Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Píratar og Sjálfstæðisflokkur
fengju hvor um sig 15 þingmenn
yrði gengið til kosninga núna.
Þetta sýnir könnun sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands gerði
fyrir Morgunblaðið á fylgi flokk-
anna fyrir alþingiskosningarnar
29. október.
Samkvæmt henni eru Píratar
stærsti flokkur landsins með 23%
fylgi, Sjálfstæðisflokkur mælist
næststærstur með 21% og Vinstri
græn eru með 19% fylgi og 13
þingmenn. Framsóknarflokkurinn
mælist með 9% og sex þingmenn,
Viðreisn mælist með 9% og fengi
sex þingmenn, en fylgi Viðreisnar
mælist nú um fjórðungi minna en í
síðustu tveimur könnunum þegar
11-12% sögðust ætla að kjósa
flokkinn.
Samfylkingin fengi 6% og fjóra
þingmenn og Björt framtíð mælist
með sama fylgi og sama þing-
mannafjölda. Flokkur fólksins
mælist með 4% og nær ekki manni
á þing.
Aðrir flokkar mælast með
minna.
Ýmsir möguleikar
Verði þetta niðurstöður kosning-
anna er tveggja flokka meirihluta-
stjórn ekki möguleg, en allnokkrir
möguleikar eru á þriggja flokka
stjórn. Til dæmis gætu Píratar og
Sjálfstæðisflokkur myndað stjórn
með hvaða flokki sem er af þeim
flokkum sem ná inn þingmönnum
samkvæmt könnuninni.
Sé litið til hugmyndar Pírata um
kosningabandalag með stjórnar-
andstöðuflokkunum og Viðreisn,
væri hægt að mynda slíka þriggja
flokka stjórn með aðild Pírata og
VG, sem samkvæmt könnuninni fá
samtals 28 þingmenn og annað-
hvort Samfylkingu, Bjartri framtíð
eða Viðreisn.
Þetta er þriðja könnunin sem
Félagsvísindastofnun vinnur fyrir
Morgunblaðið þar sem fylgi flokk-
anna fyrir komandi kosningar er
kannað, en þær fyrri voru birtar 7.
og 14. október. Séu niðurstöður
þeirra bornar saman við þá sem
hér er kynnt sjást talsverðar
sveiflur í fylgi sumra flokka. Til
dæmis mældist fylgi Pírata 20% í
fyrstu könnuninni, 18% í þeirri
næstu og nú mælist það 23%.
Fylgi Bjartrar framtíðar sveiflast
einnig nokkuð, fyrst var það 4%,
síðan 8% og nú mælist það 6%. Þá
hefur VG bætt við sig einu pró-
sentustigi með hverri könnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur
í stað frá fyrri könnun, en var 26%
í þeirri fyrstu.
Reyndir þingmenn detta út
Þegar fylgi flokkanna í ein-
stökum kjördæmum er skoðað sést
m.a. að Oddný G. Harðardóttir,
formaður Samfylkingarinnar, nær
inn á þing en fyrri kannanir Fé-
lagsvísindastofnunar sýndu að hún
yrði utan þings. Flokkurinn næði
ekki inn manni í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður, en þar leiðir Össur
Skarphéðinsson þingmaður listann.
Aðrir reyndir þingmenn sem
ekki næðu inn á þing, ef kosningar
færu á sama veg og niðurstöður
könnunarinnar, eru m.a. Helgi
Hjörvar Samfylkingu, Vilhjálmur
Bjarnason Sjálfstæðisflokki og
Karl Garðarsson Framsóknar-
flokki.
Könnunin var gerð dagana 13.
og 16. - 19. október. Um var að
ræða bæði net- og símakönnun og
var fjöldi í úrtaki 2.300. Svarhlut-
fall var 59,4% og þar af tóku 81,2%
afstöðu.
Áfram sveiflast fylgið
Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn samkvæmt nýrri könnun
Félagsvísindastofnunar HÍ Formaður Samfylkingarinnar kemst inn á þing
Fylgi flokka fyrir alþingiskosningar
H
ei
m
ild
:F
él
ag
sv
ís
in
da
st
of
nu
n
H
ás
kó
la
Ís
la
nd
s
Niðurstöður skoðanakönnunar
Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri GrænPíratar SamfylkinginViðreisnFramsóknarflokkurinn Björt framtíð Flokkur fólksins Ísl. þjóðfylkingin Dögun Alþýðufylkingin Annar flokkur
eða listi
Úrslit kosninga 2013
Skoðanakönnun 6.okt.
