­ ist hafa hugsað um „selfie“ mynda­ tökur við hönnunina. „Við þurfum að vera tilbúnar til myndatöku hvar og hvenær sem er,“ segir hún. AlltAf tilbúnAr í myndAtöku Stórstjarnan Victoria Beckham kynnti vor- og sumartísku sína 2017 í New York þann sögufræga dag 11. september. Á fremsta bekk sat eiginmaður hennar, David Beckham, og 17 ára sonur, Brooklyn, sem getið hefur sér gott orð í tískuheiminum. Sýningin vakti mikla athygli. Tekið var eftir hversu afslöppuð og róleg Victoria Beckham var baksviðs á sýningunni. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Fa rv i.i s // 0 91 6 KJÓLL (Milla) 6.995 Einnig til í gráu Hafðu smá í dag Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -6 E 7 0 1 A 9 3 -6 D 3 4 1 A 9 3 -6 B F 8 1 A 9 3 -6 A B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.