Fréttablaðið - 15.09.2016, Side 18

Fréttablaðið - 15.09.2016, Side 18
Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merr ill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækk- uðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíu- verð tók dýfu á fimmtudaginn í síð- ustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag. Ákvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísi- töluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðju- dag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísi- talan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og mið- vikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðla- banka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánu- daginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækk- anir í þrjá daga. Lækkanir voru einn- ig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei- vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. saeunn@frettabladid.is Síðasti dagur Eid al-Adha Þýski lyfjarisinn Bayer hefur tilkynnt um yfirtöku á bandaríska fyrirtækinu Monsanto. Andvirði samningsins er 66 milljarðar dala, jafnvirði rúmlega 7.500 milljarða króna. Monsanto fær tæplega fimmtán þúsund krónur á hvern keyptan hlut. Um er að ræða stærstu yfirtöku ársins. Monsanto framleiðir og þróar erfðabreytt fræ fyrir matvæli á borð við maís, sojabaunir og hveiti. Auk lyfjaframleiðslu framleiðir og þróar Bayer skordýraeitur fyrir akuryrkju og erfðabreytt matvæli undir nafninu Bayer CropScience. Með fyrirhug- uðum samruna vonast Bayer til að verða langstærsti framleiðandi erfða- breyttra fræja fyrir matvæli á heims- vísu, með 25 prósenta markaðshlut- deild á heimsvísu. Eigendur Monsanto höfðu áður hafnað rétt rúmlega sjö þúsund millj- arða króna tilboði Bayer. Hið hækkaða tilboð Bayer kemur í kjölfar samruna keppinauta. Frétta- stofa BBC greinir frá því að óvíst sé að samkeppniseftirlit Bandaríkjanna samþykki samruna Bayer og Mon- santo vegna stærðar fyrirtækjanna tveggja. – sg Stærsta yfirtaka ársins Höfuðstöðvar Monsanto í St. Louis- borg í Missouri-fylki Bandaríkjanna. FréttaBLaðið/aFP Viðskipti 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r18 Órói kominn á markaði á ný Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir tóku dýfu á föstudag og þriðjudag. Beðið er eftir ákvörðun um stýrivaxta- hækkun í Bandaríkjunum. Sérfæðingar hafa áhyggjur af getu seðlabanka til að ýta undir hagvöxt. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna Pakistanskur verkamaður safnar dýraskinnum til að framleiða leðurvörur í vöruhúsi í Pashawar í Pakistan. Leðuriðnaðurinn blómstrar á svæðinu meðan múslímska trúarhátíðin Eid al-Adha stendur yfir. Hátíðin hefur staðið yfir síðustu daga í íslömskum ríkjum en henni lýkur í dag. Á meðan hátíðin stendur yfir er milljónum dýra fórnað og því fellur mikið til af dýraskinnum sem notuð eru til framleiðslu leðurvarnings. FréttaBLaðið/EPa Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga. FréttaBLaðið/GEttY Lyfjafyrirtækið Invent Farma hagnaðist um 17,9 milljónir evra á síðasta ári, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna. Hagnaðurinn jókst töluvert en árið 2014 nam hann 8,3 milljónum evra, rúmum milljarði króna. EBITDA í árslok 2015 nam -353.800 evrum, jafnvirði mínus 45,6 milljóna íslenskra króna, samanborið við -443.000 evrur árið áður. Eigið fé í árslok nam 55,4 millj- ónum evra, jafnvirði rúmra sjö milljarða íslenskra króna, og hækk- aði töluvert milli ára. Í árslok 2015 voru tuttugu hlut- hafar í félaginu. Framtakssjóður Íslands átti stærstan hlut eða 38 prósent og Silfurberg ehf., í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar stofnanda fyrirtækisins, átti næst- stærstan hlut eða 27,27 prósent. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Invent Farma selt á árinu til alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Apax Partners og samkvæmt heim- ildum var hlutafé fyrirtækisins metið á um 215 milljónir evra, eða 30 milljarða króna. Stærð fyrirtæk- isins er svipuð og Símans. – sg Invent Farma hagnast um 2,3 milljarða Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi invent Farma. FréttaBLaðið/Ernir 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -7 3 6 0 1 A 9 3 -7 2 2 4 1 A 9 3 -7 0 E 8 1 A 9 3 -6 F A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.