Fréttablaðið - 30.06.2016, Page 4
Fjáröflunarmarkaðir Fjölskylduhjálpar Íslands
Iðufell 14, Reykjavík, Hamraborg 9, Kópavogi og Baldursgata 14, Keflavík
“Kós
ý” so
kkar
Þykk
ir og
mjú
kir
1.500
kr
Útileguljós
LED rafhlöð
uljós
790kr
Marilyn bolur
2.900kr
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
juni-blaa.pdf 1 26/06/16 21:53
MenntaMál Ekki liggur fyrir hvaða
háskóli mun annast kennslu í lög-
reglufræðum en samkvæmt breyt-
ingum á lögreglulögum sem sam-
þykkt voru á Alþingi 1. júní verður
námið fært á háskólastig. Gert er
ráð fyrir því að námið hefjist í haust
og verður Lögregluskólinn formlega
lagður niður 30. september.
Leitað var til allra háskóla lands-
ins við vinnslu frumvarpsins til að
kanna vilja og möguleika þeirra til
að taka þátt í þróun námsins og
lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi
við Keili, Háskólinn í Reykjavík,
Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á
Akureyri yfir áhuga. Menntamála-
ráðherra mun sjá um að ganga til
samninga við háskóla um kennslu-
og rannsóknarstarfsemi í greininni.
„Ekki er komin niðurstaða í
það hvaða skóli mun taka að sér
námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður
innanríkisráðherra.
Þórdís segir að Ríkiskaupum
hafi verið falið að óska eftir hæfum
aðilum til þátttöku í auglýstu ferli
um lögreglunám á háskólastigi en
að ekki sé um formlegt útboð að
ræða. „Vonast er til þess að hægt
verði að auglýsa innan fárra daga
og val á háskóla liggi fyrir í byrjun
næsta mánaðar.“
Vilhjálmur Egilsson, rektor
Háskólans á Bifröst, segir að háskól-
inn hafi sóst eftir því að annast
námið og að viðræður hafi staðið
yfir við innanríkisráðuneytið og
þá aðila sem stýra málinu frá 2013.
„Við vissum ekki betur en að þetta
væri allt saman í þannig farvegi
að skólarnir væru búnir að koma
með sínar upplýsingar og síðan
yrði einhver valinn til þess að sjá
um námið. Ég botna ekkert í þessu
útboðsferli eða út á hvað það á að
ganga.“
Sigríður Hallgrímsdóttir, að-
stoðar maður menntamálaráð-
herra, segir að ekki sé hægt að nota
þær upplýsingar sem skólarnir hafi
nú þegar látið af hendi til að taka
ákvörðun í málinu. „Innanríkis-
ráðuneytið óskaði á sínum tíma
eftir tillögum frá skólunum til að
nota við vinnslu frumvarpsins,
það var ekki í neinu samráði við
menntamálaráðuneytið.“
Vilhjálmur telur að það skorti á
gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé
stuttur. „Það á auðvitað eftir að aug-
lýsa eftir umsóknum frá nemendum
og eftir atvikum velja nemendur,“
segir Vilhjálmur en að hans mati
eru skólarnir allir í stakk búnir til
að fara af stað með þetta nám með
stuttum fyrirvara.
Sigríður tekur undir með Vil-
hjálmi og telur skólana vera þraut-
þjálfaða í því að setja upp náms-
brautir sem þessar. „Þetta mun
nást í tæka tíð því skólarnir eru með
infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur
inn í háskólana sem eru með alla
innviði svo ferlið í sjálfu sér mun
ganga vel,“ segir Sigríður.
thordis@frettabladid.is
Óvíst hver annast kennslu í
lögreglufræðum þegar haustar
Nám í lögreglufræðum á háskólastigi hefst í haust. Ekki liggur fyrir hvaða skóli mun annast kennsluna.
Rektor Háskólans á Bifröst gagnrýnir valferlið og stuttan fyrirvara. Lögregluskólinn verður formlega lagður
niður 30. september næstkomandi. Kannaður var vilji allra háskóla til að taka að sér umsjón námsins.
Lögreglan sinnir margvíslegum störfum. Óvíst er hvaða háskóli mun annast
kennslu í lögreglufræðum en gert er ráð fyrir að það skýrist í byrjun næsta mán-
aðar. FréttabLaðið/anton brink
Vonast er til þess að
hægt verði að
auglýsa innan fárra daga og
val á háskóla liggi fyrir í
byrjun næsta
mánaðar.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir
Við vissum ekki
betur en að þetta
væri allt saman í þannig
farvegi að skólarnir væru
búnir að koma
með sínar
upplýsingar.
