Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 82
Það er aðeins súld en mjög fínt veður,“ segir Sigurður Guðmunds­son listamaður, staddur á Djúpavogi. „Það er alltaf gott veður hér á Íslandi. Ég bý í svo miklu hitabelti, í Xiamen á suðausturströnd Kína, á milli Sjanghaí og Hong Kong og mér finnst gott að koma í svalann hér.“ Sigurður og Ineke kona hans eru að drífa upp metnaðarfulla mynd­ listarsýningu í Bræðslunni á Djúpa­ vogi á vegum fyrirtækisins Chines European Art Center sem Ineke á og stjórnar. Sýningin nefnist Rúll­ andi snjóbolti/7 og Katrín Jakobs­ dóttir mun opna hana klukkan þrjú á laugardaginn. Gerðist gegnum augum Þau Sigurður og Ineke hafa laðað marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar til sín og líka rjóma erlendra samtímalistamanna, þar sem ríkisakademían í Amsterdam er gengin til liðs við þau. En hvað kom til að þau tóku ást- fóstri við Djúpavog? „Það var nú engin söguleg tenging. Það gerðist bara gegnum augun. Ég hef ekki búið á Íslandi í 50 ár en við hjónin eigum börn og barnabörn og langar að tengja þau landinu. Því vildum við kaupa okkur býli eða hús ein­ hvers staðar og vorum búin að leita á öllum útkjálkum landsins en fund­ um ekkert sem hentaði. Einu sinni vorum við að koma á húsbíl frá Evr­ ópu með Norrænu og halda í enn eina ferðina kringum landið. Lögð­ um bílnum hér í bænum og sváfum yfir nótt skammt frá Hammers­ minni, þegar við vöknuðum um morguninn var staðurinn baðaður sól og skammt frá stóð autt hús sem var til sölu. Við öfluðum upplýsinga hjá nágrönnum og úr varð að við keyptum húsið. Síðar byggðum við nýtt hús inni í því gamla. Það sést ekki og þetta er okkar sveitastaður síðan.“ Sigurður lýkur lofsorði á Djúpa­ vog. „Hér er fallegt og hér býr svo flott fólk sem er búið að vera í öllum heiminum, vel upplýst lið. Þessu sýningarstandi okkar hefur verið tekið opnum örmum af öllum,“ segir hann og bætir við að þetta sé þriðja sumarið í röð sem þau sýni samtímalist helstu listamanna heimsins í Bræðslunni. Eins og New York París eða Róm „Allir þekktustu listamenn Íslend­ inga eru búnir að sýna hér ásamt þeim sem verða hér núna. Við ákváðum að hafa þetta bara eins og við værum að sýna í New York, París eða Róm. Þetta minnir á íslenska fótboltaliðið – hvers vegna ekki við? Við segjum: Hvers vegna ekki hér? Það virðist ætla að skila sér. Þó að þetta séu listamenn sem eru þekktir og alþjóðlegir þá koma þeir.“ Er það ekki af því þið hjón eruð svo þekkt og alþjóðleg? „Jú, eflaust. Við erum auðvitað vinir í bransanum.“ Kristján, bróðir Sigurðar er á listan­ um yfir þá sem sýna í ár. „Hann er einn af uppáhaldslistamönnunum mínum, hann Kristján bróðir. Við erum búin að sýna hér alla nema Ólaf Elíasson og honum hefur alltaf verið boðið en hann er bara svo upptekinn. Hann er náttúrlega bara orðinn stórfyrirtæki og gerir það vel á sinn hátt.“ Þó sýningin heiti Rúllandi snjó­ bolti þá rúllar hún ekki víðar heldur verður á Djúpavogi út sumarið. Sigurður stefnir líka að því að skilja eitthvað fallegt eftir fleira en minn­ ingar um flotta sýningu. „Við erum að gróðursetja. Ég sé fyrir mér að einhvern tíma verði vísir að nútíma­ listasafni á Djúpavogi og til að láta þá sýn rætast bað ég tvo félaga mína um að gefa hingað öflug listaverk. Ég geri slíkt hið sama, ég tók með mér risastórt verk frá Kína sem ég ætla að gefa. Verkin verða á sýningunni. Þetta er bara byrjunin. Ég sé ekki hvað væri því til fyrirstöðu að það væri alvöru Modern Art musemum hér á Djúpa­ vogi, það þarf ekki að vera stórt, það þarf bara að vera sterkt.“ Ekki kveðst Sigurður hafa fundið listasafninu stað en hefur ekki áhyggjur af því. „Hér er miklu klár­ ara fólk en ég sem mun gera það.“ Eggin, verk Sigurðar rétt við bryggjuna á Djúpavogi, eru sívinsælt skoðunarefni. „Þar sem ég stend sé ég að það er krökkt af fólki kringum eggin að láta taka mynd af sér,“ segir listamaðurinn glaðlega. „En nú er konan að toga í mig, finnst víst ég vera of fjölmiðlaglaður!“ þegar við vöknuð­ um um morguninn var staðurinn baðaður sól og skammt frá stóð autt hús sem var til sölu. við öfluðum upplýsinga hjá nágrönnum og úr varð að við keyptum húsið. fremstu listamenn heims sýna á Djúpavogi hjónin sigurður guðmundsson myndlistarmaður og ineke guðmundsson forstjóri hafa fengið úrval listamanna á heims- mælikvarða til að sýna á Djúpavogi í sumar, þriðja árið í röð. Þau Sigurður og Ineke Guðmundsson kunna vel við sig á Djúpavogi og láta heimamenn og gesti njóta þess. MYND/ERla DóRa VoGlER Íslenskir listamenn arna óttars­ dóttir, Árni Páll Jóhannsson, Berglind Ágústsdóttir, Dagrún aðalsteinsdóttir, Egill Sæbjörns­ son, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Geirþrúður Finn­ bogadóttir Hjörvar, Hekla Dögg, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guð­ mundsson, Magnús Pálsson, Margrét Blöndal, olga Bergmann, ólöf Nordal, Ragna Róberts­ dóttir, Ragnar Kjartansson, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí, Sigurður Guðmundsson, Þór Vigfússon. listamenn við Rijksakademie, amsterdam í Hollandi Christine Moldrickx, Eva Spierenburg, Josefin arnell, Juliaan andeweg, Marije Gertenbach, Matthijs Munnik, Mercedes azpilicueta, Pauline Curnier Jardin, Robbert Weide, Tamar Harpaz. þau sýna á rúllanDi snjóbolta 2016 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R50 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð menning Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -0 F 6 C 1 9 D E -0 E 3 0 1 9 D E -0 C F 4 1 9 D E -0 B B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.