Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 8
Innköllun á Guard
Master öryggishliðum
Húsasmiðjan biður viðskiptavini sem keypt hafa
öryggishlið af gerðinni GuardMaster – Plastic
Mesh Gate / Model 276 (sjá mynd) að taka
vöruna strax úr notkun og skila henni í næstu
verslun við fyrsta tækifæri þar sem hún verður
endurgreidd, óþarfi er að sýna kassakvittun.
Á grundvelli prófunar sem Neytendastofa
lét gera á vegum Prosafe kom í ljós að varan
uppfyllir ekki allar kröfur staðalsins ÍST EN 1930-
2011 „Barnavara og vara til nota við ummönnun
barna – Öryggisskilrúm – Öryggiskröfur og
prófunaraðgerðir“.
Ekki er vitað til að slys hafi hlotist af notkun
vörunnar en engin áhætta verður tekin varðandi
sölu á vörunni og hún hér með innkölluð.
Húsasmiðjan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem
þetta kann að valda, en öryggi er ávallt númer eitt hjá
Húsasmiðjunni.
Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Húsasmiðjunnar,
www.husa.is eða síma 525 3000.
Heilsa „Ef við tölum bara um Ísland
þá búum við svo vel að við erum ekki
með vektorinn sem ber gulusótt í
okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guð-
rún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sótt-
varna hjá embætti Landlæknis. Þar
að auki segir hún að til sé árangursríkt
bóluefni.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að
alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the
Children vara við heimsfaraldri gulu-
sóttar. Save the Children og heilbrigð-
isstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast
nú í umfangsmikil bólusetningarverk-
efni í Austur-Kongó og Angóla þar sem
faraldur geisar.
„Á meðan við erum ekki með mosk-
ítóflugur er eiginlega ómögulegt að
faraldurinn komi hingað,“ segir Guð-
rún og bætir við: „. Við þyrftum að vera
með moskítóflugurnar til að stinga
okkur. Þetta er eins og með Zika-veir-
una og alla þessa sjúkdóma sem berast
með moskítóflugum. Ef maður er ekki
með moskítóflugur hér, og við skulum
vona að það haldist svoleiðis, þá getum
við andað út hérna innanlands.“
Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki
á milli manna myndi það heldur ekki
valda faraldri ef maður með gulusótt
kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er
sjúkdómurinn tilkynningaskyldur
til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem
hann telst geta ógnað almannaheill.
Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höf-
uðborg Austur-Kongó. Það segir Guð-
rún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé
að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast
hefur þetta haldist í frumskógunum
en allt í einu kemur þetta inn í Kins-
hasa, margmilljónaborg, og þá þarf að
bregðast við því.“
Á þessu ári hafa 400 látist vegna
gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó.
Í tilkynningu Landlæknisembættis-
ins frá því í apríl segir að árlega látist
um 60 þúsund af völdum gulusóttar.
„Gulusótt hefur verið til lengi og mér
skilst að það hafi komið upp faraldrar
af og til. Kannski er þessi stærri en
áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir
Guðrún.
Mælst er til þess að Íslendingar
sem hyggja á ferðir til landa þar sem
gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúk-
dómnum að minnsta kosti tíu dögum
áður en haldið er af stað. Það þurfi
einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólu-
setningarskírteini svo ferðamenn fái
að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk
hyggur á ferðalög til þessara landa þá
þarf það að athuga hvort það þurfi að
láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það
hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún.
thorgnyr@frettabladid.is
Ómögulegt að gulusótt komi
til Íslands án moskítóflugna
Yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu segir ekki hættu á gulusóttarfaraldri á Íslandi. Ástæðan er
sú að hér séu engar moskítóflugur. Varað er við heimsfaraldri gulusóttar sem er lífshættulegur sjúkdómur.
Kongómaður fær bólusetningu við gulusótt í Kisenso-hverfi Kinshasa, höfuðborgar Austur-Kongó. Save the Children fara nú af
stað með bólusetningarherferð í borginni en óttast er að sjúkdómurinn verði heimsfaraldur. NordiCphotoS/AFp
Á meðan við erum
ekki með moskító-
flugur er eiginlega ómögulegt
að faraldurinn
komi hingað.
Guðrún Sigmunds-
dóttir, yfirlæknir
sóttvarna
Fyrstu einkenni gulusóttar
Hiti
Hrollur
Vöðvaverkir
Ógleði
Uppköst
Alvarlegri einkenni
Gula
Kviðverkir
Blæðingar
Dauði
stjÓrnsýsla Vísbendingar eru um
að misræmis gæti hjá sýslumanns-
embættum landsins þegar kemur að
hjónavígslu íslenskra og erlendra ríkis-
borgara. Málið er til rannsóknar hjá
innanríkisráðuneytinu og embættin
hafa verið hvött til að fylgja reglum við
úrvinnslu mála.