Skoðanakönnun 13.okt.
26
,7
%
26
%
21
,5
%
22
,6
%
21
,1
%
18
,6
%
9,
1%
8,
8%
6,
5% 6%
3,
8%
1,
6%
1,
2%
0,
5%
Húmanistaflokkurinn
0
%
Fl. heimilanna
0,
2%
0,
1%
19
,8
%
5,
1%
17
,5
%
16
,5
%
10
,9
%
17
,7
%
11
,7
%
11
,4
%
9,
7%
24
,4
%
8,
6%
6,
3%
12
,9
%
6,
9%
4,
1%
8,
2%
7,7
%
3,
2%
3% 2,
2% 2,
7% 3,
1%
0,
3% 1
,9
%
0,
3%
0,
1% 0,
8%
0,
1%
0%0,
1%
0%
3%
0% 0%0,
1%
Hver ætlar að kjósa hvern?
kjósenda 60 ára og eldri ætla
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
25%
kjósenda 18-29 ára
ætla að kjósa Pírata
39%
kvenna ætla
að kjósa
Vinstri græn
23%
karla ætla
að kjósa
Sjálfstæðis-
flokkinn
24%
„Við þökkum
þetta traust og
vonumst eftir því
að þetta muni
skila sér úr kjör-
kössunum þegar
þar að kemur.
Við tökum þessu
að öðru leyti með
æðruleysi og
þakklæti,“ segir
Ásta Guðrún
Helgadóttir, fyrsti maður á lista Pí-
rataflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi suður.
Mun vonandi skila
sér á kjördag
Ásta Guðrún
Helgadóttir
„Ég get ekkert
skýrt þetta, en
það eina sem við
getum gert er að
berjast fyrir
jafnaðarstefn-
unni sem við vit-
um að á erindi.
Það er ekkert um
annað að ræða
fyrir okkur,“
segir Oddný G. Harðardóttir, for-
maður Samfylkingarinnar.
Berjast fyrir
jafnaðarstefnunni
Oddný Harðardóttir
„Við erum búin
að vera að kynna
kosningamálin
okkar og erum
að koma þeim
enn betur á
framfæri og ég
er sannfærð um
að lokadagar
kosningabarátt-
unnar muni skila
okkur meira
fylgi en þessi könnun sýnir,“ segir
Lilja Alfreðsdóttir, fyrsti maður á
lista Framsóknarflokksins í Reykja-
vík suður.
Sannfærð um að
fylgið muni aukast
Lilja
Alfreðsdóttir
„Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skýra þetta. Það er
greinilegt að fylgið er á fleygiferð og það eina sem við
getum sagt er; þetta höfum við gert og þetta er stefn-
an,“ segir Brynjar Níelsson, annar maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokk-
urinn mælist með 15% fylgi í kjördæminu. „Það er mjög
mikið áhyggjuefni fyrir flokkinn hve lítill hann mælist í
Reykjavík. Það er ekki eins og það hafi verið stórkost-
leg stjórn í borginni,“ segir Brynjar.
Áhyggjuefni fyrir flokkinn
Brynjar Níelsson
„Það svolítið erf-
itt að átta sig á
stöðunni þar sem
mikil hreyfing er
á fylgi. Við höfum
fundið fyrir mikl-
um stuðningi og
áhuga,“ segir
Óttarr Proppé,
þingmaður og
formaður Bjartr-
ar framtíðar.
Svolítið erfitt að
átta sig á stöðunni
Óttarr
Proppé
„Við erum bara
að byrja og lít-
um svo á að
hvert einasta
prósent í plús
sé sigur. Yf-
irleitt höfum
við fengið já-
kvæð viðbrögð
hvar sem við
komum,“ segir
Benedikt Jó-
hannesson, formaður Viðreisnar.
Lítum á hvert
prósent sem sigur
Benedikt
Jóhannesson
„Við í framboði
höfum verið á
ferðalagi undan-
farna daga og
finnum fyrir
miklum stuðn-
ingi. Ég er því
ekkert hissa að
þessar skoðana-
kannanir endur-
spegli jákvæðni
gagnvart stefnu
Vinstri grænna,“ segir Lilja Rafney
Magnúsdóttir, 1. maður á lista VG í
NV-kjördæmi.
Endurspeglar já-
kvæðni í garð VG
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða?
Iðnaðarmann
Bílstjóra
Bifvélavirkja
Þjónustufólk
Öryggisvörð
Lagerstarfsmann
Matreiðslumann
ALÞINGISKOSNINGAR 2016