Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 30

Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 30
Al þ j ó ð a s a m t ö k i n g e g n krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðun- um We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkr- unarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir greinaskrifum, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar sem er alþjóðlegi krabba- meinsdagurinn. Í þessari fjórðu grein er fjallað um sjálfræði einstak- lingsins og rétt hans til að hafa áhrif á eigin meðferð og umönnun. Þegar við heyrum orðið krabba- mein dettur mörgum fyrst í hug dauði en með síaukinni þróun í meðferð og tækni er greining krabbameins ekki sami dauða- dómur og fyrir nokkrum áratugum. Nú bæði læknast fleiri og sífellt fleiri lifa lengur en áður með ólæknandi krabbamein, sem þýðir að sjúk- dómurinn er orðinn langvinnur sjúkdómur sem einstaklingar þurfa að læra að lifa með. Mikilvæg umræða Það er alltaf mikilvægt að einstakl- ingar sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra fái upplýsingar um sjúkdóminn, horfur og meðferð sem hægt er að veita til að lækna sjúkdóminn, lengja líf, draga úr ein- kennum og bæta líðan og lífsgæði. Það er líka mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein hugsi og ræði bæði við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvað þeim er mikilvægt og hvaða óskir þeir hafa varðandi eigin meðferð. Þegar sjúkdómurinn er ólæknandi þá verður þessi umræða enn mikil- vægari og snýst þá um hversu langt einstaklingurinn vill ganga varð- andi meðferð, hvað hann vill leggja áherslu á varðandi lífsgæði sín, hvað hann vill forðast að gerist og hvern- ig hann vilji láta haga málum eftir andlát sitt. Eðlilegur hluti af þjónustu Það ætti að vera eðlilegur hluti af þjónustu og umönnun einstaklinga með krabbamein að þeir fái reglu- lega tækifæri til að ræða óskir sínar og þarfir varðandi framtíðarmeð- ferð og meðferðarmarkmið við heil- brigðisstarfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt að þessi umræða fer oft ekki fram vegna þess að heilbrigðisstarfs- fólki, sjúklingum og almenningi finnst hún erfið og telja hana jafnvel draga úr von og valda frekari van- líðan. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að markviss umræða um þessi mál geti eflt raunhæfa von, bætt skilning og líðan sjúklings og aðstandenda auk þess að líklegra er að sjúklingurinn fái þá meðferð sem hann óskar. Ef þessi umræða fer fram eru sjúklingar og aðstand- endur betur undirbúnir þegar sjúk- dómurinn versnar og hún getur jafnframt stuðlað að betri líðan aðstandenda eftir andlát. VIÐ GETUM – haft áhrif á umræð- una og opnað samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar. ÉG GET – rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist. Bernacki, R. E., og Block, S. D. (2014). Communication about serious illness care goals: a review and synthesis of best practices. JAMA Intern Med, 174(12), 1994-2003. Kristín Lára Ólafsdóttir. (2016). Sam- tal líknarhjúkrunarfræðinga við sjúklinga með nýgreint útbreitt lungnakrabbamein um áætlun um meðferðarmarkmið. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. http:// skemman.is/item/view/1946/23880 World Cancer Day http://www.world- cancerday.org/ Við getum – ég get Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunar- fræðingur MSc, líknarráðgjafa- teymi Land- spítala Lítillæti, dugnaður og ísköld einbeiting strákanna okkar er aðdáunarverð, svona ætla ég líka að verða. Ég tók reyndar þátt í leiknum við Englendinga, mætti snemma, með snakk og bjór og sat límdur við Lazy-boyinn allan leik- inn. Í stöðunni 2-1 þorði ég varla að hreyfa mig, þorði ekki á klósett og gætti þess að færa ekki neitt úr stað á borðinu sem gæti breytt feng shu- inu. Ég tók sprett á klósettið í hálf- leik og sendi þaðan góða strauma til Frakklands. Seinni hálfleikur tók enn meira á, allan hálfleikinn sat ég frosinn í stellingunni, því minnsta hreyfing gæti hreyft vængi fiðrild- isins. Og viti menn þetta dugði, við unnum!!! Ég dansaði eins og trylltur kjúklingur um alla íbúð. Þetta er frá- bært, tilfinningin minnti á árin fyrir hrun þegar þjóðin sprangaði um heiminn með