Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 64
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir
Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
Í byrjun mánaðar greindu flestir miðlar hér heima frá niðurstöðum rannsóknar
Duke-háskólans í Bandaríkjunum
þar sem kom fram að verksmiðju-
starfsmenn í Ísrael kusu gjafabréf
upp á pítsu frekar en hól frá yfir-
manni sínum eða bónusgreiðslu
í lok vinnuvikunnar. Þetta hlýtur
að vera endanleg staðfesting á því
að pítsa er besti matur í heimi.
Pítsa er samt meira en bara matur,
hún er gleðigjafi.
Fyrir utan að vera bragðgóð
er pítsan vinur þinn. Hún getur
brugðið sér í allra kvikinda líki og
sómir sér jafnvel í litlum skömmt-
um á tilgerðarlegum opnunum
eða hátíðum, en svo er pítsan líka
meira en til í að hugga þig þegar
þú ert lítil/l í þér á sunnudegi eftir
átök í boltanum. Englandsmeist-
arar Leicester fengu pítsuveislu
frá ítölskum þjálfara sínum í hvert
sinn sem þeir héldu hreinu og
á endanum stóð liðið uppi sem
meistari í fyrsta sinn í sögunni.
Ótrúlegt að einhverjum hafi ekki
verið búið að detta þetta í hug áður.
Ef þetta sannar ekki að pítsan
er besti matur í heimi veit ég ekki
hvað. Þarna kepptust milljóna-
mæringar um að standa sig, vinna
leiki og helst halda hreinu til
þess eins að geta gætt sér á góm-
sætri pítsu. Þó leikmenn í ensku
úrvalsdeildinni eigi endalaust af
peningum vita þeir alveg að frí
pítsa er betri en önnur pítsa, alveg
eins og á við um bjórinn.
Pítsur. Sumir vilja ofnbakaðar
með gráðosti og einhverju bulli en
heiðarleg svepperónípítsa stenst
enn þá allar gæða- og ánægjukröfur.
Það sem ég sakna þó frá árdögum
pítsunnar hér á landi er þegar
Íslendingar voru ekki búnir að fatta
brauðstangapælinguna og buðu
upp á franskar með pítsunni. Það
var (ekki) góð hugmynd frá Íslandi.
Óður til
pítsunnar
Bakþankar
Tómasar Þórs
Þórðarsonar
2 99 kr.pk.
Krónu Chia fræ, 300g
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Í ENGIHJALLA,
VESTURBERGI
OG ARNARBAKKA
Lifðu þig inn í
Sjónvarp Símans
Premium
með Heimilispakka Símans
Yfir 5.500 klukkustundir af heilum þáttaröðum
þegar þér hentar. Svona á sjónvarp að vera.
13.000 kr./mán.
Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán.
Pantaðu Heimilispakkann í síma 800 7000
eða opnaðu Netspjall á siminn.is
Heimilispakkinn
Sjónvarp Símans
Premium
Sjónvarp Símans
Appið
Sjónvarpsþjónusta
Símans
9 erlendar
sjónvarpsstöðvar
Spotify PremiumNetið 250 GBEndalaus heimasími
T
V
IS
T
1
00
21
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
3
-6
4
9
0
1
A
9
3
-6
3
5
4
1
A
9
3
-6
2
1
8
1
A
9
3
-6
0
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K