Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 10
Þórunn Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir talmeinafræðinga vinna mikið með framburðarvandamál og mál- þroska barna á leik- og grunn- skólaaldri. En bið eftir aðstoð tal- meinafræðinga er 12 til 18 mánuðir. Leikskólastjóri með áratuga reynslu sem Fréttablaðið ræddi við staðfesti þetta og sagði mun fleiri börn vera sein til máltöku í dag en áður og þurfa aðstoð talmeinafræðings. „Það eru engar rannsóknir sem styðja þessar vangaveltur en auð- vitað hafa samskipti í samfélaginu breyst á síðustu árum. Við sjáum aftur á móti klárlega að orðaforði eldri barna er að breytast og það er tilfinning margra talmeinafræðinga að íslenskur orðaforði sé orðinn minni,“ segir Þórunn. Anna Ósk Sigurðardóttir er tal- meinafræðingur í Miðgarði, þjón- ustumiðstöð í Grafarvogi, sem þjónustar öll leikskóla- og grunn- skólabörn í hverfinu. Hún segist mest verða vör við áhrif enskunnar á mál- tökuna. „Mjög ung börn eru farin að horfa á efni á Youtube. Alveg niður í fjögurra ára gömul. Ég veit ekki hvort það hafi slæm áhrif á málþroskann, en við gætum sannarlega verið að týna íslenskunni.“ Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeina- fræðingur segist heyra frá mörgum áttum af áhyggjum varðandi mál- þroska ungra barna. „Það hefur verið bent á að þetta byrji strax hjá ung- börnum, að þau nái ekki tengslum við foreldra þar sem þau eru sífellt með símana á lofti. Til dæmis við brjóstagjöf,“ segir hún en hún hefur undanfarið fundað með mörgum leikskólastjórum sem hafa sömu sögu að segja. „Mörgum finnst for- eldrar vera of mikið með tækin í kringum börnin sín í stað þess að eiga samskipti. Sumir hafa brugðið á það ráð að biðja foreldra að vera ekki í símanum þegar þeir sækja börnin.“ Þóra bendir á að bæði foreldrar og börn verji miklum tíma í tækj- unum en að foreldrar séu vissulega fyrirmyndin. „Það þarf að velja allan skjátíma af kostgæfni. Er maður að leyfa þeim að fara í tölvuna til að eyða tíma eða til að læra af því? Allur skjátími er ónýtur tími ef hann hefur ekkert markmið.“ erlabjorg@frettabladid.is 12 lítrar 365 Fyrir uppskeruna 50 lítrar 4.190 35 lítrar 3.190 75 lítrar 5.290 35 lítrar 2.995 50 lítrar 3.990 20 lítrar 1.290 Hvítt = fyrir matvælaiðnað – lok fáanleg Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ 12 lítrar 625 Garðkarfa 25L 1.075 50L kr. 1.990 Tia - Garðverkfæri 590 pr stk Truper 10574 1.895 Hlúaajárn Buf PGH316 1.890 25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my) 995 Samfélag Aukin notkun snjall- tækja hefur hættur í för með sér fyrir íslenskuna. Annars vegar er hætta á að snjalltækjavæðingin dragi úr mállegum samskiptum barna og full- orðinna og hins vegar að hún leiði til aukinnar notkunar ensku í málum- hverfi barna á máltökuskeiði. Svona hefst grein Sigríðar Sigur- jónsdóttur, prófessors í íslensku, um snjalltækjavæðingu og máltöku íslenskra barna sem birtist í vef- ritinu Hugrás. En Sigríður, ásamt Eiríki Rögnvaldssyni prófessor, hefur fengið styrk frá Rannsóknarsjóði til að kanna stöðu íslenskunnar í staf- rænu umhverfi. Eiríkur segir tilfinningu margra vera að áhrif snjalltækja og tækni séu mikil á máltökuna en engar rann- sóknir séu til um það. „Við viljum til að mynda skoða hvort dregið hafi úr íslensku mál- áreiti hjá börnum. Því til þess að börn læri tungumál, þá þurfa þau ákveðið mikið áreiti á því máli. Við þykjumst vita að það sé margt í málumhverfi barna sem hafi breyst á stuttum tíma. Ung börn sem liggja yfir Youtube og gagnvirkir tölvuleikir þar sem enska er töluð gætu haft mikil áhrif.“ Eiríkur segir að annars vegar verði kannað hversu mikill þrýstingur komi frá enskunni á málið en einn- ig hvort viðnám íslenskunnar hafi minnkað. „Þar sem hún er mögulega ekki notuð jafn mikið, vegna minni samskipta.