Tilefni rannsóknarinnar er ósk
Ragnheiðar Guðmundsdóttur og
unnusta hennar Ravi Rawat um að
ganga í hjónaband en Sýslumaðurinn í
Reykjavík synjaði beiðni þeirra. Innan-
ríkisráðuneytið hefur snúið úrskurð-
inum við og heimilað hjónabandið
en Ragnheiður berst við fjórða stigs
lífhimnukrabbamein. Synjun Sýslu-
mannsins í Reykjavík var á grundvelli
þess að gögn Ravi væru ófullnægjandi.
Sendiráð Indlands á Íslandi hafði þó
staðfest að gögnin væru fullnægjandi.
Samkvæmt upplýsingum frá innan-
ríkisráðuneytinu bárust ábendingar
til ráðuneytisins sem benda til þess
að misræmi sé á verklagi sýslumanns-
embætta. Rannsókn ráðuneytisins
snýst um að fá úr því skorið hvert mat
sýslumannsembætta sé á gögnum
hverju sinni og málsmeðferð í hverju
máli fyrir sig. Misræmið skrifist upp á
starfsfólk sýslumannsembættanna, sé
það á annað borð til staðar.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
tjáði sig um málið á Facebook-síðu
sinni á föstudag og tilkynnti að innan-
ríkisráðuneytið hefði snúið úrskurði
sýslumannsembættisins við. Í tilkynn-
ingu Ólafar kom fram að búið væri að
senda sýslumönnum landsins bréf
þar sem fram kemur að tilefni sé til að
taka verkleg og reglur á þessu sviði til
nánari skoðunar með samrýmda og
góða stjórnsýslu að markmiði.
snaeros@frettabladid.is
Vísbendingar um mis-
ræmi hjá sýslumönnum
ragnheiður og ravi rawati hyggjast ganga í hjónaband á þriðjudag en fyrst óskuðu
þau eftir heimild 1. apríl síðastliðinn. innanríkisráðuneytið sneri úrskurði Sýslu-
mannsins í reykjavík við og hyggst rannsaka verkferla. MyNd/rAgNheiður
ÍraK Yfirvöld í Írak hafa gefið það út
að 36 hafi verið hengdir í tengslum
við fjöldamorðin á hundruðum her-
manna sem héldu sig fyrir norðan
Bagdad fyrir tveimur árum. Þetta
er mesti fjöldi sem yfirvöld hafa
tekið af lífi á einum degi í Írak frá
því að Íslamska ríkið tók yfir stjórn
í norður- og vesturhluta landsins
árið 2014.
Hengingarnar fóru fram í fangelsi
í borginni Nasiriya sem er í suður-
hluta landsins.
Talið er að allt að 1.700 hermenn
hafi verið myrtir fyrir tveimur árum
eftir að hafa flúið Speicher-her-
stöðina, sem var áður undir stjórn
bandaríska hersins.
Yfirvöld í Írak höfðu verið undir
mikilli pressu um að taka af skarið
og aflífa þá sem báru ábyrgð á fjölda-
morðunum eftir að stór sprengja
sprakk á vinsælli verslunargötu fyrr
í sumar og drap að minnsta kosti 324
manns.
Samkvæmt Íslamska ríkinu er
það mannskæðasta árás þar í landi
frá árinu 2003. Eftir sprengingarnar
sagði dómsmálaráðherra Íraks að 45
aftökur hefðu verið framkvæmdar
frá byrjun árs.
Sameinuðu þjóðirnar gagn-
rýna ákvörðun yfirvalda í Írak um
að drífa hengingarnar af þar sem
margir saklausir borgarar gætu verið
teknir af lífi sökum þess. Talið er að
um 1.200 manns bíði eftir að afplána
dauðadóm í Írak. Dómsmálaráð-
herra gefur þó lítið fyrir þessa gagn-
rýni og segir að hvert einasta mál
sem tengist dauðadómum hafi verið
skoðað ítarlega. Hann sagði einnig
að það mætti eiga von á fleiri dauða-
refsingum í náinni framtíð.
36 manns
hengd á
einum degi
í Írak
324
létu lífið í mannskæðri
hryðjuverkaárás í Írak fyrr í
sumar.
2 2 . á G ú s t 2 0 1 6 M á n U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
2
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
F
-8
6
B
C
1
A
4
F
-8
5
8
0
1
A
4
F
-8
4
4
4
1
A
4
F
-8
3
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K