Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 50

Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 50
Ég held að mörgum finnist aðlaðandi að nálgast tónskáldin eins og manneskjur en ekki bara sem listamenn Það sem er fyrst og fremst heillandi við aðalpersónuna er hvað hún er hryllilega óÞolandi en líka hvað hún er sjarm- erandi og góð manneskja.Þegar mér var boðið þetta hlutverk þurfti ég ekki lengi að hugsa mig um. En það er dálítill pakki að opna, hafandi þekkt bókina fyrir,“ segir Siggi Sigurjóns sem frumsýnir einleikinn Maður sem heitir Ove nú á laugar- daginn í Kassanum. Hann tekur fram að bókin rúmist ekki öll uppi á sviði. „Það er bara tekin ákveðin lína og ég er fyrst og fremst að  túlka leikgerð sem unnin hefur verið upp úr bókinni. Eflaust eru margir búnir að ímynda sér hvernig Ove er – og ég líka – þetta verður mín nálgun. Það er klisja að segja það en þetta er sjálfstætt listaverk, unnið upp úr bók, og hún fer alveg prýðilega ofan í kokið á mér, þessi leikgerð.“ Það sem er fyrst og fremst heillandi við aðalpersónuna er hvað hún er hryllilega óþolandi en líka hvað hún er sjarmerandi og góð manneskja, að sögn Sigga. „Ég held að margir geti speglað sig í Ove þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Það er einhver Ove í okkur öllum inn við beinið, að minnsta kosti er fullt af Ove í mér. Það kemur líka í ljós hvaða mann hann hefur að geyma þegar upp er staðið.“ Sýningin er um 70 mínútur og án hlés. Bjarni Haukur er leik- stjóri en Siggi er einn á sviðinu og mun túlka ýmsar aðrar persónur en Ove. Nágrannarnir koma mikið við sögu enda fjallar leikritið fyrst og fremst um samskipti Ove við þá. „Þetta hefur verið skemmtileg glíma en erfið.  Þótt ég sé alvanur að læra  texta er þetta óvanalega stór skammtur í einu.  Svo  hef ég verið  svolítið einmana á sviðinu en það verð ég hins vegar ekki þegar áhorfendur eru komnir í salinn, þá er aðalmótleikari minn mættur og um það snýst leikhúsið.“ En minnir hlutverkið Sigga á eitt- hvað annað sem hann hefur fengist við. „Nei, þetta er nú eiginlega nýr litur í regnbogann minn á ferlinum og það er voða gaman.“ Það er einhver Ove í okkur öllum sigurður sigurjónsson leikari tekst nú á við hugarheim manns sem heitir ove. bók um  þann mann  fór sigurför um heiminn og  siggi ætlar að frumsýna leikgerðina í kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn.   Þrjóskublesinn Ove hefur sína skoðanir á hlutunum. Siggi Sigurjóns mun koma þeim til skila á sviði Kassans í Þjóðleikhúsinu. Fréttablaðið/Ernir Anna Málfríður Sigurðardóttir píanó- leikari leikur verk eftir Mozart og Liszt í Hannesarholti við Grundarstíg á laugardaginn klukkan 13.30 og fjallar líka um tónskáldin og verkin sem leikin verða. „Ég verð með sambland af tónleikum og sögustund,“ segir hún. „Í frásögninni  mun ég leggja áherslu á æskuár tónskáldanna sem voru litrík og ævintýraleg og varpa ljósi á það þegar þeir þróast úr undra- börnum yfir í þroskaða listamenn.“ Anna Málfríður kveðst meðal annars skoða hvað þeir Mozart og Leggur áherslu á litrík æskuár Mozarts og Liszts Liszt áttu sameiginlegt þó að yfir 50 ár skildu þá að í tíma og hvernig ferðalög og kynni af öðrum tón- skáldum og verkum höfðu áhrif á þeirra tónsmíðar. „Ég held að mörgum finnist aðlaðandi að nálgast tónskáldin eins og manneskjur en ekki bara sem listamenn, þess vegna langaði mig til að spinna smá fróðleik inn í tónleikahaldið,“ segir hún. Miðaverð er 2.500 krónur  en 2.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og nema. - gun anna Málfríður verður með sambland af tónleikum og sögustund. Mynd/ragnhildur Sigurðardóttir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r38 m e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð menning 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 3 -6 9 8 0 1 A 9 3 -6 8 4 4 1 A 9 3 -6 7 0 8 1 A 9 3 -6 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.