Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 8

Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 8
DANMÖRK Danski þjóðarflokkurinn vill banna arabískum börnum að tala móðurmál sitt í grunnskólum í Danmörku, bæði í kennslustundum og frímínútum. Yfirlýsing flokksins kom í kjölfar niðurstöðu doktorsrannsóknar þar sem sýnt var fram á að arabísku- mælandi nemar í tveimur skólum, þar sem eru margir tvítyngdir nem- endur, hæddust að nemendum og kennurum sem ekki skildu hvað þeir voru að ræða sín á milli. Haft er eftir Marin Henriksen, þingmanni Danska þjóðarflokks- ins, að búi maður í Danmörku eigi maður að tala dönsku. Flokkurinn er reiðubúinn að refsa foreldrum með því að svipta þá barnabótum og öðrum styrkjum tali börn þeirra arabísku í skólanum. – ibs Vilja banna arabísku í skólum Glaðir krakkar í skólastofu. Fréttablaðið/EPa FINNLAND Finnum sem flytja úr landi í kjölfar efnahagsþrenging- anna fjölgar stöðugt. Árið 2010 fluttu 11.905 Finnar úr landi en árið 2015 hafði brottfluttum fjölgað í 16.305. Af þeim sem fluttu úr landi 2015 fluttu rúmlega þrjú þúsund til Svíþjóðar, að því er sænska blaðið Dagens Nyheter greinir frá. Haft er eftir Juhana Vartiainen, þingmanni eins stjórnarflokkanna í Finnlandi, að enn sé of lítið vitað um brottflutninginn. Þingmaðurinn óttast að það sé helst ungt og lang- skólagengið fólk sem flytur úr landi en atvinnuleysi heldur áfram að aukast í Finnlandi. – ibs Þúsundir Finna flytja úr landi Starfsmaður Valio Group, finnsks fyrir- tækis sem framleiðir mjólkurvörur. Fréttablaðið/EPa FéLAgsMáL Yfir helmingi færri börn látast fyrir fimm ára aldur og nærri helmingi færri búa í dag við fátækt en 1990. Þá er aðgangur stúlkna og drengja að menntun jafn í 129 löndum. Þetta eru dæmi um góðan árangur sem náðst hefur frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur árið 1989. Í árlegri skýrslu UNICEF er árang- urinn dreginn fram og um leið áskor- anir sem eru til staðar. Barnadauði er helmingi minni en fátækustu börnin eru samt tvöfalt líklegri til að deyja fyrir fimm ára afmæli sitt en þau sem standa best efnahagslega. UNICEF segir að vegna þessa sé mikilvægt að þegar unnið sé að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna sé sérstök áhersla lögð á að ná sem fyrst til þeirra sem verst standa. „Þegar misskipting hefur svona alvarleg áhrif á líf milljóna barna verðum við að bregðast við. Skýrslan sýnir okkur að það hvílir ekki bara siðferðileg skylda á okkur til að grípa til aðgerða, heldur geti þær aðgerðir haft töluverðan efnahagslegan ávinning sem bæti velferð barna og samfélagsins í heild,“ segir Berg- steinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. – ebg Enn meiri misskipting í heiminum segir í nýrri skýrslu UNICEF Þegar misskipting hefur svona alvarleg áhrif á líf milljóna barna verðum við að bregðast við. Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Miðað við þróun mála munu árið 2030 … 69 milljón börn undir 5 ára aldri deyja vegna sjúkdóma sem að mestu er auðvelt að lækna. 167 milljón börn enn búa við sára fátækt. 90% þeirra í Afríku sunnan Sahara. 60 milljón börn á grunnskólaaldri vera utan skóla. Meira en helmingur í Afríku sunnan Sahara. 120 milljón börn þjást af vanþroska vegna vannæringar. 750 milljón konur vera í hjónaböndum sem þær voru þvingaðar í sem stúlkur. FANgeLsIsMáL Ákvörðun Fang- elsismálastofnunar um að synja Berki Birgissyni, fanga á Sogni, um reynslulausn og vinna utan fang- elsisins hefur verið kærð til innan- ríkisráðuneytisins. Börkur afplánar nú sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut haustið 2013 fyrir grófa lík- amsárás í janúar 2012. Í mars var Börkur sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða í maí 2012. Eftir að Börkur var sýknaður sótti hann um Verndarúrræði hjá Fang- elsismálastofnun. Því var synjað á þeim grundvelli að Börkur er með mál í kerfinu, en sýknudómi héraðs- dóms var áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég set spurningamerki við þetta. Þó það sé ekki komin endanleg niður- staða fyrir Hæstarétti þá hefur hann stöðu sýknaðs manns. Það má líka benda á að þó það sé mál í kerfinu þá á það ekki að koma í veg fyrir að hann geti fengið þau úrræði sem hann á rétt á. Tafirnar sem hafa orðið á málinu eru ekki honum að kenna á nokkurn hátt,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar. Þá sótti Börkur um að fá að vinna utan fangelsisins í byrjun þessa árs en fékk synjun á grundvelli nýrra laga um fangelsi sem tóku gildi stuttu síðar. Nú þurfa fangar að vera búnir að sitja inni í fimm ár til að geta stundað vinnu utan fangelsis- ins en áður voru það fjögur ár. „Við sóttum um í tíð eldri laga og það eru þau sem eiga að gilda. Ég tel að hann eigi skýlausan rétt á því að fá vinnu utan fangelsisins,“ segir Sveinn. Engin svör hafa borist frá ráðu- neytinu vegna málsins. – ngy Börkur fær ekki að vinna utan fangelsisins Sveinn Guðmunds- son, verjandi barkar birgissonar VINNuMARKAðsMáL Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu ára- tugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjöl- mennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleið- ingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönn- unarkerfið. Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnu- markaði. Hækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatrygginga- frumvarps húsnæðis- og félags- málaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaður- inn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breyt- ingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn inn- flutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafn- vel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. Hækkandi aldur þjóðarinnar þrýstir á frjálst flæði vinnuafls Spáð er að hlutfall 65 ára og eldri á Íslandi fari yfir fimmtung af heildaríbúafjölda eftir 45 ár. Skortur á vinnuafli er fyrirsjáanlegur. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækka þurfi lífeyrisaldur, stytta skólagöngu og opna íslenskan atvinnumarkað erlendu vinnuafli. Örorkumat verði starfsgetumat. Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins Hröð öldrun þjóðarinnar næstu áratugi kallar á breytingar á vinnumarkaði með aðstoð stjórnvalda að mati framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/daníEæ „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heil- brigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlanda- met í lögverndun starfa, en lög- verndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heil- brigðisgreinum,“ segir Björn. erlabjorg@frettabladid.is 25 20 15 10 5 0 ✿ Hlutfall 65 ára og eldri á Íslandi 20% % 25% 2035 2061 173 starfsgreinar eru lögvernd- aðar á Íslandi og nær til um 60 þúsund starfa. 3 0 . j ú N Í 2 0 1 6 F I M M T u D A g u R8 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -4 A A C 1 9 D E -4 9 7 0 1 9 D E -4 8 3 4 1 9 D E -4 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.