Fréttablaðið - 15.09.2016, Qupperneq 20
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu. Með lögunum var komið á nýju félagslegu húsnæðis-kerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita 30 pró-
senta stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu
verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. námsmenn,
ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að sjá
sér fyrir húsnæði vegna félagslegra aðstæðna eða verulegs
fjárhagsvanda.
Í tengslum við kjarasamninga fyrir ári síðan var jafn-
framt lofað að fjölga almennum íbúðum um 2.300 á fjórum
árum. Íbúðalánasjóður hefur unnið að undirbúningi
úthlutunar stofnframlaga ríkisins og hefur þegar auglýst
eftir fyrstu umsóknum.
ASÍ og BSRB hafa tekið ákvörðun um að stofna leigufélag
á grunni laganna og áætla að afhenda eina nýja fullbúna
blokk til útleigu í hverjum mánuði frá 2018. Viljayfirlýs-
ingar um uppbyggingu 1.150 leiguíbúða hafa þegar verið
undirritaðar við Reykjavík og Hafnarfjörð og er áætluð
heildarfjárfesting á vegum félagsins um 27 milljarðar króna
á næstu fjórum til sex árum. Fleiri sveitarfélög hafa sýnt
verkefninu áhuga og leitað eftir samstarfi við verkalýðs-
hreyfinguna. Fleiri aðilar eru að huga að uppbyggingu á
leiguíbúðum og umsóknum um stofnframlög eða vaxta-
niðurgreiðslu frá stjórnvöldum. Áætla má að byggðar verði
námsmannaíbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta,
Byggingafélags námsmanna og Háskólans í Reykjavík fyrir
allt að 15 milljarða króna á næstu 4-5 árum. Þá eru ótalin
þau verkefni sem hagsmunasamtök fatlaðs fólks á borð
við Landssamtökin Þroskahjálp, Brynju Hússjóð Öryrkja-
bandalagsins o.fl. standa fyrir. Auk þessa hafa sveitarfélögin
sjálf skýrar lagaskyldur gagnvart fólki sem ekki er fært um
að sjá sér fyrir húsnæði vegna félagslegs vanda.
Nýtt húsnæðisbótakerfi mun styðja enn frekar við leigj-
endur en það tekur gildi um næstu áramót. Grunnbætur
einstaklings verða 31.000 kr. á mánuði frá og með gildis-
töku laganna um næstu áramót eða 372.000 kr. á ári.
Með þessu stuðlum við að því að landsmenn hafi aukið
val um búsetuform og búi við meira öryggi í húsnæðis-
málum í samræmi við þarfir hvers og eins.
Fleiri valkostir
og aukið öryggi
Eygló
Harðardóttir
félags- og
húsnæðismála-
ráðherra
Nýtt hús-
næðisbóta-
kerfi mun
styðja enn
frekar við
leigjendur en
það tekur
gildi um
næstu
áramót.
Grunnbætur
einstaklings
verða 31.000
kr. á mánuði.
Við tölum um félagslegan hreyfanleika þegar menn færast upp um stétt í samfélaginu. Hver er félagslegur hreyfanleiki útlendinga á Íslandi? Sjálfstæðisflokkkurinn hafði í eina tíð kjörorðið: Stétt með stétt. Flokkur-
inn notar þetta slagorð ekki lengur enda passar það
varla. Stétt með stétt er sennilega mesta rangnefnið ef
við tökum íslenskan sjávarútveg sem dæmi. Hinir lægst
settu í samfélaginu, langsamlega oftast útlendingar sem
tilbúnir eru að vinna á lágmarkslaunum fyrir útgerðina
í vinnslu sjávarfangs, fá laun í krónum, viðkvæmum
litlum gjaldmiðli sem næmur er fyrir sveiflum, meðan
afurðin sem þeir vinna er seld fyrir evrur og dollara.
Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi og með
svokölluðum „klösum“ stendur hann undir fjórðungi
landsframleiðslunnar. Það væri ekki gáfulegt að gera
á einni nóttu meiriháttar kerfisbreytingar á atvinnu-
grein sem skapar jafn mikil verðmæti og raun ber vitni.
Það breytir því hins vegar ekki að aðgangshindranir í
sjávarútvegi eru ein skýrasta birtingarmynd sérhags-
munagæslu og stéttaskiptingar í íslensku samfélagi.
Auk aðgangshindrana greiða íslensk útgerðarfyrirtæki
svo aðeins brot af hagnaði sínum fyrir afnot af fiskveiði-
auðlindinni innan efnahagslögsögu íslenska ríkisins.
