Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 51

Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 51
Agnes Helga Bjarnadóttir og Sigurður Guðjónsson eru ánægðir starfsmenn hjá Marel. Hún er rafvirki og hann er rafmagnsverkfræðingur. Þau segja að fyrirtækið bjóði upp á skemmtileg verkefni. MYND/ANTON BRINK  Á Íslandi starfa um 550 manns við fjölbreytt störf hjá Marel, meðal annars við framleiðslu, ný- sköpun, viðhald, sölu og mark- aðsstarf. Einnig er hér á landi rekið eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins sem þróar og framleið- ir In nova-hugbúnaðarlausn fyrir- tækisins sem sér til þess að veita viðskiptavinum rauntímaupplýs- ingar um afköst, nýtingu og arð- semi. Auk þess sem lausnin trygg- ir fullkominn rekjanleika. Agnes Helga Bjarnadóttir er rafvirki sem hefur starfað hjá Marel síðastliðin sex ár. Agnes er í fámennum hópi kvenna sem starfa við rafvirkjun hér á landi en segir það ekki koma að sök hjá Marel. „Konur eru um eitt prósent af stéttinni en þeim fer sem betur fer fjölgandi. Ég starfaði áður sem sjúkraliði og maður- inn minn er hjúkrunarfræðingur sem starfar við sölu á lækninga- tækjum. Ástæðan fyrir því að ég tók ákvörðun um að söðla um var að ég fann þörf fyrir breyt- ingu og hafði alltaf langað til þess að starfa við rafvirkjun, sem var einfaldlega ekki í boði fyrir konur þegar ég var ung. Mér var sagt að starfið væri of flókið og ég komst hvergi að á samning. Þegar ég ákveð að láta verða af þessari breytingu starfaði ég á vökudeild Barnaspítala Hringsins með ný- burum og fyrirburum en eftir fimmtán ár af næturvöktum og vinnu á jólum og páskum fannst mér einfaldlega komið nóg. Þar að auki langaði mig að prufa að vinna með körlum,“ segir Agnes. „Á spítalanum eru kynjahlut- föllin náttúrulega akkúrat öfug við þau sem ég starfa við í dag og það veitir mér ánægju að vinna í jafn fjölbreyttum hópi starfs- fólks og ég fæ að gera. Sjálf vinn ég með smiðum og samsetn- ingamönnum í flestum verkefn- um, en það er líka svo ánægju- legt að koma upp í fallega borð- salinn okkar og geta sest niður með stjórnendum, öðrum iðnaðar- mönnum eða forriturum, sem þrátt fyrir mismunandi starfs- reynslu og bakgrunn eiga auðvelt með að starfa sem ein heild hjá Marel. Hérna stendur fólk saman og manni líður eins og hluta af vel samstilltri fjölskyldu. Þegar ég var yngri óraði mig ekki fyrir því að ég myndi fá tæki- færi til þess að meðhöndla ýmis verkfæri og tæki sem ég starfa nú með daglega. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að öðlast innsýn og reynslu í verkefni sem áður fyrr voru bara hluti af karlaheiminum, eins og til dæmis bara að bora í vegg.“ Sigurður Guðjónsson, raf- magnsverkfræðingur og vél- stjóri, hóf störf hjá Marel fyrir rúmu ári. Sigurður hefur fjöl- breyttan starfsferil að baki sem hann segir koma sér að góðum notum á degi hverjum við starf sitt hjá Marel. „Þær eru ófáar greinarnar sem ég hef starfað við í gegnum tíðina en starf mitt hefur þó oft- ast eitthvað verið tengt iðnaði og þjónustu. Björgunar sveitar störf, vélstjóranámið, verkfræðikunn- áttan sem og bein afskipti af framleiðslustýringu hafa hjálp- að mér að öðlast stöðugan og góðan grunn til þess að sinna starfi mínu vel hjá Marel,“ segir Sigurður. „Hér hjá Marel er aragrúi af frábærum einstaklingum sem margir hverjir hafa svipaða sögu að segja og ég, það er, hafa fjöl- breyttan bakgrunn og hafa fengið að dafna og þroskast í starfi eftir að þeir gengu til liðs við fyrirtæk- ið. Persónulega hefur það þrosk- að mig mikið að starfa í jafn frjóu umhverfi og stórt nýsköpunar- og framleiðslufyrirtæki eins og Marel er. Hjá Marel er manni boðið upp á að fást við skemmtileg verk- efni og skipulagið í kringum þau er gott. Víðtæka þekkingu er að finna í hverju horni og stöðugt er ýtt undir að starfsfólk sæki sér meiri þekkingu og miðli henni að sama skapi til samstarfsfélaga sinna. Ekki skemmir fyrir að hér er bráðgott mötuneyti, aðstaða til íþróttaiðkunar er til fyrirmynd- ar og boðið er upp á margs konar félagstarf fyrir starfsmenn og að- standendur þeirra.“ Víðtæk þekking í hverju horni hjá Marel Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Um 550 frábærir starfsmenn starfa við fjölbreytt störf hjá fyrirtækinu á Íslandi. Marel er með höfuðstöðvar að Austurhrauni 9 í Garðabæ. Marel selur hugbúnaðarlausnir til margra landa víða um heiminn. Starfsmenn hafa fengið að dafna og þroskast í starfi eftir að þeir gengu til liðs við fyrirtækið. Sigurður Guðjónsson Kynningarblað GARðABæR OG HAfNARfjöRðuR 30. júní 2016 9 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -7 7 1 C 1 9 D E -7 5 E 0 1 9 D E -7 4 A 4 1 9 D E -7 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.