Fréttablaðið - 30.06.2016, Page 88
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
30. júní 2016
Tónlist
Hvað? Reykjavík classics
Hvenær? 12.30
Hvar? Eldborg, Harpa
Tónleikaröð sem stendur yfir í
allt sumar og snýst um að flytja
klassíska tónlist fyrir túrista í allt
sumar. Flytjendur eru allt okkar
besta tónlistarfólk úr klassíska
geiranum. Tónleikarnir eru alltaf
30 mínútur án hlés og þar verða
flutt meistaraverk úr sögu klass-
ískrar tónlistar. Miðaverð er 3.500
krónur.
Hvað? DJ Styrmir Dansson
Hvenær? 21.00
Hvar? BarAnanas
Sonur dansins mætir á Ananasinn
og kemur fólki í stuð á litla-föstu-
degi.
Hvað? Karnival fimmtudagur
Hvenær? 22.00
Hvar? Tivoli bar
Simon FKNHNDSM heldur uppi
karnivalstemmingu á Tívolíi í
kvöld. Í eina kvöldstund verða
allir jafnir inni á Tívolíi og allir
skemmta sér saman óháð stétt
hvort sem um er að ræða kóng eða
prest.
Hvað? DJ Alfons X
Hvenær? 22.00
Hvar? Kaffibarinn
Það er alltaf hægt að treysta á að
fá góða upphitun fyrir helgina á
Kaffibarnum og auðvitað er þessi
fimmtudagur engin undantekning
á þeirri reglu. Alfons X sér um
fjörið.
Hvað? Útgáfutónleikar FHB
Hvenær? 20.00
Hvar? Félagsheimilið Bolungarvík
Vestfirska söngkonan Anna Þuríð-
ur og gítarguðinn Björn Thorodd-
sen eru nýkomin frá Nashville þar
sem þau voru að vinna að plötu
með Robben Ford, sem er gríðar-
lega þekkt nafn í Ameríkunni og
koma alls konar aðrir meistarar
við sögu á þessari plötu. Þau munu
fagna þessari útgáfu í kvöld og er
miðaverð 3.900 krónur.
Hvað? Trompet og píanó
Hvenær? 17.30
Hvar? Salurinn í Kópavogi
Jóhann Már Nardeau trompet-
leikari og Snorri Sigfús Birgisson
píanóleikari leika tónlist í Kópa-
voginum í dag. Þeir flytja verkið
Blast eftir Atla Ingólfsson og miða-
verð er 2.500 krónur.
Hvað? Grúska
Babúska and Sacha
Bernardson live
Hvenær? 22.00
Hvar? Dillon
Grúska
babúska er
kvennaband
með sex með-
limi og spila þær
þjóðlagatónlist
blandaða alls kyns
áhrifum. Ásamt þeim
kemur Sacha Bernard-
son fram ásamt ein-
valaliði fólks.
Hátíðir
Hvað? Írskir dagar
Hvenær? 16.00
Hvar? Akranes
Írskir dagar verða settir formlega
í dag. Á hátíðinni er fagnað írskri
arfleifð Skagamanna og ýmislegt
verður í boði. Þarna verða tón-
leikar, íþróttaviðburðir, leikrit
verða sýnd, brekkusöngurinn er til
staðar, markaður, dorgveiði, sand-
kastalakeppni og auðvitað keppn-
in um rauðhærðasta Íslendinginn.
Hvað? Goslokahátíð
Hvenær? 11.00
Hvar? Vestmannaeyjar
Vestmannaeyingar fagna goslokum
um helgina og hefst gamanið í dag.
Eins og gengur og gerist á bæjar-
hátíðum verður margt um dýrðir
og bærinn áreiðanlega stapp-
aður af prúðbúnu fólki. Gosloka-
lagið verður loksins frumflutt, það
verður bingó með veglegum vinn-
ingum, alls kyns göngur í boði –
þar á meðal goslokaganga þar sem
gengið verður um og gestum sagt
frá helstu kennileitum síðan
í gosi og að sjálfsögðu
verða böll og tónleikar
öll kvöldin svo að
engum ætti leiðast í
Eyjum.
Hvað? Vopnaskak
Hvenær? 10.00
Hvar? Vopna-
fjörður
Vopnaskak er í full-
um gangi og verður
alla helgina. Vopnfirð-
ingar verða þarna hressir
og kátir með ýmislegt
í boði – þarna verður
að sjálfsögðu hagyrð-
ingakvöld, Hofsballið
verður til staðar sem
og Bustarfellsdagurinn.
Síðan verða auðvitað
stórtónleikar á föstu-
daginn þar sem Todmobile spilar í
Miklagarði.
Hvað? Landsmót hestamanna
Hvenær? 9.00
Hvar? Hólar í Hjaltadal
Landsmót hestamanna er í fullum
gangi og dagurinn í dag er engin
undantekning frá þeirri gífurlegu
dagskrá sem mótinu fylgir. Þarna
er auðvitað keppt í öllu mögulegu
og ómögulegu tengdu íslenska
hestinum og síðan er fólk alveg
áreiðanlega hæft til að skemmta
sér ærlega utan keppni.
Uppákomur
Hvað? The greatest show in Iceland
Hvenær? 20.30
Hvar? Tjarnarbíó
Sviðslistahópurinn Krass stendur
fyrir sýningunni sem fjallar um
sjálfsmynd okkar Íslendinga og
af hverju við erum alltaf að pæla í
ímynd landsins út á við. Miðaverð
er 3.500 krónur.
