Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 48

Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 48
garðabær og hafnarfjörður Kynningarblað 30. júní 20166 ISS A/ S er fjórði stærsti einka­ rekni at vinnu rek andi í heimi með um 515 þúsund starfs menn. Að sögn Bjarkar Baldvinsdóttur, sviðsstjóra sölu­ og verkþróunar hjá ISS, er markmið fyrirtækisins að verða fremsta þjónustufyrir­ tæki í heimi. „Því ætlum við í ISS Ísland að verða fremsta þjónustu­ fyrirtæki á Íslandi.“ Greina þarfir viðskiptavina Björk segir að eitt af því sem starfsfólk ISS gerir til að vinna að því markmiði að verða fremsta þjónustufyrirtæki í heimi sé að greina þarfir viðskiptavina sinna. „Til þess notum við svokallað ADP sem er sérþróuð aðferðafræði sem ISS hefur tileinkað sér. Með henni skoðum við viðskiptavininn út frá hans markmiðum, framtíðarsýn og stefnu og gerum áætlun um hvern­ ig við getum hjálpað honum að ná sínum markmiðum og ná meiri og betri árangri í sínum rekstri. Til þess að viðhalda viðskiptasam­ bandi og góðu samstarfi við við­ skiptavini þarf ávallt að vera á tánum. Þannig fá viðskiptavinir okkar alltaf þá þjónustulausn sem hentar hverju sinni.“ Um hundrað þúsund máltíðir ISS Ísland ehf. er til húsa í Austur­ hrauni 7 í Garðabæ en fyrirtæk­ ið er í eigu alþjóðafyr ir tæk is ins ISS A/ S sem er með höfuðstöðvar í Dan mörku og starfar í 53 lönd um. Starfs fólk ISS Ísland ehf. er um 720 manns um allt land. Helstu þjón­ ustusvið fyrirtækisins eru dagleg­ ar ræstingar, veitinga­ og hádegis­ verðaþjónusta ásamt fasteigna­ umsýslu. ISS starfar eingöngu á fyrirtækjamarkaði. „Rætur ISS liggja í ræstingum en hins vegar hefur hádegisverðarþjónustan verið í miklum vexti undanfarin ár. Í dag framreiðum við hátt í hundr­ að þúsund hádegisverði í hverj­ um mánuði til fyrirtækja og stofn­ ana á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að sjá um veislur og aðrar veit­ ingar,“ segir Björk og bætir við að fasteignaumsjónarsviðið hafi einnig stækkað verulega. „Í apríl síðastliðnum gerðu ISS og Reginn samning um yf ir töku á meg in hluta þeirra rekstr arþátta sem Fast­ eignaum sýsla Reg ins hef ur sinnt.“ Stór samningur Þjónustusamningurinn við Regin er einn stærsti þjónustusamning­ ur sem ISS hefur gert á Íslandi og eykur hann umfang ISS í fast­ eignaumsjón til muna. ISS tekur yfir starfsfólk Regins í þeim verk­ efnum er að samningnum lúta. Samn ing ur inn tek ur til stoð­ og þjón ust u starf semi sem til heyr­ ir Smáralind og Eg ils höll svo sem ræst ing ar og þrif, sorp og förg un, þjón ustu borð, ör ygg is mál, hús­ og baðvarsla ásamt hluta af rekstri og viðhaldi fast eigna og tæknikerfa auk orku stýr ing ar. Framtíðin er björt „Við lítum björtum augum á fram­ tíðina, mikil hreyfing er á mark­ aðnum og hann er að breytast í takt við þróun og vöxt fyrirtækja og stofnana. Úthýsingarmarkað­ urinn er að breytast, stjórnend­ ur fyrirtækja horfa í síauknum mæli á lausnir, árangur og útkomu frekar en tímagjald eða eininga­ verð, svokallaða „out­put based“ lausn í stað „input based“ lausn. Það er það sem við erum að bregð­ ast við, að bjóða hentugar lausnir, horfa á viðskiptavininn og skilja hans umhverfi og út frá því hvaða lausn hentar honum best. Við vilj­ um hjálpa viðskiptavinum okkar að ná sínum markmiðum,“ útskýr­ ir Björk og brosir. ætla að verða fremst í flokki Starfsfólk ISS Íslands stefnir á að gera fyrirtækið að fremsta þjónustufyrirtæki á landinu. ISS er aðallega þekkt fyrir ræstingasvið sitt en hádegisverðarþjón­ ustan hefur verið í miklum vexti að undanförnu. björk baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu- og verkþróunar hjá ISS. Starfsmaður ISS við störf við ræstingar en þar liggja rætur fyrirtækisins. Í apríl síðastliðnum gerðu ISS og reginn samning um yf ir töku á meg in hluta þeirra rekstr arþátta sem fast eignaum sýsla reg ins hef ur sinnt. hádegisverðarþjónusta ISS hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Starfsfólk ISS framreiðir hundrað þúsund hádegisverði í hverjum mánuði til fyrir- tækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að sjá um veislur og aðrar veitingar. 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -6 3 5 C 1 9 D E -6 2 2 0 1 9 D E -6 0 E 4 1 9 D E -5 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.