Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 44
W ise, einn af stærstu seljendum bókhalds- kerfisins Dynamics NAV á Íslandi, hefur verið útnefnt í Microsoft Dyna- mics President’s Club 2016 í fjórða sinn í sögu fyrir tækisins. Viður- kenningin endurspeglar velgengni Wise og vöxt fyrirtækisins undan- farin ár. Tilkynnt var um viðurkenn- inguna á árlegri ráðstefnu sam- starfsaðila Microsoft (Microsoft Worldwide Partner Conference) sem haldin var í Toronto í Kan- ada í júlí. Í Microsoft Dynamics Presi- dent’s Club eru allra bestu sam- starfsaðilar Microsoft Dynamics á heimsvísu eða topp fimm pró- sent. Aðildin er veitt fyrir stöðuga viðleitni til að mæta þörfum við- skiptavina með lausnum og þjón- ustu sem hentar þeim. Skýjalausnir „Þessi góði árangur kemur mikið til vegna lausna sem við erum að bjóða í skýinu í dag,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs. Wise býður upp á hýsingu í Azure-skýi Microsoft sem er eitt öruggasta og öflugasta gagnaver sinnar tegundar í heim- inum. „Með því að velja Microsoft Dynamics NAV bókhaldskerfi í áskrift og hýsa kerfið í Azure- skýinu, sparar þú fjárfestingu í vélbúnaði, afritunarbúnaði, hugbúnaðarleyfum og kostnaði við rekstur tölvukerfa. Að geta boðið upp á uppsett kerfi sem er tilbúið til notkunar á nokkr- um mínútum er lykillinn að því að NAV er tilvalið fyrir allar stærðir fyrirtækja og hægt að keyra hvaðan sem er í heimin- um. Við höfum verið að setja upp kerfið fyrir mjög fjölbreytta viðskiptavini allt frá ferðaþjón- ustufyrirtæki í Hveragerði til fiskvinnslufyrirtækis á Maldív- eyjum“. Bókhaldskerfi í mánaðarlegri áskrift Nú getur þú leigt bókhaldskerfið þitt og stillt af hversu marga not- endur þú þarft hverju sinni. Hægt er að fækka eða fjölga notendum eftir árstíðum auk þess sem þú: l Hefur ekki lengur þörf á að keyra eigin miðlægan tölvubún- að. l Hefur sveigjanleika í fjölda not- enda sem auðvelt er að aðlaga að þörfum hverju sinni. l Tryggir rekstraröryggi, betri uppitími og aukið öryggi gagna. l Færð hýsingu og vöktun allan sólarhringinn. l Hefur aðgang að sérfræðingum Wise og Microsoft Hægt er að nálgast gögnin í tölvunni, símanum og spjaldtölv- unni, því með hýsingu í skýinu er bókhaldið alltaf aðgengilegt, hvar sem er og hvenær sem er. Ráðgjöf og persónuleg þjónusta Eins og nefnt hefur verið áður er Wise einn öflugasti seljandi bók- haldskerfisins Microsoft Dyna- mics NAV á Íslandi og hefur sér- hæft sig í lausnum á sviði fármála, verslunar, sveitarfélaga, sjávar- útvegs og flutninga. Wise býður mikið úrval hug- búnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrir- tækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðan- ir, byggðar á öruggum upplýsing- um úr viðskipta- og birgðakerfum fyrir tækisins. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðar- gerð og innleiðingu hugbúnað- ar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Lausnir Wise eru í notk- un hjá mörgum af stærri fyrir- tækjum landsins. Wise hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir starfsemi sína sína þ. á m. viðurkenninguna „Samstarfs- aðili ársins 2015“ hjá Microsoft á Ís- landi, Fyrirmyndarfyrirtæki VR og Framúrskarandi fyrir tæki Credit- info um nokkurra ára skeið. hlýtur útnefningu í 2016 President's Club for Microsoft Dynamics  Wise hefur hlotið viðurkenningu sem einn af bestu samstarfsaðilum Microsoft um allan heim fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Lykillinn að velgengni Wise er áhersla á skýjalausnir, sterk markaðsstaða og stöðug þróun undanfarin ár. Wise er einn af stærstu seljendum bókhaldskerfisins Dynamics NAV á Íslandi. V efir fyrirtækja og stofn- ana eru í stöðugri þróun enda mikið um nýjung- ar á þessu sviði. Hvort sem verið er að setja upp nýjan vef eða vinna að yfirhalningu eldri vefs þarf að huga að mörgum þátt- um í upphafi, ekki síst til að lækka kostnað og spara tíma starfs- manna sem koma að verkefninu að sögn Birnu Guðrúnar Magna- dóttur, stjórnarmeðlims í faghópi Skýs um vefstjórnun og teymis- stjóra samskiptateymis hjá Ríkis- kaupum. Vinna við hvern vef getur verið afar mismunandi en samt eru alltaf nokkur grunnatriði sem þarf að huga vel að. „Góður undirbúningur er grunn- urinn að góðum vef og getur líka sparað fé þegar vinna hefst við smíði nýja vefsins. Nauðsynlegt er að eyða tíma í að greina þarfirnar, þekkja hvaða hóp eða hópum vef- urinn á að þjóna, hvaða virkni þarf að vera til staðar, hvort þörf sé á tengingum við önnur upplýsinga- kerfi og hvaða rödd eða persónu vefurinn á að standa fyrir.