Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 17
fólk kynningarblað 2 2 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R Tekkborð sem Björn gerði upp. Heklaða teppið er frá mömmu Helgu Daggar. Grafísku hönnuðirnir og parið Helga Dögg Ólafsdóttir og Björn Þór Björnsson eiga fallegt og per­ sónulegt heimili í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Veggir íbúðarinnar eru að stórum hluta þaktir verk­ um þeirra og raunar má finna ýmsa litla hluti úr smiðju þeirra víða í íbúðinni. „Menntun okkar hefur kveikt í okkur áhuga á að sjá litlu hlut­ ina sem hjálpa til við að setja lokaútkomuna á hvernig við vilj­ um hafa heimilið okkar,“ segir Helga Dögg og bætir við: „Einnig erum við heppin að þekkja mikið af skapandi fólki sem við höfum kynnst bæði í vinnu og skóla. Frá því höfum við safnað ýmiss konar dóti sem finna má í íbúð­ inni okkar.“ Eldri munir hEilla Björn Þór segir tvö orð lýsa stíl heimilis þeirra best: huggulegt og persónulegt. „Við fylgjum ekki nýjum straumum heldur sönkum við að okkur hlutum með sál sem tala til okkar. Flest ef ekki öll húsgögnin okkar eru gömul eða smíðuð af okkur sjálfum, sem er blanda sem er okkur að skapi.“ Þau eiga nokkra uppáhalds­ muni sem prýða íbúðina, bæði stóra og smáa. Bangsarnir úr æsku Helgu eru t.d. í miklu uppáhaldi hjá henni enda hafa þeir fylgt henni alla tíð. „Annars þykir mér voða vænt um muni sem hafa komið frá langömmu, mömmu og tengdaforeldrum mínum. Þetta eru gamlir munir sem gera íbúðina persónulegri og má þar t.d. nefna heklaða búta­ teppið sem mamma heklaði fyrir mig í jólagjöf. Græni skápurinn okkar í vinnuherberginu er alveg pottþétt uppáhaldshúsgagnið mitt hér enda bæði ævintýralegur og skrítinn.“ Björn Þór nefnir fyrst War­ hol/Basquiat plakatið sitt sem er í miklu uppáhaldi. „Einnig þykir mér afar vænt um öxina mína, ýmsar litlar teikningar og miða sem við höfum skrifað hvort til annars gegnum tíðina og plönt­ urnar mínar.“ Ólík vErkEfni Það eru spennandi tímar fram undan á hönnunarsviðum hjá þeim. Þau eru að undirbúa stofn­ un hönnunarteymisins Smart­ babes ásamt vinum sínum Grétu Þorkelsdóttur og Kinnat Sóleyju Lydon. „Ég var að útskrifast úr grafískri hönnun úr Listaháskóla Ísland í vor og skipulagði og sá um útlit Druslugöngunnar þriðja sumarið í röð. Það sem er helst fram undan hjá mér er að finna góða vinnu og vinna að tískutíma­ riti sem kemur út í haust,“ segir Helga Dögg. „Meðal verkefna minna undanfarið,“ bætir Björn Þór við, „má nefna að ég sá um útlit á nýrri plötu Emmsjé Gauta sem heitir Vagg&velta auk þess að gera útlit fyrir Jazzhátíð í Reykjavík.“ Nokkur verk þeirra má m.a. skoða á www.helgadogg.com og www. breidholt.com. PErsÓnulEgt og huggulEgt Heimili Helgu Daggar og Björns Þórs einkennist af persónulegum og oft gömlum munum. Fjöldi verka þeirra og ýmissa samferðamanna þeirra gegnum árin prýða íbúðina og setja skemmtilegan og skrautlegan svip á hana. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS APPLE TV 4 Á 0 KR. með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365 Hansahillan inniheldur m.a. bækur sem þau safna og alls konar smádót. Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Annars þykir mér voða vænt um muni sem hafa komið frá langömmu, mömmu og tengdaforeldrum mínum,“ segir Helga Dögg, grafískur hönnuður. MYNDIR/HANNA 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 F -5 0 6 C 1 A 4 F -4 F 3 0 1 A 4 F -4 D F 4 1 A 4 F -4 C B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.