Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 24
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Friðrik Rafnsson þýðandi Það er óttalega dapurlegt að Bretar skuli ætla að segja skilið við Evrópusambandið, einkum þeirra vegna, en kemur kannski ekki mjög á óvart. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni um Evrópusam- bandið allt frá árunum 1981 til 1988 þegar ég stundaði nám í Frakklandi og sá merki maður, Mitterand, var forseti Frakklands. Mitterand Frakklandsforseti og Kohl, kanslari Þýskalands, voru ákafir talsmenn samvinnu og friðar í Evrópu. Þeir mundu báðir hörmungar síðari heims- styrjaldarinnar og töldu að besta leiðin til þess væri að efla samstarf Evrópuþjóðanna sem mest, byggja á sam- eiginlegu gildismati lýðræðis, réttlætis, menningar og sögu, og mynda með sér öflugt, yfirþjóðlegt bandalag sem myndi bæta hag allra, Evrópusambandið. Til er fræg, afar hugljúf mynd af þeim félögum þar sem þeir haldast í hendur þessu til staðfestingar sem þýðir: aldrei aftur stríð milli þessara þjóða. Maður á víst aldrei að segja aldrei, en nú eru rúm sjötíu ár liðin sem er lengra friðar- og velmegunarskeið en verið hefur lengi. Bretar hafa hins vegar alla tíð verið sér á parti í þessu samstarfi og verið með allskyns sérkröfur sem sam- starfsríkin á meginlandinu hafa reynt að mæta eftir föngum og þau hafa stundum sýnt Bretum virðingar- vert langlundargeð. Samband Breta og meginlands- þjóðanna hefur verið svona haltu-mér-slepptu-mér samband. Það er á vissan hátt sjarmerandi eins og Bretar eru flestir, en líka oft þreytandi. Sýn ýmissa fjölmiðla, stjórnmálaskýrenda og stjórn- málamanna hérlendis hefur einatt litast af engil- saxneskri heimssýn og þar af leiðandi umræðunni í Bretlandi. Því væri óskandi að útganga Breta úr þessu sambandi sjálfstæðra Evrópuríkja verði til þess að við hér heima förum að ræða um Evrópusambandið eins og það er, en ekki út frá þeirri heldur þröngu heimssýn (nánast rörsýn) sem við höfum fengið á það í gegnum umræðuna í Bretlandi. Við, eins og þeir í þessu tilfelli, höfum stundum verið sjálfum okkur verst. Nú er ef til vill tímabært að við hættum að vera sjálfum okkur verst, hættum að skattyrðast hvort við annað og þær þjóðir sem vilja okkur vel. Þar með yrðum við kannski ekki sjálfum okkur best, en í það minnsta mun skárri en nú. Að vera sjálfum sér bestur Sýn ýmissa fjölmiðla, stjórnmála- skýrenda og stjórnmála- manna hérlendis hefur einatt litast af engilsax- neskri heimssýn og þar af leið- andi um- ræðunni í Bretlandi. ht.is AFSLÁTTUR 25-30% VIFTUR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 2.495 fámenn áhöfn Píratar kláruðu nýverið að kjósa á framboðslista í Norðaustur- kjördæmi fyrir næstu kosningar. Styr er um listann nú þegar en Björn Þorláksson fjölmiðlamaður, sem hafnaði í sjöunda sæti, segir prófkjörið lýðræðislegt stór- slys. Í prófkjörinu kusu 78 um 14 frambjóðendur. Margir hafa spáð að Pírötum muni illa ganga að halda því fylgi sem þeir hafa mælst með þegar loks kemur að því að velja á lista. Margt bendir að minnsta kosti til að innra starfið hafi klikkað í uppganginum því heldur er hún fámenn áhöfn Pírata sem kýs skipstjórann fyrir næstu kosningar. afreks íslendingar Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist í Fréttablaðinu í gær vilja auka fjárstuðning við afrekssjóð ÍSÍ. Ummælin koma í kjölfar góðs gengis íslenska landsliðsins á EM en máli sínu til stuðnings nefnir hann einnig árangur frjálsíþrótta- fólks, fimleikafólks, sundfólks, handknattleiks- og körfuknatt- leiksmanna. Gott er að styðja við íslenskt íþróttafólk svo það geti