Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 2
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og
glæsileik
i
endalaus
t úrval af
hágæða
flísum
Finndu okkur
á facebook
Veður
Eftir hæglætisveður fer aðeins að
hreyfa vind, spáð er austan 5 til 10
metrum á sekúndu, en 13 til 18 í vind-
strengjum allra syðst og einnig við
Öræfajökul. Bjart veður norðan- og
vestanlands, en þykknar upp og fer að
rigna sunnanlands síðdegis og einnig
á Austfjörðum í kvöld. Á höfuðborgar-
svæðinu er bjartur dagur. sjá síðu 20
Komu fjölskyldunni til bjargar og buðu þeim gistingu
stjórnmál Tvö kjördæmisþing
Framsóknarflokksins um helgina
samþykktu tillögu þess efnis að
boða ætti til flokksþings fyrir kosn-
ingar þar sem ný forysta verður
kosin. Sams konar tillaga var felld
í kjördæmi formannsins þar sem
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
greiddi atkvæði gegn tillögu um að
halda flokksþing fyrir kosningar.
Eygló Harðardóttir velferðar-
ráðherra segir mjög marga í gras-
rót flokksins vilja sjá flokksþing
fyrir kosningar og mikilvægt sé
að forystan endurnýi umboð sitt.
Eygló er sammála þeim aðilum
sem hafa talað fyrir því að boða til
flokksþings fyrir kosningar. „Fram-
sóknarflokkurinn hefur alltaf haft
gott af því að halda flokksþing fyrir
kosningar þar sem línur eru lagðar,“
segir Eygló.
„Ég er í forystusveit flokksins og
verði boðað til flokksþings þarf hver
og einn að meta stöðu sína og hlusta
á grasrótina,“ segir Eygló þegar hún
er spurð að því hvort hún ætli að
bjóða sig fram til formanns komi til
flokksþings. „Nú er fókusinn á hús-
næðismálunum og ég mun fara á
Vesturland til að ræða húsnæðismál
og þyrfti líka að fara til Akureyrar að
ræða húsnæðismál,“ bætir Eygló við.
Formaður Framsóknarflokksins
er með útspili sínu á kjördæmaþingi
flokksins í norðausturkjördæmi að
hugsa um eigin hag og sé í ferð að
bjarga sínu eigin pólitíska lífi með
því að komast hjá flokksþingi fyrir
kosningar. Það sé svo álitamál hvort
sú ferð fari saman við hagsmuni
flokksins, segir Grétar Þór Eyþórs-
son, prófessor í stjórnmálafræðum
við Háskólann á Akureyri. Ljóst er
að staða hans sé ekki mjög sterk á
landsvísu.
„Það er alveg á hreinu að Sig-
mundur og stuðningsmenn hans
vilja ekki flokksþing fyrir kosningar.
Þess vegna er hann væntanlega að
þæfa mál þannig að það verði ekki
haldið flokksþing fyrr en eftir kosn-
ingar,“ segir Grétar Þór. „Þarna eru
uppi átök og er Sigmundur Davíð að
bjarga sínum pólitíska heiðri með
því að hrökklast ekki frá völdum
sem formaður á flokksþingi.“
sveinn@frettabladid.is
Segir formann reyna
að bjarga eigin skinni
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir formann Framsóknar-
flokksins reyna að bjarga eigin pólitíska lífi með því að komast hjá flokksþingi
í haust. Sigmundur Davíð greiddi atkvæði gegn því að flokksþing yrði haldið
fyrir kosningar. Velferðarráðherra vill flokksþing sem fyrst.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um flokksþing í
haust.
Það er alveg á
hreinu að Sigmund-
ur og stuðningsmenn hans
vilja ekki flokksþing fyrir
kosningar.
Grétar Þór Eyþórs-
son, prófessor í
stjórnmálafræði við
Háskólann á Bifröst
Hjónin Einar Magnússon og Bryndís Sævarsdóttir komu fyrst að slysinu í Vattarfirði á fimmtudag þar sem Calara-fjölskyldan, Francisco, Elma og
Matthew hafði lent úti í sjó. Um það leyti sem Einar og Bryndísi bar að var Elmu, sem er ósynd, að takast að klöngrast upp í fjöru. Eftir að fjölskyldan
hafði hvílst í Búðardal buðu Bryndís og Einar henni að gista hjá sér í Reykjanesbæ þar til þau kæmust heim til Bandaríkjanna. Einar segir að sterkur
vinskapur sé að myndast með fjölskyldunni sem hefur boðið þeim hjónum að heimsækja sig til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Fréttablaðið/SteFán
slys Banaslys varð á Þingskálavegi,
við Geldingalæk í Rangárvallasýslu,
á laugardag. Maðurinn sem lést hét
Óli Jóhann Klein og var 71 árs að
aldri.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að
tvær bifreiðar, fólksbifreið og lítil
sendibifreið, hafi skollið saman
um klukkan hálf tvö á laugardag.
Maðurinn sem lést ók fólksbifreið-
inni en ökumaður sendibílsins var
fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á bráðamóttöku í Fossvogi.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Suðurlandi fer með rannsókn á til-
drögum slyssins en engar upplýs-
ingar hafa verið gefnar út um þau
enn sem komið er. Fjölmennt lið
lögreglu, lækna, rannsóknarnefnd
samgönguslysa, sjúkraflutninga-
manna og sérfræðings í bíltækni-
rannsóknum var kallað á vettvang
til að hlúa að hinum slasaða og
hefja rannsókn. - snæ
Banaslys á
Þingskálavegi
sjávarútvegsmál Bjóða á upp allan
kvóta, handfæraveiðar verða gerðar
frjálsar og allur afli fer á markað ef
Píratar setjast í ríkisstjórn á næsta
kjörtímabili. Ný sjávarútvegsstefna
flokksins var samþykkt af flokks-
mönnum um helgina.
Í sjávarútvegsstefnunni kemur
fram að Píratar telja mikilvægt
að breyta fiskveiðikerfinu hér á
landi og færa eigi auðlindir í nátt-
úru Íslands aftur í hendur fólksins
í landinu. Með það að markmiði
vilja þau gera handfæraveiðar
frjálsar þeim sem kjósa að stunda
þær sem atvinnu. „Allur afli skal
fara á markað til að gera viðskipti
með sjávarútvegsafurðir eðlilegri og
bæta hag sjómanna, minni sjávarút-
vegsfyrirtækja og annarra fyrirtækja
sem vinna með afleiddar afurðir,“
segir í stefnunni.
Stærsta breytingin yrði að öllum
líkindum sú að aflaheimildir yrðu
boðnar upp til leigu á opnum mark-
aði og renni leigugjaldið í ríkissjóð.
„Þetta er stefnan og það verður
gert,“ segir Birgitta Jónsdóttir,
þingmaður Pírata. „Ég hef lagt ríka
áherslu á það hjá mínum félögum
að við setjum ekkert fram sem við
getum ekki staðið við. Þetta verður
ekki gert á einni nóttu heldur í
áföngum,“ bætir Birgitta við. - sa
Píratar
samþykkja
kvóta-
uppboð
Þetta verður ekki
gert á
einni nóttu
heldur í
áföngum
Birgitta Jónsdóttir
2 2 . á g ú s t 2 0 1 6 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
2
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
F
-4
B
7
C
1
A
4
F
-4
A
4
0
1
A
4
F
-4
9
0
4
1
A
4
F
-4
7
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K