Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 60
Mættu í regnjakka Það er spáð rigningu um helgina og þá þýðir ekkert annað en að vera vel undir- búinn. Regnjakkar eru einnig í tísku svo að þú þarft ekki að fórna útlitinu fyrir það að vera vel klædd/ur. Skór sem þola skít Það er afar heimskulegt að ætla að fara í nýju hvítu strigaskónum. Hugsaðu vel um eigur þínar og veldu frekar svarta leðurskó sem er auðvelt að þrífa í staðinn fyrir skó sem munu auð- veldlega eyðileggjast í allri drullunni og troðningnum. Skynsemi! Ekki missa þig í gleðinni of snemma á kvöldin. Njóttu augnabliksins og stemningarinnar með vinum þínum og ekki keyra of mikið í þig. Þannig skemmtir þú þér betur og endist jafnvel svo lengi að þú getir kíkt í miðbæinn eftir að tónleikarnir eru búnir. Hitaðu vel upp fyrir kvöldið Bæði Röskva og Vaka verða með fyrirpartí í Stúdentakjall- aranum í dag og á morgun fyrir Októberfest. Í kvöld verður það Röskva sem hitar upp með gestum en á morgun verður það Vaka. Fríir drykkir verða í boði svo að þetta er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Kauptu skemmtikort Það er ekki bara vegna þess að þú sparar heldur er ekkert mál fyrir þig að bjóða hverjum sem er í drykk sem gæti jafnvel borgað sig margfalt til baka seinna um kvöldið. Kortið kostar 4.900 krónur og gildir fyrir tíu bjóra og það flýtir tölu- vert fyrir afgreiðslunni á barnum. Bréfþurrkur í töskunni Það eru nóg af kömrum á svæðinu en klósett- pappírinn á það til að klárast fljótt. Það er ekki svo vitlaust að hafa með sér nokkrar bréfþurrkur í vasanum eða töskunni til þess að vera við öllu búinn. Svo getur einnig verið sniðugt að vera með lítið handsprittsglas á sér til þess að vera ekki að flækjast með einhverja óþarfa sýkla á sér. Það sem hafa skal í huga fyrir OKtóBerfeSt Í dag hefst Októberfest sem er árlegur viðburður á vegum Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands. Veislan stendur yfir í þrjá daga en þá koma margir af helstu tónlistar- mönnum landsins saman og spila í stórum partítjöld- um í Vatnsmýrinni. Fréttablaðið tók saman atriði sem hafa þarf í huga fyrir helgina. Gunnhildur Jónsdóttir gunnhildur@frettabladid.is Skipuleggðu þig Fyrir hvert kvöld skaltu vera búin/n að ákveða hvaða tónleika þig langar mest á og hvenær þú ætlar að tylla þér á bekk með vinum þínum og spjalla. Gott skipulag tryggir það að þú náir að njóta hátíðarinnar. 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r48 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 3 -8 C 1 0 1 A 9 3 -8 A D 4 1 A 9 3 -8 9 9 8 1 A 9 3 -8 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.