Hvað? Kvikmyndadagskrá: nýtt líf í
teiknimyndum
Hvenær? 20.00
Hvar? Hafnarhús
Fimm teiknimyndir eftir ýmsa
listamenn eru sýndar í röð. Þarna
kennir margra grasa í bæði tækni
og viðfangsefni. Aðgöngumiði á
safnið gildir inn á sýninguna en
hann kostar 1.500 fyrir full-
orðna og 820 krónur fyrir
námsmenn.
Hvað? Lífsýni - útgáfuhóf
Hvenær? 17:00
Hvar? Mengi
Bókin Lífsýni eftir
Jóhannes Ólafsson
kemur út og í því
tilefni verður blásið
til útgáfuhófs í
Mengi. Aðgangs-
eyrir er 2.500
krónur og bókin
fylgir hverjum
seldum miða –
en einungis eru
til 66 eintök af
þessari bók. Í
hófi þessu verð-
ur ýmislegt í
gangi – upp-
lestur, tónlist,
eitthvað fyrir
þyrsta og svo
munu höf-
undar sitja
fyrir svörum.
Uppistand
Hvað? Andri
Ívars
Hvenær? 21.00
Hvar? Café
Rosenberg
Andri Ívars
segir brandara
á Rosenberg í
kvöld. Andri
syngur mikið
af efninu sínu
og spilar á gítar
undir. Ari Eldjárn
ætlar að hita upp
þetta kvöldið.
Tómas Gauti Jóhannsson
er einn þeirra sem koma
að sýningunni The great
est show in Iceland sem
verður frumsýnd í Tjarnar
bíói í kvöld.
CINEMABLEND
Þorir þú?
Ein skemmtilegasta mynd sumarsins
Sýnd með íslensku og ensku tali
VARIETY
E.W.
“THE FAMILY FILM OF THE YEAR.”
“A MASTERPIECE!”
“AMAZING!”
FRÁBÆR RÓMANTÍSK MYND
EMILIA CLARKE
SAM CLAFLIN
VIÐ VISSUM ALLTAF
AÐ ÞÆR KÆMU AFTUR
EMPIRE
TIME OUT LONDON
BASED ON THE NEW
YORK TIMES BESTSELLER
JOHNNY
DEPP
ANNE SACHA
BARON COHEN
A LITTLEHARTAND A BIGJOHNSON
SAVING THE WORLD TAKES
ME BEFORE YOU KL. 6 - 8 - 9 - 10:20
FINDING DORY (ENSKA) KL. 8 - 10:20
LEITIN AÐ DÓRU (ÍSL 2D) KL. 5:40
LEITIN AÐ DÓRU (ÍSL 3D) KL. 5:40
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
ÁLFABAKKA
ME BEFORE YOU KL. 5:40 - 8 - 10:20
ME BEFORE YOU VIP KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20
FINDING DORY (ENSKA 2D) KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 9 - 10:20
LEITIN AÐ DÓRU (ÍSL 2D) KL. 3:20 - 5:40
LEITIN AÐ DÓRU (ÍSL 3D) KL. 4:20 - 6:40
THE CONJURING 2 KL. 8 - 10:30
TMNT 2 2D KL. 3 - 5:30
ALICE THROUGH... 2D KL. 10:40
MOTHER’S DAY KL. 8
THE JUNGLE BOOK 2D KL. 3:10
KEFLAVÍK
INDEPENDENCE DAY (3D) KL. 8
ME BEFORE YOU KL. 8 - 10:40
CENTRAL INTELLIGENCE KL. 10:40
AKUREYRI
ME BEFORE YOU KL. 8 - 10:20
LEITIN AÐ DÓRU (ÍSL 3D) KL. 5:40
FINDING DORY (ENSKA 2D) KL. 8
THE CONJURING 2 KL. 10:20
TMNT 2 2D KL. 5:30
EGILSHÖLL
INDEPENDENCE DAY (3D) KL. 5:30 - 8 - 10:30
LEITIN AÐ DÓRU (ÍSL 2D) KL. 5:30
CENTRAL INTELLIGENCE KL. 5:40 - 8 - 10:20
THE CONJURING 2 KL. 7:40 - 10:20
TMNT 2 2D KL. 10:30
ALICE THROUGH... 2D KL. 5:30 - 8
ANDRE RIUE
Í beinni
Sýningartímar á eMiði.is, miði.is og smarabio.is
FORELDRABÍÓ
ANNAN HVERN FÖSTUDAG
KL.12 Í SMÁRABÍÓI23. júlí í Háskólabíói
- EMPIRE
- ROGEREBERT.COM
Það verður hitað upp fyrir helgina á Kaffibarnum í kvöld og má búast við miklu
fjöri. FréTTablaðIð/PJeTur
ari eldjárn fer með nokkrar
skrítlur á rosenberg þar sem
hann hitar upp fyrir syngjandi
grínarann andra Ívarsson.
INDEPENDENCE DAY 2 5:30, 8, 10:30(P)
LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:30, 5:45
CENTRAL INTELLIGENCE 8, 10:25
WARCRAFT 8(2D), 10:30(3D)
FLORENCE FOSTER JENKINS 5
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22:30
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R56 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
E
-4
A
A
C
1
9
D
E
-4
9
7
0
1
9
D
E
-4
8
3
4
1
9
D
E
-4
6
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K