Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 42
Í dag
Pepsi-deild karla:
16.30 ÍA - KR Sport
16.50 Fylkir - FH Sport 3
19.30 Valur - Breiðablik Sport
22.00 Pepsimörkin Sport
17.00 Fjölnir - Þróttur Extra-völlur
17.00 ÍBV - Stjarnan Hásteinsvöllur
17.00 Vík. Ó. - Vík. R. Ólafsvíkurv.
Evrópudeildin:
16.55 Feyenoord - Man Utd Sport 2
16.55 Maccabi - Zenit Sport 4
19.00 Southam. - Sp. Prag Sport 2
19.00 Inter - Hapoel Sport 3
Olís-deild karla:
18.00 Fram - ÍBV Framhús
19.30 Haukar - Afturelding Ásvellir
19.30 Akureyri - Grótta KA-heimili
19.30 FH - Stjarnan Kaplakriki
Undankeppni EM 2017, A-riðill
Ísland - Kýpur 84-62
Stig Íslands: Hlynur Bæringsson 18, Haukur
Helgi Pálsson 15, Logi Gunnarsson 12,
Kristófer Acox 10, Martin Hermannsson 8,
Jón Arnór Stefánsson 7, Hörður Axel Vil-
hjálmsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Elvar
Már Friðriksson 2.
ásdís reyndi við metin
ásdís Hjálmsdóttir,
íslandsmeistarinn
í spjótkasti, freist-
aði þess í gær að
bæta tvö íslands-
met, í kúluvarpi
og kringlukasti, en
hafði ekki erindi sem
erfiði. ásdís kastaði kúlunni 16,06
metra og var 27 sentimetrum frá
því að bæta íslandsmetið. ásdís
kastaði kringlunni 45,30 m og var
talsvert frá því að bæta íslandsmet
Guðrúnar ingólfsdóttur (53,86
m). ásdís reynir aftur við metin í
Kaplakrika í dag.
1 5 . s E p t E M b E r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r30 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð I ð
sport
Öruggur sigur strákanna í Höllinni
Vonin enn til staðar Ísland heldur enn í vonina um að komast á EM 2017 í körfubolta eftir öruggan sigur, 84-62, á Kýpur í Laugardalshöllinni í gær.
Aðeins sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 42-36, en í seinni hálfleik keyrði íslenska liðið yfir það kýpverska og tryggði sér sigurinn. Ísland á
einn leik eftir í undankeppninni, gegn Belgíu á laugardaginn, en liðið þarf að vinna hann til að eygja von um að komast á EM. FRéttABlAðIð/AntOn BRInK
FótboLtI „Það er ekki alveg klárt
að við förum á em en ef við spilum
vel þá fáum við þrjú stig,“ segir
dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður
íslenska kvennalandsliðsins í fót-
bolta, í viðtali við Fréttablaðið en
stelpunum okkar nægir eitt stig í
næstsíðasta leik liðsins í undan-
keppni em 2017 á föstudaginn gegn
slóveníu. ísland vann slóveníu, 6-0,
í fyrri leik liðanna en stelpurnar
bóka engan stórsigur.
„Þegar við unnum þær 6-0 í fyrra
var það síðasti leikur ársins og þá
vorum við að toppa, en við spil-
uðum okkar besta leik. Ég held að
6-0 sigur þar gefi ekki alveg rétta
mynd og segi að við eigum að rústa
þeim heima en auðvitað komum við
og spilum upp á sigur,“ segir dagný.
Stefnt á núllið
stelpurnar okkar eru efstar í riðl-
inum með fullt hús stiga og hafa
ekki enn fengið á sig mark. tveir
leikir eru eftir og viðurkennir dagný
að það væri gaman að halda sama
dampi í varnarleiknum.
„Ég viðurkenni alveg að ég var
ekkert farin að pæla í þessu fyrr
en ég las þetta í fjölmiðlum. Auð-
vitað væri gaman að stefna á það í
síðustu tveimur leikjunum að klára
þetta á núllinu. við reynum að spila
eins góðan varnarleik og við getum
þannig að ég held að við séum
óbeint að stefna að því að halda
hreinu út mótið,“ segir hún.
íslenska liðið hefur spilað stórvel
og rústað næstbestu liðum riðilsins
með markatölunni 10-0. Liðið hefur
tekið miklum framförum undan-
farin misseri.
„við höfum farið stigvaxandi
sem lið og liðsheild síðan Freyr tók
við. núna er sami hópur búinn að
vera saman í nokkur ár sem ég tel
mjög mikilvægt. við erum farnar að
þekkja vel hver inn á aðra og spilum
bæði varnarleikinn og sóknarleik-
inn sem liðsheild. við vinnum hver
fyrir aðra sem er rosalega mikil-
vægt,“ segir dagný.
Mögnuð miðja
dagný er hluti af frábærri
þriggja manna miðju íslenska
liðsins en ásamt henni spila
þar markahæsti leikmaður
íslands frá upphafi, margrét
Lára viðarsdóttir, og hin eitil-
harða sara Björk Gunnarsdóttir
sem nýverið gekk í raðir eins
besta liðs evrópu.