kassann úti. Það þarf þó að þakka fleirum en strákunum og mér. Tólfan; blái herinn fór hamförum á leiknum, í logandi jökli, í dáleiðandi dregnum seimi ómaði, Áfram Ísland og frum- manna takturinn sló hitt liðið út af laginu. Barátta á VIP-svæðinu Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en daginn eftir að hér voru enn stærri kraftar að verki. Þessar örlagaríku mínútur íslenskrar íþróttasögu fór nefnilega fram tryllingsleg barátta á VIP-svæði vallarins. Hér á eftir eru hápunktar þessarar dramatísku orrustu. Til að gæta sagnfræðilegrar nákvæmni eru öll ummæli höfð orðrétt eftir. Í upphafi leiks segir oddviti knattspyrnusambands Eng- lands við herra Ólaf Ragnar Gríms- son: „Eru ekki bara allir Íslendingar mættir hérna, er bara nokkur heima á Íslandi?“ Margur hefði haldið að þetta væru kurteislegar samræður eða jafnvel vinalegt spjall en for- seti vor skynjaði á örskotsstund að hér var verið að lítillækka land og þjóð. Og þegar við komumst yfir í leiknum hallaði hann sér að odd- vitanum og mælti hin fleygu orð; „Þú hefðir kannski átt að spara þér brandarann hérna í upphafi.“ Þetta var söguleg stund sem hefur ekki fengið nægilega athygli. Ef ekki væri fyrir nokkur fjölmiðlaviðtöl sem Ólafur hefur af hógværð sinni veitt og þennan greinarstúf minn myndi enginn vita hver hlutur okkar félaganna í sigri íslenska landsliðsins var. Og áfram mun ríkja sá misskilningur að fegurð leiksins og samkennd þjóða eigi að ríkja yfir hnútukasti og þjóðernisremb- ingi. Viðtöl og greinaskrif okkar Ólafs munu eflaust ekki duga til að leiðrétta þetta og rétta okkar hlut. Ólafur og ég verðum því að ganga auðmjúkir frá leik undir merki Steins Steinarr; „Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar. En þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér.“ Þrettándi maðurinn Sverrir Björnsson hönnuður Þegar fyrrverandi ríkisstjórn sameinaði öll atvinnuvega-ráðuneytin í eitt ráðuneyti, var sú hugsun ráðandi að þannig fengist sterkari og markvissari stjórnsýsla sem fær væri um að takast á við flók- in og erfið mál. Íslensk stjórnsýsla er veik og þarf í meiri eða minni mæli að reiða sig á vinnu einkaaðila eða hagsmunaaðila við undirbúning og frágang frumvarpa eða annarra opinberra gjörninga. Í seinna tilviki verður niðurstaðan óhjákvæmilega lituð af stefnu og skoðunum hags- munaaðilanna, sem hvorki þarf að vera í samræmi við almannahags- muni, ríkishagsmuni hvað þá góða stjórnsýslu. Ekkert ráðuneyti hefur, í tímans rás, verið stjórnsýslulega veikara en landbúnaðarráðuneytið. Snemma virðist sú ákvörðun hafa verið tekin, að ráðuneytið myndi nýta vinnu frá hagsmunasamtökum bænda, enda voru þau, og eru kannski enn, hálf opinber samtök, í stað þess að byggja upp sterkt ráðuneyti sem gæti sjálft metið verkefni og unnið úr málum á eigin forsendum. Með tímanum hætti almenningur að taka eftir því, að það varð fremur regla en undantekning að Stéttar- samband bænda, síðar Bændasam- tök Íslands voru í eins konar fastri en þó endurgjaldslítilli verktöku, þegar ráðuneytið þurfti að semja lagafrumvörp eða drög að reglu- gerðum, sem snertu verksvið þess. Undir þetta féllu einnig búvöru- samningarnir. Eitt atvinnuvegaráðuneyti Með sameiningu allra atvinnu- vegaráðuneyta í eitt ráðuneyti var gerð tilraun til að búa til sterkari stjórnsýslueiningu þar sem saman væri komin sú sérþekking og sá mannauður sem gæti staðið í og klárað samninga og unnið frum- vörp á eigin forsendum í stað þess að vera upp á vinnuframlag hags- munaaðila komin. Það kom því frekar á óvart að við myndun núver- andi ríkisstjórnar skyldi vera farið í gamla farið og opinber stjórnsýslan þannig veikt. Landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmál voru á ný sett undir sérstakan ráðherra og klofin frá málaflokkum annarra atvinnuvega. Þannig var hægt að viðhalda göml- um vinnubrögðum og leyfa bænd- um að semja við sjálfa sig, í stað þess að semja við öfluga samninganefnd frá ríkinu, því innan nýs ráðuneytis var engin sjálfstæð samningsgeta til staðar. Bændasamtökin voru því í reynd að semja við sig sjálf og landbúnaðarráðherra kvittaði undir til staðfestingar. Hvað skyldi verða sagt ef fjármálaráðherra gæfi BSRB sjálfdæmi um að semja