Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 52

Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 52
Myndin kom út árið 1999 og segir frá Peter Gibbons en hann vinnur sem forritari hjá fyrirtækinu Initech. Hann er ákaflega óánægður í starfi enda er hann bara eitt tannhjól í klukku- verki kapítalismans þar sem per- sónan er bara númer og svo fram- vegis. Þetta er undirstrikað rækilega með yfirmanninum Bill Lumbergh sem hefur með vinsældum Office Space orðið ákveðin táknmynd fyrir ömurlegan yfirmann og líklega ófáir skrifstofustarfsmenn um allan heim sem hafa hermt eftir raddbeitingu hans í frasanum hans „yeah, that’ll be greeeaaaat“. Í framhaldi af því að ráðgjafarnir Bob og Bob mæta á svæðið til að skera niður hjá Initech fer Peter í dáleiðslumeðferð – en dávaldurinn deyr áður en hann nær að vekja Peter af leiðslunni. Þetta veldur því að Peter verður ákaflega afslapp- aður – hann nær að losa af sér fjötra skrifstofulífsins og í frægu „montage“ -atriði sjáum við Peter brjóta nánast allar reglur skrif- stofunnar þar sem hann meðal ann- ars verkar fisk á skrifborðinu sínu, leggur í stæðið hans Lumberghs og tekur niður skrifstofuskilrúmið sitt til að sitja fyrir framan glugga. Einn hápunktur myndarinnar er síðan þegar Peter og samstarfsmenn hans, Samir Nagheenanajar og Michael Bolton, rústa prentara sem hafði verið að ergja þá lengi. Myndin er skrifuð og leikstýrt af Mike Judge en honum er lífið á skrif- stofunni afar hugleikið. Hann vann sjálfur á skrifstofu svipaðri og Office Space sýnir, auk þess að hafa unnið sem forritari í sprotafyrir- tæki í Silicon Valley. Hann fór að taka eftir því að skrifstofulífið í Banda- ríkjunum virtist allt eins alls staðar – raðir af skilrúmum (e. cublic- les), allt húsnæði hannað eftir sömu teikningunni nánast og keðjuveitinga- staðir í næsta nágrenni. Síðar nýtti Mike Judge reynslu sína af sprota- fyrirtækjum í þættina Silicon Valley – þar eru mörg svipuð þemu í gangi og í Office Space og greinilegt að reynsla hans af skrifstofum og þeim kúltúr sem þar vill þrífst hefur brennt hann mikið. Og reynsla Mike Judge snerti greinilega einhverjar taugar því að þrátt fyrir að Office Space hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel þegar hún kom fyrst út í bíó – halaði inn tæpar 13 milljónir dollara á móti þeim 10 milljónum sem hún kostaði í framleiðslu – þá var henni mjög vel tekið af gagnrýnendum og hún seld- ist vel bæði á VHS og DVD. Myndin varð sérstaklega vinsæl meðal starfsmanna í upplýsingatækni- deildum og greinilegt að margir eiga sér sinn Bill Lumbergh og hafa háleita drauma um að feta í fót- spor Peters – mæta með nýveiddan fisk á skrifstofuna, sofa út og leggja bölvaðan prentarann í rúst (jafn- vel enn þann dag í dag – prentarar virðast ekki hafa batnað neitt síðan um miðjan tíunda áratuginn). Költ- myndir eru enda myndir sem hafa einhvern neista í sér sem gerir þær þess virði að horfa á aftur og aftur – því ekki að kíkja aftur á Office Space á næstunni? stefanthor@frettabladid.is Um skrifstofulífið og gagnslausa prentara Hin klassíska költmynd Office Space verður sýnd í Bíó Paradís á morgun og því vert að rifja hana aðeins upp hér á síðum Fréttablaðsins. Myndin hefur verið ákaflega vinsæl hjá skrifstofufólki þó að allir ættu að geta tengt við hana á einn eða annan hátt. Eitt frægasta atriði myndarinnar sem marga hefur ábyggilega dreymt um að leika eftir. Office Space kom út árið 1999 og er löngu orðin klassík. Yfirmaðurinn leiðinlegi Bill Lumbergh. Vitranir er nýr flokkur kvik- mynda sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þar tefla tólf nýir leikstjórar fram frumraunum sínum og keppa um Gullna lundann, aðalverð- laun RIFF. Norska kvikmyndin All the Beauty (Alt det Vakre), í leik- stjórn Aasne Vaa Greibrokk, verður heimsfrumsýnd á RIFF. Myndin segir frá fyrrverandi hjónunum Söruh og David sem hittast aftur tíu árum eftir skilnaðinn til þess að fara saman yfir handrit að leikriti sem David er að skrifa og fjallar um stormasamt samband þeirra tveggja. „Í kvikmyndum er það oft svo að það er eitthvað utanað- komandi sem gerir ástina óyfirstíganlega. Ég held að það sé miklu algengara að það sé eitthvað innan sambandsins sem geri það erfitt. Af hverju er svona erfitt að fá sambönd til að ganga? Mér finnst það mjög forvitnileg spurning,“ sagði leikstjórinn um frumraun sína í viðtali við Two Hands Clapping. Myndirnar sem keppa um Gullna lundann eru þessar: l All the Beauty (NOR) – Aasne Vaa Greibrokk l Godless (BUL/DEN/ FRA) – Visar Morina l Oscuro Animal (COL) – Felipe Guerrero l Park (GRE/POL) – Sofia Exarchou l Personal Affairs (ISR) – Maha Haj l Quit Staring at My Plate (TUR/ GRC) – Senem Tüzen l Still Life (FRA) – Maud Alpi l Worldly Girl (ITA/FRA) – Marco Danieli l Wùlu (FRA/SEN) – Daouda Coulibaly l Zoology (RUS/FRA/GER) – Ivan I. Tverdovsky Allt það fagra á RIFF Norska kvikmyndin All the Beauty verður heimsfrumsýnd á RIFF. Helstu verk Mikes Judge l Beavis and Butt-Head (1993 – 1997) l Beavis and Butt-Head Do America (1996) l King of the Hill (1997-2010) l Office Space (1999) l Idiocracy (2006) l Extract (2009) l Silicon Valley (2014- ) Léttleikandi timburhús í hjarta Akureyrar Nýtt á skrá. Snyrtilegt og vel staðsett, fjögurra hæða timburhús í Brekkunni á Akureyri með glæsilegu útsýni yfir Eyjafjörð. Flott eign með mikla möguleika. Tilvalið fyrir laghenta. Ísskápur og þvottavél fylgja. VÖN DU Ð GÓ LFE FNI Á S VIÐ I FULLFRÁ-GENGIN LÓÐ 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r40 m e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð bíó 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 3 -7 D 4 0 1 A 9 3 -7 C 0 4 1 A 9 3 -7 A C 8 1 A 9 3 -7 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.