„Það er frábært að spila
með þeim. Þær eru
báðar ótrúlega
góðir leikmenn
o g m a r g r é t
Lára goðsögn í
íslenskum fót-
bolta. við erum
búnar að spila
svolítið marga
leiki saman á
miðjunni og erum
farnar að þekkja
hver aðra mjög vel.
ef við höldum allar
áfram að bæta okkur
verður miðjan og liðið
bara sterkara,“ segir
dagný.
lífið ljúft í Portland
draumur rangæing-
sins rættist í byrjun árs
þegar hún gekk í raðir
Portland thorns í Bandaríkjunum.
Fótboltaáhuginn í Portland er einn
sá allra mesti vestanhafs og liðið
eitt það besta í bandarísku kvenna-
deildinni.
„Þetta er búið að vera frábært. Ég
held að þetta sé hápunktur kvenna-
knattspyrnunnar. við vorum með
að meðaltali 16.000 manns
á leik og vorum með fullt
hús á síðasta leik. Ég get
ekki ímyndað mér að
einhvers staðar annars
staðar sé betra að vera
hvað varðar áhorf-
endur, aðstöðu og leik-
mannahópinn. mér
finnst þetta geðveikt
og er rosalega ánægð
þarna úti.“
en hvernig er lífið í Portland og
hvað gerir atvinnukona í fótbolta
þar?
„Ég bý með danskri landsliðs-
konu. sumarið er búið að vera
mjög gott og við höfum verið dug-
legar að liggja í sólbaði á sund-
laugarbakkanum. svo förum við að
versla og einnig er margt að skoða
þarna. Það eru margir stórir garðar
og hægt að fara í fjallgöngur þann-
ig að við gerum mikið af því,“ segir
dagný.
Ræður sér ekki sjálf
Þó að dagný telji sig vera á hátindi
kvennaboltans hefur hún ekkert
um það að segja í raun og veru hvar
hún spilar á næsta ári. Þannig virkar
einfaldlega bandaríska kerfið.
„Þegar ég skrifa undir samning-
inn er ég að skrifa undir samning
við deildina en eins og er þá er
Portland með réttinn á mér.
Portland má gera það sem það
vill við mig eftir tímabilið hvort
sem mig langar að vera þarna
áfram eða ekki. Það er alltaf hægt
að skipta á mér og einhverjum
öðrum leikmanni sem ég hef lítið
um að segja. eins og staðan er í dag
þá reikna ég með því að vera áfram
hjá Portland á næsta ári,“ segir
dagný Brynjarsdóttir. tomas@365.is
Á toppi tilverunnar í Portland
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, telur sig vera á hátindi kvennaknattspyrnunnar hjá Port-
land Thorns. Hún fær þó engu ráðið um hvar hún spilar að ári en býst við að verða áfram hjá sama liði.
portland má gera
það sem það vill við
mig eftir tímabilið hvort sem
mig langar að vera áfram eða
ekki.
Dagný Brynjarsdóttir
Meistaradeild Evrópu
C-riðill
Man City - Gladbach 4-0
1-0 Sergio Agüero (8.), 2-0 Agüero, víti (28.),
3-0 Agüero (77.), 4-0 Kelechi Iheanacho
(90+1.).
E-riðill
tottenham - Monaco 1-2
0-1 Bernardo Silva (15.), 0-2 Thomas Lemar
(31.), 1-2 Toby Alderweireld (45.).
leverkusen - CSKA 2-2
1-0 Admir Mehmedi (9.), 2-0 Hakan Cal-
hanoglu (15.), 2-1 Alan Dzagoev (36.), 2-2
Roman Eremenko (38.).
F-riðill
Real Madrid - Sporting 2-1
0-1 Bruno César (48.), 1-1 Cristiano Ronaldo
(89.), 2-1 Álvaro Morata (90+4.).
legia - Dortmund 0-6
0-1 Mario Götze (7.), 0-2 Sokratis Papas-
tathopoulos (15.), 0-3 Marc Bartra (17.), 0-4
Raphaël Guerreiro (51.), 0-5 Gonzalo Castro
(76.), 0-6 Pierre-Emerick Aubameyang (87.).
G-riðill
Club Brugge - leicester 0-3
0-1 Marc Albrighton (5.), 0-2 Riyad Mahrez
(29.), 0-3 Mahrez, víti (61.).
Porto - FCK 1-1
1-0 Otavio (13.), 1-1 Andreas Cornelius (52.).
Rautt spjald: Ján Gregus, FCK (66.).
H-riðill
Juventus - Sevilla 0-0
lyon - D. Zagreb 3-0
1-0 Corentin Tolisso (13.), 2-0 Jordan Ferri
(49.), 3-0 Maxwell Cornet (57.)..
Nýjast
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
3
-A
9
B
0
1
A
9
3
-A
8
7
4
1
A
9
3
-A
7
3
8
1
A
9
3
-A
5
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K