Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 18
Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merr ill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækk- uðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíu- verð tók dýfu á fimmtudaginn í síð- ustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag. Ákvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísi- töluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðju- dag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísi- talan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og mið- vikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðla- banka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánu- daginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækk- anir í þrjá daga. Lækkanir voru einn- ig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei- vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. saeunn@frettabladid.is Síðasti dagur Eid al-Adha Þýski lyfjarisinn Bayer hefur tilkynnt um yfirtöku á bandaríska fyrirtækinu Monsanto. Andvirði samningsins er 66 milljarðar dala, jafnvirði rúmlega 7.500 milljarða króna. Monsanto fær tæplega fimmtán þúsund krónur á hvern keyptan hlut. Um er að ræða stærstu yfirtöku ársins. Monsanto framleiðir og þróar erfðabreytt fræ fyrir matvæli á borð við maís, sojabaunir og hveiti. Auk lyfjaframleiðslu framleiðir og þróar Bayer skordýraeitur fyrir akuryrkju og erfðabreytt matvæli undir nafninu Bayer CropScience. Með fyrirhug- uðum samruna vonast Bayer til að verða langstærsti framleiðandi erfða- breyttra fræja fyrir matvæli á heims- vísu, með 25 prósenta markaðshlut- deild á heimsvísu. Eigendur Monsanto höfðu áður hafnað rétt rúmlega sjö þúsund millj- arða króna tilboði Bayer. Hið hækkaða tilboð Bayer kemur í kjölfar samruna keppinauta. Frétta- stofa BBC greinir frá því að óvíst sé að samkeppniseftirlit Bandaríkjanna samþykki samruna Bayer og Mon- santo vegna stærðar fyrirtækjanna tveggja. – sg Stærsta yfirtaka ársins Höfuðstöðvar Monsanto í St. Louis- borg í Missouri-fylki Bandaríkjanna. FréttaBLaðið/aFP Viðskipti 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r18 Órói kominn á markaði á ný Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir tóku dýfu á föstudag og þriðjudag. Beðið er eftir ákvörðun um stýrivaxta- hækkun í Bandaríkjunum. Sérfæðingar hafa áhyggjur af getu seðlabanka til að ýta undir hagvöxt. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna Pakistanskur verkamaður safnar dýraskinnum til að framleiða leðurvörur í vöruhúsi í Pashawar í Pakistan. Leðuriðnaðurinn blómstrar á svæðinu meðan múslímska trúarhátíðin Eid al-Adha stendur yfir. Hátíðin hefur staðið yfir síðustu daga í íslömskum ríkjum en henni lýkur í dag. Á meðan hátíðin stendur yfir er milljónum dýra fórnað og því fellur mikið til af dýraskinnum sem notuð eru til framleiðslu leðurvarnings. FréttaBLaðið/EPa Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga. FréttaBLaðið/GEttY Lyfjafyrirtækið Invent Farma hagnaðist um 17,9 milljónir evra á síðasta ári, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna. Hagnaðurinn jókst töluvert en árið 2014 nam hann 8,3 milljónum evra, rúmum milljarði króna. EBITDA í árslok 2015 nam -353.800 evrum, jafnvirði mínus 45,6 milljóna íslenskra króna, samanborið við -443.000 evrur árið áður. Eigið fé í árslok nam 55,4 millj- ónum evra, jafnvirði rúmra sjö milljarða íslenskra króna, og hækk- aði töluvert milli ára. Í árslok 2015 voru tuttugu hlut- hafar í félaginu. Framtakssjóður Íslands átti stærstan hlut eða 38 prósent og Silfurberg ehf., í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar stofnanda fyrirtækisins, átti næst- stærstan hlut eða 27,27 prósent. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Invent Farma selt á árinu til alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Apax Partners og samkvæmt heim- ildum var hlutafé fyrirtækisins metið á um 215 milljónir evra, eða 30 milljarða króna. Stærð fyrirtæk- isins er svipuð og Símans. – sg Invent Farma hagnast um 2,3 milljarða Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi invent Farma. FréttaBLaðið/Ernir 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -7 3 6 0 1 A 9 3 -7 2 2 4 1 A 9 3 -7 0 E 8 1 A 9 3 -6 F A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.