Fréttablaðið - 30.06.2016, Page 18
Snapchat er ört vaxandi samfélagsmiðill sem notaður er í auknum mæli við markaðssetningu. NordicphotoS/AFp
Duldar auglýsingar eru bannaðar
hér á landi og taka þarf fram að um
auglýsingu sé að ræða þegar greitt er
fyrir umfjöllun um vöru eða þjón
ustu á samfélagsmiðlum. Snapchat
er ört vaxandi samfélagsmiðill og eru
daglegir notendur Snapchat orðnir
150 milljónir talsins en einungis
fjögur ár eru síðan miðillinn var
stofnaður.
Færst hefur í auka að einstakling
ar og bloggsíður haldi úti opnum
aðgangi á samfélagsmiðlinum
Snapchat. Þar er miðillinn notaður
til að sýna hluti úr daglegu lífi, en
einnig hefur mikið borið á því að
fjallað sé um vörur frá fyrirtækjum.
Þá eru dæmi um að það sé gert gegn
greiðslu eða gegn því að fá afslátt eða
annað endurgjald af vörunni.
„Við höfum séð fólk vilja nýta
sér Snapchat í markaðssetningu,
en markaðurinn er aðeins erfiðari
og öðruvísi en hinir hefðbundnu
auglýsingamiðlar,“ segir Magnús
Magnússon, sérfræðingur í netmark
aðsmálum hjá Íslensku auglýsinga
stofunni, en mikill meirihluti Snap
chatnotenda er undir 25 ára aldri.
Neytendastofa hefur gefið út
leiðbeiningar um auðþekkjanlegar
auglýsingar sem byggðar eru á sam
norrænum reglum þar sem kemur
fram að ef greitt er fyrir umfjöllun,
eða annað endurgjald kemur fyrir
umfjöllun um vöru eða þjónustu á
samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu
að ræða.
Einnig kemur þar fram að neyt
endur eigi lagalegan rétt á því að
vita hvenær verið er að reyna að selja
þeim eitthvað. „Það er ekki nægilegt
að neytendur átti sig á samhenginu
í umfjölluninni heldur þarf að koma
skýrt fram að um auglýsingu sé að
ræða,“ segir Matthildur Sveinsdóttir,
lögfræðingur hjá Neytendastofu.
Matthildur segir Neytendastofu
hafi fengið á borð til sín mál sem
varða bloggsíður en að ekki hafi bor
ist kvartanir né ábendingar varðandi
Snapchat. „Neytendastofa hefur gert
athugasemdir við bloggara en engar
formlegar ákvarðanir hafa verið
teknar. Hingað til hefur alltaf verið
farið eftir þeim athugasemdum sem
stofnunin hefur gert.“
„Um allan heim eru svokallaðir
„inflúenserar“ eða áhrifavaldar sem
eru að verða mjög vinsælir,“ segir
Magnús en alþekkt er í öðrum
löndum að vinsælum Snapchatnot
endum sem hafa marga fylgjendur
sé boðið að fá vörur eða greiðslu í
skiptum fyrir að fjalla um vörurnar.
thordis@frettabladid.is.
Óheimilt að leyna auglýsingum
Sífellt fleiri bloggsíður og einstaklingar halda úti Snapchat-aðgangi og dæmi eru um að miðillinn sé notaður
í auglýsingaskyni. Samkvæmt reglum Neytendastofu skal taka fram ef um kostaða umfjöllun er að ræða.
NeyteNdur
Útlit er fyrir að bæði bláberja- og
krækiberjaspretta verði góð, að sögn
Sveins rúnars haukssonar, læknis og
berjavinar.
„Það er ekki hægt annað en að vera
bjartsýnn. Maímánuður var óvenju
hlýr og hitastigið í þeim mánuði
skiptir hvað mestu máli fyrir blá
berjasprettuna auk þess sem vætan
þarf að vera hæfileg. Þar sem ég hef
náð að skoða og af því sem ég hef
heyrt er berjaspretta fyrr á ferðinni
en við eigum að venjast og ég hef
grun um að hún verði góð víðast
hvar á landinu,“ segir Sveinn Rúnar
Hauksson, læknir og berjavinur.