Vilhjálmur Egilsson
Dalvík Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð
hefur ákveðið að slíta viðræðum við
TS Shippingline um úthlutun á lóð
til uppbyggingar á endurvinnslustöð
fyrir skip. Að mati sveitarfélagsins
fullnægði viðsemjandi ekki skilyrð-
um fyrir samningsgerð. Fyrrverandi
talsmaður fyrirtækisins hér á landi
hefur ekki heyrt frá því í um hálft ár.
Upplýsingarnar komu fram í til-
kynningu Dalvíkurbyggðar í gær.
„Eins og kemur fram þá erum við búin
að senda bréf þess efnis til fyrirtækis-
ins að slíta viljayfirlýsingu við fyrir-
tækið. Að okkar mati hefur skilyrðum
ekki verið fullnægt,“ segir Gunnþór
Eyfjörð Gunnþórsson, formaður
bæjarráðs. „Við fórum fram á það
við fyrirtækið að það myndi halda
annan fund með íbúum og sýna þeim
með þrívíddarmyndum hvernig það
hygðist nýta lóðina. Þeir önsuðu ekki
þeirri beiðni okkar heldur vildu fyrst
fá undirritaðan lóðarleigusamning.
Það gátum við ekki sætt okkur við.“
Fyrirtækið TS Shippingline ætlaði
sér stóra hluti á Hauganesi í Dalvíkur-
byggð. Ætlaði fyrirtækið að rífa niður
skip í brotajárn. Nokkur andstaða var
við þessar hugmyndir innan bæjar-
félagsins strax í upphafi. Því vildu
bæjaryfirvöld fá íbúafund svo bæj-
arbúar gætu glöggvað sig á umfangi
starfseminnar. – sa
Rifta samkomulagi við endurvinnslustöð fyrir skip
Fyrirtækið áformaði að rífa skip niður í brotajárn á Dalvík. FréttabLaðið/SteFán SakaMál Héraðssaksóknari hefur
ákært bræður fyrir að hafa að kvöld-
lagi þann 7. mars átt þátt í Grettis-
götubrunanum svokallaða í Reykja-
vík. Annar þeirra hefur játað aðild
sína að brunanum.
Játar annar bróðirinn að hafa
kveikt í húsinu með því að leggja
eld að stól í herbergi sínu í húsinu,
koma honum fyrir á dýnu og skilja
við herbergið í því ástandi. Hafi þessi
íkveikja mannsins verið völd að
því að húsið allt brann til grunna. Á
þessum tíma hafði hann búið í húsinu
um skamma hríð.
Bróðir mannsins er einnig ákærður
fyrir að hafa verið vitni að íkveikjunni
og ekkert aðhafst til að afstýra bæði
tjóni á eigum fólks sem og afstýra
almannahættu sem af brunanum
varð. Bruninn olli miklu tjóni og
meðal annars brann fjöldi verka
myndlistarmannsins Halldórs Ragn-
arssonar sem var með stúdíó í húsinu.
Tryggingamiðstöðin hefur lagt
fram einkaréttarkröfu í málinu og
krafist þess að hver sem uppvís verður
að því að hafa valdið brunanum verði
dæmdur til að greiða félaginu tæplega
12,6 milljónir króna. – sa
Játar að hafa
valdið bruna á
Grettisgötu
Grettisgata 87 gjöreyðilagðist í eld-
inum. FréttabLaðið/SteFán
PóllanD Tuttugu og fimm slösuðust
þegar strætisvagn og sporvagn lentu í
árekstri á götum Łódź, þriðju stærstu
borgar Póllands, í gær. Slökkvilið
þurfti að klippa á bæði sporvagninn
og strætisvagninn til þess að komast
að slösuðum farþegum. Enginn lést í
slysinu en samkvæmt pólsku frétta-
stofunni Express Ilustrowany liggja
þrír farþegar á spítala, illa haldnir.
Mikil umferðarteppa myndaðist
á meðan bráðaliðar, slökkvilið og
lögreglumenn athöfnuðu sig á vett-
vangi slyssins og var á stóru svæði
borgarinnar lokað fyrir umferð. Þá
hættu sporvagnar á umræddu svæði
borgarinnar að ganga sem og strætis-
vagnar þannig að mikil röskun varð
á almenningssamgöngum í um þrjár
klukkustundir. – þea
Á þriðja tug
slasaðist
í árekstri
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M t U D a G U R4 F R é t t I R ∙ F R é t t a B l a ð I ð
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
E
-2
3
2
C
1
9
D
E
-2
1
F
0
1
9
D
E
-2
0
B
4
1
9
D
E
-1
F
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K