Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 2
Veður Í dag verða norðaustan 5 til 10 metrar á sekúndu og skúrir, en samfelld rigning norðaustan- og austanlands. Hiti frá 7 stigum austast, upp í 16 stig um landið vestanvert. Sjá SÍðu 48 Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Á Hólum Á fleygiferð Nokkur þúsund manns fylgjast með keppni á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Hólum í Hjaltadal. Mótið hófst á mánudag og því lýkur á sunnudaginn. Er þetta í 22. sinn sem Landsmót hestamanna er haldið. Mynd/Eiðfaxi ViðSkipti Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrir- tækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, for- stjóri Haga sem á og rekur verslun- ina. Debenhams er eina deilda- skipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“ Hagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórð- ungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smára- lind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsversl- unin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagn- ingu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunar- miðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Deben- hams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur. sveinn@frettabladid.is Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. Smáralind í Kópavogi er stærsta verslunarmiðstöð landsins og er debenhams í rúmum þrjú þúsund fermetrum húsnæðisins. fréttablaðið/anton brinK Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Finnur Árnason, forstjóri Haga Danmörk Danskir stjórnmálamenn eru sammála um að herða þurfi lög- gjöf um hefndarklám. Meðlimir danska Sósíaldemókrataflokksins leggja til að refsing við slíkum brotum verði hert úr sex mánuðum í þrjú ár. Meðlimir fleiri flokka eru sammála um að hefndarklám flokkist sem and- legt ofbeldi og að refsa skuli fyrir slík brot líkt og um líkamlegt ofbeldi sé að ræða. „Líkamleg sár geta gróið, en myndir sem deilt er á netinu geta elt viðkomandi í mörg ár eftir dreifingu þeirra,“ sagði Trine Bramsen, þing- kona sósíaldemókrata. Peter Kofod Poulsen, þingmaður danska Þjóðarflokksins, segir að hans flokkur vilji herða löggjöfina enn meira og einnig að dönskum stjórnvöldum verði gert kleift að loka vefsíðum sem hýsa efni af þessu tagi. – þv Vilja þyngri refsingar við hefndarklámi neytenDur Flugmiði til Parísar á laugardag kostar nærri hundrað þúsund krónur og flugmiðinn heim á mánudag annað eins, fyrir íslenska stuðningsmenn sem hyggjast fylgja landsliðinu í næsta leik gegn Frökk- um. Verðið hefur hækkað mikið á síð- ustu dögum og margir áhugasamir sáu þess merki að verð á sætum til Parísar hefði hækkað hreinlega á meðan á leik Íslands og Englands stóð á mánudag. Að sögn Þórunnar Önnu Árna- dóttur, sviðsstjóra neytendaréttar- sviðs hjá Neytendastofu, gilda í raun engin lög um slíkar hækkanir því verðlag sé frjálst. „Framboð og eftirspurn á að stýra markaðnum. Það sem við getum skoðað er hvort verðið komi skýrt fram og hvort verðið sé endanlegt verð, allar upplýsingar séu réttar og ekkert sé villandi. Við gerum kröfu um að á einhverjum tímapunkti sé það verð sem auglýst er til staðar og það þarf að vera í ákveðnu magni,“ segir hún. Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir samtökin vara við ofurhækkunum. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki til hóflegrar og eðlilegrar verðlagningar. Það er miður ef flugfyrirtækin hækka verð ein- göngu af þeirri ástæðu að vitað er um aukna eftirspurn.“ – snæ Hækkun flugverðs innan marka Framboð og eftir- spurn á að stýra markaðnum. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki til hóflegrar og eðlilegrar verðlagningar. Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum 3 0 . j ú n Í 2 0 1 6 F i m m t u D a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -0 F 6 C 1 9 D E -0 E 3 0 1 9 D E -0 C F 4 1 9 D E -0 B B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.