Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 16

Fréttablaðið - 15.09.2016, Page 16
Aðrennslisskurðurinn verður 370 metra langur. Hann mun veita vatni úr Bjarnalóni niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi inni í fjallinu. Munni aðkomuganga stöðvarhússins. Raninn sem liggur út úr göngunum er hluti af loftræstikerfi sem er notað til að tryggja loft- gæði fyrir þá sem starfa inni í þeim. Starfsmenn virða fyrir sér efsta hluta hvelfingarinnar sem er 286 metra inni í Sámsstaðaklifi. Lofthæð stöðvarhússhvelfingarinnar er nú um 10 metrar. Þegar bergstyrkingu er lokið í hvelfingunni verður grafið 30 metra niður svo koma megi stöðvarhúsinu fyrir. Stækkun Búrfellsvirkj­unar stendur nú yfir af fullum krafti við Sáms­ staðaklif. Framkvæmdir hófust í vor, en þær miða að því að auka afl virkjunar­ innar úr 270 MW í 370 MW. Þar starfa nú um 140 manns, en áætluð gangsetning er í maí 2018. Heildarkostnaður stækkunarinnar er áætlaður um 16 til 17 milljarðar króna. Ljósmyndari Fréttablaðsins heimsótti svæðið í upphafi síðustu viku og festi á filmu það sem fyrir augun bar. Búrfellsvirkjun stækkuð Stefán Karlsson stefank@365.is ljósmyndari 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r16 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -6 4 9 0 1 A 9 3 -6 3 5 4 1 A 9 3 -6 2 1 8 1 A 9 3 -6 0 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.