Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 50
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma Elísabet Markúsdóttir ljósmyndari lést 12. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Markús Jóhannsson Guðný Björg Kristjánsdóttir Jóhann, Eyjólfur, Daði og Andri Eyjólfssynir Nanna Mjöll Markúsdóttir Páll Friðriksson Lísa María Markúsdóttir Hannes Steindórsson Sindri Markússon og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Jónasson rafvirkjameistari, Lækjargötu 30, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 13. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 13. Ólafur Haraldsson Jónas Haraldsson Halldóra Teitsdóttir Hulda Sólborg Haraldsdóttir Einar Örn Einarsson Oddný Halla Haraldsdóttir Finnur Logi Jóhannsson Haraldur Haraldsson Bergljót Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, Gunnar Hjálmar Jónsson tónlistarkennari, Lundargötu 13, Akureyri, lést 13. ágúst á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Geir Gunnarsson Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Eðvarð Bjarnason rafmagnseftirlitsmaður, Álftamýri 56, Reykjavík, lést 12. ágúst á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Borghildur Jónsdóttir Jóna Björg Eðvarðsdóttir Gunnar Friðrik Eðvarðsson Valdimar Ármann Máni Elvar Traustason Inga Rán Ármann María Ármann Merkisatburðir 1916 Fyrsta lestarslysið verður á Íslandi þegar telpa varð fyrir lest við Reykjavíkurhöfn. 1922 Íslandsmet er sett í 5000 metra hlaupi er Jón Kaldal hljóp vegalengdina á 15 mín. og 23 sek. Metið stendur í þrjátíu ár. 1926 Helgi Hálfdanarson sálmaskáld hefði orðið hundrað ára og er þess minnst í kirkjum landsins. Helgi þýddi og frumsamdi fjöl- marga sálma. Við hann var kennt svonefnt Helgakver, sem notað var lengi við undirbúning fermingarbarna. 1943 Um 800 marsvín rekur á land við Búlandshöfða á Snæfells- nesi. 1981 Á Staðastað á Snæfellsnesi er afhjúpaður minnisvarði um Ara fróða Þorgilsson (1067 - 1148) en talið er að hann hafi verið prestur þar. Hann er höfundur Íslendingabókar, sem er elsta rit um sögu Íslands. 1992 Á Egilsstöðum lýkur vestnorrænu kvennaþingi með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. 1993 Kristján Helgason verður heimsmeistari í snóker í flokki 21 árs og yngri á móti, sem haldið er í Reykjavík. Hann er þá aðeins nítján ára gamall. Í gær héldu reiðmennirnir Hermann Árnason, Hákon Pétursson og Frið- björn Garðarsson af stað í svokallaða Flosareið. Leiðin sem þeir munu ríða er sú sama og Flosi Þórðarson Freysgoði og brennumenn hans riðu á sama degi haustið 1011 frá Svínafelli í Öræfum að Þríhyrningshálsum í Rangárþingi. Ætlunin er að ná að fara leiðina á jafn skömmum tíma og Flosi fór hana. Þeir lögðu af stað klukkan fjögur í gærmorg- un og ætla sér að vera komnir á leiðar- enda klukkan þrjú í dag. Leiðin er ansi löng en þegar blaða- maður náði tali af reiðmönnunum höfðu þeir riðið 75 kílómetra af 180. „Það er mikill áhugi hjá okkur á Njálu. Sérstaklega kaflarnir sem eru mikið um hestaferðir. Maður fær þá hinar ýmsu flugur í hausinn, rétt eins og göngu- garpar vilja klífa einhver sérstök fjöll,“ segir Hermann sem er bóndi á Hvolsvelli og mikill hestaáhugamaður. Flosi Þórðarson Freysgoði hélt þessa leið þegar hann fór á milli bæja til þess að stefna fólki. „Þetta er áhugaverð leið sem Flosi fer en hún er löng og hann fór hana á afar skömmum tíma. Svo veit maður aldrei hvort að allt það sem er skrifað í Íslendingasögunum sé satt. Á þeim tíma fóru goðin á milli bæja til þess að stefna fólki enda var engin önnur leið til þess að hafa samskipti á þeim tíma.“ Það verður ekkert gefið eftir í leið- angrinum en knaparnir eru hver um sig með þrjá til fjóra hesta og riðu inn í myrkrið í gærkvöldi. „ Við riðum inn í myrkrið en ætlum okkur að liggja af okkur mesta skammdegið. Það sem skiptir mestu mál í þessu er að hestarnir séu í góðu formi. Ég á þá alla og þeir hafa verið í mikilli þjálfun í sumar til þess að vera undirbúnir fyrir þetta. Svo erum við líka með hesta til skiptanna sem skiptir miklu máli.“ Áhugavert verður að fylgjast með því hvort reiðmennirnir nái að komast á leiðarenda á tilsettum tíma og þannig sannreyna þennan hluta af Njálssögu. gunnhildur@frettabladid.is Ætla sér að sannreyna sögu Flosa Freysgoða Knaparnir Hermann Árnason, Hákon Pétursson og Friðbjörn Garðarsson ætla sér að klára Flosareið í dag klukkan þrjú. Samkvæmt Njálu fór Flosi Freysgoði frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum á tveimur dögum. Knaparnir verða með hesta til skiptanna, líkt og Flosi Freysgoði hafði þegar hann fór þessa leið árið 1011. Mynd/HerMann Þrátt fyrir að ferðalagið taki ekki langan tíma þá er það krefjandi og þarf að vera vel skipu- lagt. Mynd/HerMann Það er mikill áhugi hjá okkur á Njálu. Sérstak- lega kaflarnir sem eru mikið um hestaferðir. Maður fær þá hinar ýmsu flugur í hausinn, rétt eins og göngugarpar vilja klífa einhver sérstök fjöll 2 2 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R18 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð tíMaMót 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 F -4 B 7 C 1 A 4 F -4 A 4 0 1 A 4 F -4 9 0 4 1 A 4 F -4 7 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.