Hann getur þess að vinur hans í
Fljótunum sé svo bjartsýnn að hann
telji að hægt sé að byrja að tína eftir
þrjár vikur. „Ég er sammála því að
búast megi við því að þetta sé tveim
ur til þremur vikum fyrr en í fyrra
og ég gæti trúað að fljótlega eftir
verslunarmannahelgina væri alveg
hægt að fara að gá að berjum en ég
geri ekki ráð fyrir að fólk fari að tína
fyrr en um miðjan ágúst.“
Sjálfur kveðst Sveinn Rúnar aðal
lega hafa tínt í upphafi september
mánaðar í fyrra. „Ég sé það á berja
öskjunum sem ég tek úr frystinum
og er að setja út á hafragrautinn.
Þær eru merktar 4. og 5. septem
ber. Ég var að tína þá og í blálokin í
ágúst. Víða voru berin varla þroskuð
og á þessum tíma getur maður átt
von á næturfrosti hvenær sem er.“
Núna lítur út fyrir að bæði blá
berjaspretta og krækiberjaspretta
verði góð, að sögn Sveins. „Það þarf
ekki að fara út fyrir Reykjavík til að
sjá það. Ef maður lítur niður fyrir
sig, til dæmis í Elliðaárdalnum, sér
maður sætukoppana á berjalyng
inu. Hjá vini mínum í Stykkishólmi,
þar sem ég kem reglulega við, eru
krækiberin meira að segja farin að
dökkna. Ég fann ekki almennileg
krækiber í fyrra. Ég hef aldrei verið
svona fátækur af hrásaft og í vetur.“
– ibs
Góðar
berjahorfur
víðast hvar
Ef safna á kryddjurtum markvisst til
að þurrka eða frysta er gott að byrja
snemma sumars að klippa af plönt
unni þegar hún er í örum vexti. Á
þetta er bent í bókinni Kryddjurta
rækt fyrir byrjendur.
Þar segir að sé kryddjurtin ræktuð
inni sé nóg að hreinsa burt ryk og
mold en sé ætlunin að geyma krydd
jurt sem hefur vaxið úti er áríðandi
að þvo hana vel fyrst.
Jurt sem á að þurrka er hengd upp
á hlýjum, þurrum og helst dimmum
stað. Þegar hún er orðin þurr í gegn
er hún sett í glerklukku með þéttu
loki til geymslu. Þurrkun af þessu
tagi getur tekið 1 til 2 vikur. Þurrk
aða kryddjurt er hægt að geyma allt
að nokkrum árum í þéttlokaðri gler
krukku.
Þurrkun kryddjurta
ráð
Heimilið
Ferðumst saman með IceMaps.com
Með því að samnýta ferðir um landið getur þú sparað
pening, kynnst frábæru fólki og verndað umhverfið!
Á IceMaps.com getur þú skoðað ferðir annarra og
skráð þína eigin ferð á milli allra helstu staða á Íslandi
Það er auðvelt að deila fari,
kynntu þér málið á IceMaps.com
Það þekkja það allir að fara til
útlanda og vera ekki alveg viss um
hvað hlutirnir kosta í íslenskum
krónum. Með XEappinu geturðu
séð hvað gengi gjaldmiðla í heimi
er og verið viss um hvort kjóll
inn í H&M kostar 2.500 eða 5.000
krónur.
Appið kemur sér ekki síður vel ef
verið er að fara til nokkurra landa í
ferðinni og maður er orðinn alveg
ruglaður á að reikna gengi gjald
miðlanna
Appið skiptir á milli gjaldmiðla
miðað við gengi á rauntíma sem
þýðir að þú veist alltaf hvað hlut
irnir kosta ef að gengið hefur breyst
á meðan á ferðalaginu stendur.
Auðveldari leið til
að reikna gengi
App
XE Currency
Við höfum séð fólk
vilja nýta sér Snap
chat í markaðssetningu, en
markaðurinn er aðeins
erfiðari og öðru
vísi en hinir
hefðbundnu
auglýsinga
miðlar.
Magnús Magnússon
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R18 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
E
-1
9
4
C
1
9
D
E
-1
8
1
0
1
9
D
E
-1
6
D
4
1
9
D
E
-1
5
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K