Veiðiheimildir eru ekki réttindi útgerðanna að
eilífu hvað sem líður væntingum þeirra sjálfra. Lög-
gjafinn hefur ítrekað slegið slíka varnagla. „Úthlutun
veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar
ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra
aðila yfir veiðiheimildum,“ segir í fyrstu grein laga
um stjórn fiskveiða. Lög um samningsveð takmarka
beinar veðsetningar aflaheimilda. Réttindin hafa ekki
sjálfstæðan tilverurétt þar sem þau þurfa að vera skráð
á fiskiskip. Litið er á aflaheimildina og skipið sem eina
heild. Þá eru aflaheimildir heldur ekki sjálfstætt and-
lag aðfarar og ekki er hægt að óska eftir nauðungar-
sölu á þeim einum og sér. Þetta eru ýmsar birtingar-
myndir þeirrar staðreyndar að þetta eru ekki klassísk
eignarréttindi.
Löggjafinn getur þannig hvenær sem er breytt lögum
um stjórn fiskveiða og fyrirkomulagi úthlutunar afla-
heimilda að gefnu tilliti til „réttmætra væntinga“ þeirra
sem njóta þessara réttinda. Hvar liggur þá mælikvarði
meðalhófsins þegar skerðing á nýtingarrétti þeirra
sem njóta aflaheimildanna er annars vegar? Þetta er
lögfræðilegt úrlausnarefni. Útgerðarfyrirtækin munu
væntanlega vísa í túlkun Mannréttindadómstóls
Evrópu á „réttmætum væntingum“. En þetta er líka
pólitískt viðfangsefni dagsins í ljósi þess að allir stjórn-
málaflokkar sem mælast yfir fimm prósenta þröskuld-
inum, nema núverandi ríkisstjórnarflokkar, vilja ráðast
í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Oftast er
rætt um einhvers konar útboðs- eða uppboðsleið með
fyrningarívafi í því sambandi. Það er hins vegar undir-
orpið vafa hvort þetta verði raunverulegt kosningamál.
Hefur almenningur nægilega mikinn áhuga á þessu
máli? Það snýst ekki bara um tæknileg atriði tengd
sjávarútvegi og réttindum útgerðarfyrirtækja. Það snýst
um félagslegt réttlæti. Verðmætasköpun og hagkvæmni
og félagslegt réttlæti eru ekki andstæðir hagsmunir í
samfélagi manna.
Ekki þeirra eign
Löggjafinn
getur þannig
hvenær sem
er breytt
lögum um
stjórn fisk-
veiða og
fyrirkomulagi
úthlutunar
aflaheimilda
að gefnu tilliti
til „réttmætra
væntinga“
þeirra sem
njóta þessara
réttinda. Hvar
liggur þá
mælikvarði
meðalhófsins
þegar skerð-
ing á nýting-
arrétti þeirra
sem njóta
aflaheim-
ildanna er
annars vegar?
GEFÐU ÞÉR TÍMON
Færir þér nauðsynlega sýn
á mannauðinn
Tímon.is
Vigdís Harðar
Vigdís Hauksdóttir gerði sér
lítið fyrir í gær og tók einn
„Bjarna Harðar“ og opinberaði
hugmyndina á bak við skýrslu
sína og Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar um Víglundargögnin. Í
tölvupósti til blaðamanns, sem
átti að fara eitthvað allt annað,
segist hún hafa verið skíthrædd
um að Steingrímur J. Sigfús-
son kæmist í skýrsluna áður
en hún birtist. Skýrslan hefur
valdið miklu fjaðrafoki inni í
fjárlaganefndinni. Hitt er þó
áhugaverðara hvers vegna Fram-
sóknarmenn lenda einir í því að
senda tölvupóstana sína í rangar
hendur.
Ekki mér að kenna
Búvörusamningarnir voru sam-
þykktir á þingi og allt ætlaði
um koll að keyra á netmiðlum.
Einna helst voru Samfylkingar-
fólk og Píratar gagnrýndir hvað
mest fyrir að hafa setið hjá við
atkvæðagreiðsluna. Birgitta
Jónsdóttir reyndi að útskýra
hjásetuna á þá leið að Helgi
Hrafn Gunnarsson hefði átt að
setja sig inn í málið fyrir hana.
Þar sem hann hefði ekki gert
það nægilega vel sat hún hjá.
Það verður áhugavert þegar
Birgitta verður komin í ríkis-
stjórn án Helga. Spurning hvort
kjósendur eigi ekki heimtingu á
að vita hver muni setja sig inn í
mál fyrir hana á næsta kjör-
tímabili?
sveinn@frettabladid.is
1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
SKOÐUN
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
3
-8
7
2
0
1
A
9
3
-8
5
E
4
1
A
9
3
-8
4
A
8
1
A
9
3
-8
3
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K