“ Næsta skref er að fara vel í gegn- um innihaldið og þar er góður og hnitmiðaður texti gulls ígildi þegar kemur að góðum vef að sögn Birnu. „Notendur hafa litla þolinmæði gagnvart óskýrleika eða langlok- um. Passa þarf upp á myndanotk- un og réttindamál gagnvart þeim. Síðast en ekki síst þarf að gæta að því að helstu öryggiskröfum sé fullnægt því að enginn vill lenda í því að vefsvæði fyrirtækisins sé hakkað.“ Gefa sér tíma Hönnun og útlit vefja tekur miklum tískubreytingum og fylgja nýjum straumum og nýrri tækni svo það er gott fyrir vefstjóra að fylgjast vel með. „Nú ættu t.d. allir nýir vefir að taka tillit til þeirra mis- munandi tækja sem þeir eru skoð- aðir í, þá helst farsíma og spjald- tölva. Í dag er mikið til af greining- artólum fyrir vefstjóra til að skoða umferð um vefinn og notendahegð- unina. Það gefur alltaf góða mynd af því hvaða efni eða hlutar vefs eru mest notaðir.“ Aðspurð um algengustu mistökin sem fyrirtæki gera þegar nýr vefur er settur í loftið segir hún lítinn undirbúning algengustu mistökin. „Það er leiðinlega oft sem stjórn- endur fyrirtækja gera sér ekki nógu góða grein fyrir þeim tíma og mannafla sem þarf til að gera góðan vef, svo ekki sé nú minnst á það að fjármagn þarf að liggja fyrir.“ Hún ítrekar að góður undir- búningur, greining á gögnum frá eldri vef og notendaprófanir séu allt atriði sem geta sparað fyrir tækjum tíma og mikið vesen. „Passa þarf að setja sér ekki of þröngan tíma- ramma, vefverkefnið þarf að vera vel skilgreint sem og hlutverk og ábyrgð hvers og eins. Þá er gott að hafa í huga að vefstjóri sem er starfi sínu vaxinn er alfa og ómega verkefnisins. Hann hefur yfirsýn- ina og þarf að geta unnið vel með öllum hagsmunaaðilum svo að góð sátt náist um nýja vefinn.“ Breytt nálgun Tilkoma samfélagsmiðla hefur breytt nálgun fyrirtækja þegar kemur að stjórnun vefmála. „Notk- un þeirra er af hinu góða ef vel er að því staðið. Þó er nauðsynlegt að setja stefnu og umgengnisreglur varðandi veru fyrirtækisins þar, velja réttu samfélagsmiðlana og hvaða ásjónu fyrirtækið á að hafa þar. Þetta getur létt á vefjum, t.d. þannig að fyrirspurnir færast yfir á samfélagsmiðlana. Þetta er stöð- ugt samspil beggja þar sem sam- félagsmiðlarnir styðja við vefinn og öfugt. Þá auðvelda þeir fyrir- tækjum að halda utan um og mynda markhópa, þau færast nær við- skiptavinunum ef það má orða það þannig og eru meira með puttann á púlsinum. Vera fyrirtækja á sam- félagsmiðlunum bætir við „netvið- veru“ þeirra, styttir samskiptaleið- irnar til viðskiptavinarins og eykur hraða og viðbragðsflýti í svörum til þeirra.“ Birna hvetur áhugasama til að kíkja inn á www.sky.is, skrá sig í félagið og/eða á póstlistann og mæta á sem flesta fundi í vetur. Góður undirbúningur er grunnurinn Huga þarf að fjölmörgum þáttum þegar vefur fyrirtækis og stofnunar er settur í loftið eða sá eldri endurnýjaður. Góður undirbúningur skiptir mjög miklu máli, þekkja þarf markhópinn og hvaða virkni þarf að vera til staðar. „Notendur hafa litla þolinmæði gagnvart óskýrleika eða langlokum,“ segir Birna Guðrún Magnadóttir, stjórnarmeðlimur í fag- hópi Skýs um vefstjórnun. MYND/ERNIR Starri Freyr Jónsson starri@365.is FYRIRtækJAþJóNuStA kynningarblað 22. ágúst 20166 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 F -7 7 E C 1 A 4 F -7 6 B 0 1 A 4 F -7 5 7 4 1 A 4 F -7 4 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.