nýja kjara- samninga til margra ára, en hans hlutverk væri það eitt að undir- rita gjörninginn? Því miður virðist aðgæsla fjármálaráðherra ekki hafa verið sem skyldi, því samningarnir eru gildir sem slíkir, þótt í þetta skipti fylgi önnur frumvörp, sem hangi á sömu spýtunni. Niðurstaðan í samræmi við vinnubrögðin Niðurstaða samninganna er því í samræmi við vinnubrögðin. Þeir eru gerðir án nokkurrar aðkomu almannavaldsins og hagsmunir almennings þ.e. neytenda fyrir borð bornir. Sterkustu hagsmunaaðilar innan samtaka bænda, stórbændur og afurðastöðvar þeirra hafa fengið að spenna samningana fyrir eigin vagna. Búvörusamningar fjalla núorðið ekki síður um markaðs- stöðu og afkomu afurðastöðvanna frekar en afkomu almennra bænda. Í sauðfjárrækt er engin viðmiðun tekin af getu innlends markaðar til að kaupa allt þetta kjöt. Til að rétt- læta þessa vitleysu er ausið mörg hundruð milljónum í markaðsátök bæði hér heima og erlendis. Forsvarsmenn bænda fabúlera um að kenna þurfi erlendu ferða- fólki að meta íslenskt lambakjöt. Á að setja ferðamenn á námskeið í lambakjötsáti? Barnaskapurinn og bullið er greinilega sífrjó auð- lind! Það vottar hvergi fyrir fram- tíðarhugsun um umhverfisvænan landbúnað, sem starfi með þarfir íslenskra neytenda að leiðarljósi, í sátt við náttúruna og sem jafnframt tryggi bændum góða lífsafkomu. Þá er athygli almennings og smábænda dreift með því að klifa stöðugt á því að búvörusamningar séu jafnframt aðgerð í dreifbýlismálum. Fortíð í stað framtíðar Raunverulegan árangur þessarar áratuga samtvinnunar má glöggt kenna í dreifðustu sveitum lands- ins. Þær eru að verða að mann- lífsöræfum; yfirgefnar, fátækar og niðurníddar. Þar blasir við dapur- legt árangursleysi afturhaldsstefnu sem neitar að horfast í augu við nútímann. Flestar þjóðir Vestur- landa hafa þurft að hrista af sér strúktúrvanda úr fortíð, sem búið hefur lengi um sig og hefur hindrað þjóðir í að nútímavæðast. Landbún- aðurinn á það eftir. Þrátt fyrir – eða kannski vegna – milljarða moksturs úr ríkissjóði til sauðfjárbúskapar mjakast ekkert áfram, framleiðni vinnu og fjármagns nánast engin og afkoman eftir því. Forystufólk bænda virðist ófært um að eygja nokkra hugsun í átt að breytingum eða til nýsköpunar. Það eina sem þeim dettur í hug eru við- bótarpeningar úr ríkissjóði. Þarna koma einnig í ljós annmarkar þess að láta bændaforystuna semja við sjálfa sig. Það er ófrjótt og útilokar sjónarmið að utan. Það er árangurs- ríkasta leiðin til að hjakka áfram í sama farinu. Það er löngu tíma- bært að slíta naflastrenginn milli samninga við bændur og afurða- stöðva, þó þær séu formlega í eigu bænda. Þær verða eins og önnur iðnaðarframleiðsla að starfa innan reglna markaðskerfisins. Þetta var önnur ástæða þess að búa varð til nýtt ráðuneyti svo hægt væri að viðhalda og auka enn sérreglur fyrir úrvinnslu og markaðssetn- ingu landbúnaðarafurða. Hollir eru heimanfengnir búvörusamningar! Tíu ára gildistími tryggir fullkom- lega, þann ásetning sem ræður ferð meðal bændasamtakanna. Nú þyrfti að stofna „BúSave“ til að vernda þjóðina gegn yfirgangi samtaka landbúnaðarins, sem þessi tíu ára búvörusamningur vissulega er. Að semja við sjálfan sig Þröstur Ólafsson hagfræðingur Bændasamtökin voru því í reynd að semja við sig sjálf og landbúnaðarráðherra kvittaði undir til stað- festingar. Hvað skyldi verða sagt ef fjármálaráðherra gæfi BSRB sjálfdæmi um að semja nýja kjarasamninga til margra ára, en hans hlutverk væri það eitt að undirrita gjörninginn? Það ætti að vera eðlilegur hluti af þjónustu og um- önnun einstaklinga með krabbamein að þeir fái reglulega tækifæri til að ræða óskir sínar og þarfir varðandi framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið við heilbrigðisstarfsfólk. Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en daginn eftir að hér voru enn stærri kraftar að verki. Þessar örlagaríku mínútur íslenskrar íþrótta- sögu fór nefnilega fram tryll- ingsleg barátta á VIP-svæði vallarins. 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R30 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -2 8 1 C 1 9 D E -2 6 E 0 1 9 D E -2 5 A 4 1 9 D E -2 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.