Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 22
B
oðleið var stofnuð í október 2001
með samningum við NEC og
Panasonic um sölu og þjónustu á
símalausnum þeirra á Íslandi. Ári
síðar voru starfsmenn orðnir fjórir og við-
skiptavinum fjölgaði stöðugt ásamt því að
þjónusta við önnur símkerfi jókst. „Boðleið
byrjaði að setja upp IP-símkerfi og tölvu-
síma í lok 2002 en kúvending varð árið
2010 þegar við byrjuðum að selja hugbún-
aðarsímkerfi frá 3CX. Þá gátum við loks-
ins boðið viðskiptavinum okkar símalausn
á sanngjörnu verði og allt innifalið eins og
skýrslukerfi, rauntímaupplýsingar fyrir
þjónustuver, upptökukerfi, myndfundar-
búnaður og margt fleira. Í framhaldi af því
fengum við umboð fyrir SIP-símtæki frá
Yealink sem eru með mest seldu símtækjum
á Íslandi í dag og í öðru sæti á heimsvísu,“
segir Þorvaldur Harðarson, forstjóri Boð-
leiðar. „Í dag hefur Boðleið á að skipa níu
starfsmönnum með mikla reynslu þar sem
engin verk eru of stór eða lítil og markmið
okkar er að finna bestu lausnina fyrir alla
viðskiptavini með hagræðingu að leiðar-
ljósi.“
Þorvaldur segir ýmislegt hafa breyst á
þessum sex árum frá því fyrsta hugbúnað-
arsímkerfið rataði til ánægðra viðskipta-
vina. „Í dag hafa viðskiptavinir okkar
möguleika á að kaupa eða leigja lausnina
okkar hvort sem er á staðnum eða í hýsingu.
Við leggjum mikið upp úr að veita viðskipta-
vinum okkar ráðgjöf og bendum á leiðir til
sparnaðar. Verðskrá okkar er einföld og við
gefum fst verð. 3CX-símkerfið okkar teng-
ist á einfaldan hátt við sölu og viðskipta-
kerfi eins og Microsdoft Dynamics, Sales
Force, Sage ACT, Office 365 og Zendesk svo
dæmi séu tekin og einnig útbúum við sér-
lausnir eftir þörfum fyrirtækja.“
Boðleið er stærsti símkerfaþjónustu-
aðili hótela á Íslandi. „Hótellausnir eru
stór partur af þjónustu okkar. Fyrsti við-
skiptavinur okkar var Grand hótel sem við
höfum þjónustað síðan 2001 en síðan hafa
bæst við Fosshótel, KEA hótel og Bláa lónið
auk fjölda annarra hótela og gistiheimila,“
segir Þorvaldur sem rekur góðan árangur
í hótel lausnum til mikillar reynslu, góðr-
ar þjónustu og einfaldrar verðlagningar.
„Einnig erum við með yfir 30 útfærslur af
sérmerktum hótelsímtækjum en vel merkt
símtæki á herbergjum með upplýsingum
um hótelið ásamt þeirri þjónustu sem hót-
elið býður upp á einfalda gestum aðgang að
þjónustu.“ Hann bendir einnig á nýja lausn
sem Boðleið býður viðskiptavinum sínum
í hótelgeiranum. „Nú er hægt að fá snjall-
tölvur á herbergin þar sem gestur getur séð
allar upplýsingar um þjónustu á hóteli, stýrt
ljósum og gluggatjöldum, pantað ýmsa þjón-
ustu beint úr tölvunni ásamt vakningu og
skráð sig úr herberginu.“
Boðleið býður hótelum einnig netlausnir
ásamt þráðlausum lausnum fyrir gesti og
starfsmenn, þar sem hægt er að hafa yfir-
sýn og stýra hraða og niðurhali. Auk þess
má nefna að Boðleið er með kallkerfi fyrir
hótel og veitingastaði sem tengjast sím-
kerfi, dyrasíma með myndavél og margt
fleira.
Auk þessarar víðtæku starfsemi á Ís-
landi er Boðleið í samstarfi við fjórtán
endursöluaðila í Noregi. „Þar erum við að
selja og þjónusta 3CX-símkerfi og Yealink-
síma sem við höfum umboð fyrir og síðan
í nóvem ber 2013 höfum við aðstoðað þessa
endursöluaðila við sölu- og tæknilega ráð-
gjöf og þjónustu. Á meðal verkefna eru
hótel og bæjar félög en til gamans má geta
að stærsta uppsetning á 3CX í Noregi er
bæjar félag með 5.000 símanotendur sem
nota tölvusíma gegnum eitt og sama kerf-
ið.“ Það er því ljóst að Boðleið er með sam-
bandið inn í framtíðina.