haldið áfram að skipa sér í fremstu röð. Íslenskir listamenn eru líka í fremstu röð m.a. í tónlist og kvik- myndagerð. Gaman væri að sjá ríkisstjórnina stórauka stuðning við skapandi greinar. Með þeim tútnar ríkissjóður mun meira út en við áburðarverksmiðjur og álver. snaeros@frettabladid.is Ísland er neðst Norðurlandanna í vísitölu fyrir velferð samfélaga, svokallaðri SPI-vísitölu. Við föllum niður um sex sæti frá því í fyrra, vorum í fjórða sæti en erum nú í því tíunda. Vísitölu þessari er ætlað að horfa til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum, til dæmis er horft til gæða menntunar, heilbrigðisþjónustu, umburðarlyndis og tækifæra í samfélögum. Í Fréttablaðinu í gær segir Michael Green, fram- kvæmdastjóri The Social Progress Imperative sem mælir vísitölubreytingarnar, niðurstöðuna sýna að Ísland standi sig þó ekki verr en áður heldur séu aðrir að bæta sig og færast upp fyrir okkur. Helst er það offita, hátt húsnæðisverð, skortur á trúfrelsi og brottfall úr skólum sem dregur landið niður. En aðrir þættir hífa landið upp og við stöndum vel að vígi þegar kemur að grunnþörfum. Til dæmis lág tíðni vannæringar, lítill ungbarnadauði, fá dauðs- föll vegna smitsjúkdóma, lítið ofbeldi og gott aðgengi að rafmagni, farsímaþjónustu og drykkjarvatni. Green segir að með vísitölunni geti stjórnvöld um allan heim horft til þeirra sem standa sig vel þegar þeir reyna að bæta líf þegna sinna. Þegar við erum með höfuðið í skýjunum eins og nú vegna velgengni íslenska knattspyrnulandsliðsins, er dægurþras hversdagsins okkur víðsfjarri. Fáir eru að spá mikið í gjaldeyrishöftin, almannatryggingakerfið eða kjaramálin nákvæmlega um þessar mundir, enda stærstu vandamálin víða hvar eigi að nálgast lands- liðstreyjur eða góðar eftirlíkingar. Allir vona það heitt að ævintýrið haldi áfram sem lengst svo að raunveru- leikinn haldi sig áfram fjarri. Því hér má ýmislegt betur fara. Margir hafa gagn- rýnt fjölmiðla fyrir að segja of mikið frá því sem aflaga fer í samfélögum og gleyma því góða. En það er eitt aðalhlutverk fjölmiðlanna; að benda á brestina – svo hægt sé að berja í þá. Við verðum sem þjóð að standa okkur betur á ýmsum sviðum sem vísitalan mælir og fleirum. Það er óþolandi að sá sem hefur öll tækifæri til að skara fram úr geri það ekki. Það þekkir enska knattspyrnuliðið manna best, öfugt við hið íslenska. Niðurstaða velferðarvísitölunnar segir okkur, svart á hvítu, að á Íslandi er gott að búa. Grunnstoðirnar eru sterkar og þó við megum bæta okkur á ýmsum sviðum, þá eru vandamálin sem við erum að glíma við minniháttar í alþjóðlegum samanburði. Það er lúxus að þurfa ekki að hafa áhyggjur af smitsjúk- dómum, vannæringu og skorti á hreinu vatni. Bent hefur verið á að gengi íslenska landsliðsins sé fyrst og fremst uppskera. Uppskera góðrar sáningar þegar kemur að yngri flokka starfi knattspyrnu- hreyfingarinnar, uppbyggingu knattspyrnuhalla og leikvanga og öflugri þjálfun. Velferðarvísitalan sýnir okkur samtímis að við megum þakka verulega fyrir þá gæfu að fá að vera Íslendingar og einnig hvar við eigum að sá til að upp- skera enn betur til að færast ofar og stefna á gullið. Barið í brestina Grunn- stoðirnar eru sterkar og þó við megum bæta okkur á ýmsum sviðum, þá eru vanda- málin sem við erum að glíma við minniháttar í alþjóðlegum samanburði. 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R24 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð SKOÐUN 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -5 4 8 C 1 9 D E -5 3 5 0 1 9 D E -5 2 1 4 1 9 D E -5 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.