“ Notkun snjalltækja hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og þá sérstaklega meðal yngri barna. Í SAFT-könnun frá 2013 kom í ljós að 62 prósent íslenskra barna byrji að nota netið fimm til átta ára, tæp 12 prósent þriggja til fjögurra ára og tvö prósent eru yngri en þriggja ára. Sig- ríður bendir á í grein sinni að mikil notkun snjalltækja hafi mikil áhrif á samverustundir fjölskyldna á kostn- að mállegra samskipta. En málleg samskipti séu nauðsynleg forsenda máltöku. Talmeinafræðingar sem Frétta- blaðið ræddi við tóku undir þessar áhyggjur íslenskufræðinganna. Þó sé alls ekki víst hvort börn þrói frekar með sér málröskun vegna þessa en að snjalltækjanotkun og færri samveru- stundir geti vel haft áhrif á málþrosk- ann, orðaforða og tengslamyndun. Einnig séu mörg dæmi um að börn geti tjáð sig betur á ensku en íslensku. Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. Rannsókn um málfræðileg áhrif stafrænna miðla og tækninýjunga er í undirbúningi. Við viljum til að mynda skoða hvort dregið hafi úr íslensku máláreiti hjá börnum. Því til þess að börn læri tungumál, þá þurfa þau ákveðið mikið áreiti á því máli. Eiríkur Rögnvalds- son, prófessor í íslensku Það þarf að velja allan skjátíma af kostgæfni. Er maður að leyfa þeim að fara í tölvuna til að eyða tíma eða til að læra af því? Allur skjátími er ónýtur tími ef hann hefur ekkert markmið. Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur Þriggja ára gömul rannsókn sýnir að tvö prósent barna byrja að nota netið fyrir þriggja ára aldur. Aukin netnotkun síðustu þrjú ár benda til að hlutfallið hafi hækkað. NordicPhotos/Getty Barnavernd Bretar hafa í hyggju að opna tvö barnahús að íslenskri fyrirmynd. Í slíkum húsum fá börn sem hafa þolað kynferðisofbeldi stuðning og þar tekur sérfræðingur skýrslur af barninu sem notaðar eru fyrir dómi. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, segir í viðtali við BBC að markmiðið með opnun barnahús- anna sé að læra af þeim kynferðis- brotahneykslismálum sem Bretar hafi upplifað í fortíðinni. Bragi Guðbrandsson, forstöðu- maður Barnaverndarstofu, segir við Fréttablaðið að breskar sendi- nefndir hafi komið hingað tvisvar á rúmu ári. Fyrst sérfræðingar frá Kings College í Lundúnum. Síðar kom fjölmennari sendinefnd með fulltrúum frá ráðuneytinu, umboðs- manni barna, saksóknaraembætt- inu og fleiri embættum. Bragi segir að nú þegar hafi barna- hús að íslenskri fyrirmynd verið opnuð á öllum Norðurlöndunum. Í sex öðrum ríkjum sé opnun slíkra barnahúsa í undirbúningi eða ákvörðun um hana verið tekin. Barnahús hér á Íslandi hefur starfað frá 1998 eða í átján ár. Á fyrri árum voru dómarar tregir til að nýta sér starfsemi hússins fyrir skýrslutöku en Bragi segir að sú staða sé gjörbreytt. „Þetta er orðin viðurkennd aðferð af hálfu íslenskra dómara og hefur verið síðustu tvö til þrjú árin,“ segir hann. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að það hafi orðið kynslóðaskipti hjá dómurum. „Það eru komnar yngri kynslóðir dómara sem hafa frjálslyndari viðhorf,“ segir hann. Bragi segir að það hafi orðið ör þróun í barnarétti á síðari árum. Dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu hafi leitt í ljós að fjallað er um réttindi barna í saka- málum í þessum dómsúrlausnum með skýrum hætti. „Við sjáum í dómaframkvæmdinni að Mann- réttindadómstóllinn vill að það sé tekið tillit til sérstöðu barnanna,“ segir Bragi. – jhh Breytt viðhorf dómara til Barnahúss Barnahús hefur verið rekið síðan 1998 á Íslandi. FréttABlAðið/VAlli 1 5 . S e p t e m B e r 2 0 1 6 f I m m t U d a g U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -9 F D 0 1 A 9 3 -9 E 9 4 1 A 9 3 -9 D 5 8 1 A 9 3 -9 C 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.