Samband inn í framtíðina
Boðleið þjónusta er tæknifyrirtæki sem býður heildarlausn í net- og símamálum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Dansa saman
Samdans hefur löngum verið vin-
sæl skemmtun í gæsa partíum og
óvissuferðum. Ástæðan er einföld.
Dans losar um hömlur og býr til
endorfín í líkamanum. Skemmti-
legur danskennari getur verið á
við besta uppistandara og þegar
saman fer hlátur og hreyfing
verða til góðar minningar.
Leiklist
Leiklistaræfingar snúast líka um
að losa um hömlur og svo er mikið
unnið með traust. Traust er gríð-
arlega mikilvægt á vinnustað og
þess vegna er leiklist afar góður
samhristari.
Velgjörðir
Að gera vel við starfsfólk skilar
sér margfalt til baka. Allt frá því
að bjóða upp á ís eða köku öðru
hvoru og yfir í að bjóða starfsfólk-
inu á stórtónleika eða til útlanda
í árs hátíðarferð getur gert gæfu-
muninn.
Starfsmannaferðir
Skipulagðar óvissu-
ferðir eru vel til þess
fallnar að hrista
saman mannskap-
inn og ekki verra
ef ratleikur fylgir með. Það er
kannski ráð að hafa samband við
áfangastaði ratleiksins áður en
hann er settur af stað, svona ef
einhver nennir ekki að fá hópa af
hressu fólki inn á gafl hjá sér.
Sveigjanlegur vinnutími
Það getur gert gæfumuninn
fyrir starfsánægju að finnast
maður ekki vera þræll stimpil-
klukkunnar. Og skilar sér í betri
afköstum ef eitthvað er.
Félagslíf innan vinnutíma
Það er mikilvægt að hlakka til að
fara í vinnuna. Ef gefið er svig-
rúm fyrir lengra morgunkaffi sem
helgað er bóka-, skák- eða prjóna-
klúbbi einu sinni í mánuði gefst
starfsfólki færi á að kynnast og
bindast vinaböndum.
Pottar
Veðmál á vinnutíma eru góð
skemmtun. Þetta vita allir sem
hafa tekið þátt í rauð-
v í n s p o t t i , k ö k u -
potti, nammipotti eða
hefðarsúkku laðipotti
sem snýst um að kom-
ast næst því hvern-
ig úrslitin verða
í Evrópukeppn-
inni í fótbolta,
Evrópusöngva-
keppninni , at-
kvæðagreiðslum um
veru í Evrópusambandinu
eða öðru sem tengist Evrópu ekki
neitt.
Gott mötuneyti
Góður matur og gott kaffi gerir
glaðara starfsfólk. Punktur.
Góður andi er gulli betri
Verðmætasta eign hvers fyrirtækis er starfsfólkið og mikilvægt að gæta vel að þeirri auðlind. Líðan starfsmanna í vinnunni gerir
gæfumuninn hvað varðar viðhorf til vinnuveitanda og vinnustaðar og getur haft gríðarleg áhrif á afköst og framlegð fyrirtækja, vöxt og
viðhald. Óánægt starfsfólk er áhugalaust, mætir verr, lendir í útistöðum á vinnustaðnum, talar illa um vinnustaðinn og skilar verkefnum
seinna og verr af sér. Ýmsar leiðir eru til að efla starfsandann í fyrirtækinu og hér koma nokkrar uppástungur.
Ratleikir snúast oft um að leysa verkefni. Hér hefur einhver blaðrað yfir sig.
Vinnustaðahópefli getur slagað upp í meðal dimmisjón allt eftir metnaði og elju.
Þorvaldur Harðarson, sölustjóri Boðleiðar, með nokkrar af þeim yfir þrjátíu tegundum símtækja sem
fyrirtækið býður upp á.
Potturinn í vinnunni þarf ekki alltaf að
vera upp á vín. Hvað með einn góðan
súkkulaðipott næst þegar Ísland keppir
í einhverju?
Flestir fyrirgefa
ýmislegt bara
ef kaffið er gott
í vinnunni.
Prjónaklúbbur eða
leshringur í vinnunni
glæðir starfsandann.
FyRiRtækjaÞjónuSta kynningarblað
22. ágúst 20164
2
2
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
F
-7
C
D
C
1
A
4
F
-7
B
A
0
1
A
4
F
-7
A
6
4
1
A
4
F
-7
9
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K