Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 4
Leiðrétting: Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær kom fram að BIOEFFECT væri fyrsta íslenska varan sem seld væri í Harrods. Hið rétta er að íslenskar vörur hafa verið seldar þarna áður. Vörur Axis voru til sölu í Harrods um þriggja ára skeið, frá árinu 1986. Um var að ræða húsgagnalínu sem hönnuð var af Pétri B. Lútherssyni, húsgagna- og innanhússarkitekt, og framleidd í verksmiðju Axis. Áður en Axis hóf sölu í Harrods seldi ullarvörufyrirtækið Hilda vörur þar. Við biðjumst afsökunar á þessari rangfærslu. Þarftu að ráða starfsfólk? Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is StjórnmáL „Mér finnst þetta ótrú- legur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðu- flokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Breytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þing- menn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í saln- um voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varð- andi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvöru- samningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digur- barkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnar- þingmaðurinn sem hafnaði samn- ingunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“ Kjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Frétta- blaðsins herma jafnframt að þing- mönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitt- hvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ snaeros@frettabladid.is Fyrsti prófsteinn forseta Samþykkt búvörulaga á Alþingi virðist ætla að verða fyrsti prófsteinninn á nýjan forseta lýðveldis- ins, Guðna Th. Jóhannesson. Komin er af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forseta að synja lögunum undirrit- unar og vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er okkar skoðun að það sé með öllu ótækt að binda hendur þings og þjóðar næstu 10 árin með slíkum samningi,“ segir í textanum yfir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega sex hundruð manns skrifað undir. Fimm litlar staðreyndir og tölur um Búvörusamninginn l Að meðaltali 700 milljón króna aukaframlag til landbúnaðarins á ári. Samtals nemur framlagið tæpum 14 milljörðum króna á ári. l Tíu ára samningur með endurskoðun árið 2019 og 2023. l Niðurfelling greiðslumarks í sauðfjárrækt á samningstímanum. l Niðurfelling kvóta í mjólkurframleiðslu á samningstímanum. l Háir tollar á inn- fluttar landbúnaðar- vörur. SkipuLagSmáL „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanes- byggðar, um heimsókn fulltrúa Bremen ports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitar- stjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upp- lýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskipta- vinur kominn en trú þeirra á verk- efninu virðist vera að aukast.“ – gar Aukin trú á höfn í Finnafirði Íbúafundur á Þórshöfn á þriðjudags- kvöld. Mynd/ElÍas Pétursson minjar Skemmdir hafa orðið á gamla Grindavíkurveginum vegna framkvæmda við gatnamót núver- andi Grindavíkurvegar og Norður- ljósavegar að sögn Minjastofnunar Íslands. Gamli Grindavíkurvegurinn var lagður á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar, frá 1914 til 1918. Hann var greiddur að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af Grindvíkingum. Vegurinn er enn sýnilegur á köflum og rústir gerða og búða vegagerðarmanna eru varðveittar. Notaðir voru hest- ar við byggingu vegarins. „Rör sem „skotið“ var undir Grindavíkurveginn kemur upp í miðjum gamla veginum. Um það bil 50 metrum norðar lá gamli veg- urinn yfir klöpp. Búið er að brjóta klöppina niður á um 35 metra kafla og raska þar með gamla veginum,“ segir Minjastofnun í bréfi til Vega- gerðarinnar. Fram kemur að við vettvangs- skoðun hafi fulltrúi verktakans sagt að hann hefði engar upplýsingar haft um minjarnar eftir gamla veg- inn. „Gamla veginum verður ekki raskað meira en orðið var og ætl- unin er að fjarlægja grjót ofan af þeim hluta vegarins sem hulinn var,“ segir ennfremur. Minjastofn- un segist gera „alvarlegar athuga- semdir“ við málið og frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur, sem fjallaði um málið á fundi sínum, kveðst taka undir þær athuga- semdir. – gar Vegagerðarmenn raska minjum um hundrað ára veg Framkvæmdir við gatnamót norðurljósavegar og Grindavíkurvegar. Mynd/siGGEir F. Ævarsson Það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum, sem töluðu mjög digurbarka- lega, sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar 1 5 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -7 D 4 0 1 A 9 3 -7 C 0 4 1 A 9 3 -7 A C 8 1 A 9 3 -7 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.