Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
buxur
Str. 36-48
Mörg snið
Háar í mittið
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
GLÆSILEGT ÚRVAL
AF SPARIFATNAÐI!
STÆRÐIR 36-52
GLÆSILEG NÝ HAUST OG
VETRARLÍNA FRÁ GERRY WEBER
Skoðið laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Full búð af nýjum vörum
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun
Kostnaður við byggingu 100 rýma
hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í
Reykjavík, sem taka á í notkun
snemma árs 2019, er áætlaður um
2,9 milljarðar króna. Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra og
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
undirrituðu í gær samning um bygg-
ingu hjúkrunarheimilisins. Fram-
kvæmdir eiga að hefjast í byrjun
næsta árs og leggur Reykjavíkur-
borg heimilinu til lóð í Fossvoginum,
auk þess að annast hönnun og fram-
kvæmdir.
Skipting kostnaðar miðast við 40%
framlag úr Framkvæmdasjóði aldr-
aðra, 45% úr ríkissjóði og 15% frá
Reykjavíkurborg. Hjúkrunarheimil-
ið við Sléttuveg er annað tveggja
hjúkrunarheimila sem reist verður á
höfuðborgarsvæðinu á næstu árum;
hitt verður á Seltjarnarnesi. Samtals
liggja því fyrir ákvarðanir um upp-
byggingu 204 nýrra hjúkrunarrýma
á höfuðborgarsvæðinu, að því er
fram kemur í frétt frá velferðarráðu-
neytinu.
Um rekstur hjúkrunarheimilisins
munu Reykjavíkurborg og Sjúkra-
tryggingar Íslands semja við borg-
ina, sem verður heimilt að fela þriðja
aðila að reka hjúkrunarheimilið að
fenginni staðfestingu Sjúkratrygg-
inga Íslands. Samhliða mun Reykja-
víkurborg standa að byggingu þjón-
ustumiðstöðvar og íbúða fyrir
aldraða og verður innangengt við
hjúkrunarheimilið. Markmiðið er
m.a. að samnýta aðstöðu eins og eld-
hús, sali, sjúkraþjálfun, tómstunda-
aðstöðu og fleira. sbs@mbl.is
Hjúkrun við Fossvoginn
Ríkið og Reykjavíkurborg semja um 100 hjúkrunarrými
og 2,9 milljarða Næst Seltjarnarnes Alls 204 rými
Frágengið Dagur B. Eggertsson og Kristján Þór Júlíusson.
Haraldur L.
Haraldsson
bæjarstjóri í
Hafnarfirði og
Kristján Júl-
íusson heil-
brigðisráðherra
skrifa í dag
undir nýjan og
endurskoðaðan
samning um rekstur hjúkr-
unarheimilis á Sólvangi. Ýmsar
breytingar eru gerðar frá fyrri
samningi, svo sem að ríkissjóður
ábyrgist nú rekstur Sólvangs og
Hafnarfjarðarbær mun ekki bera
beinan kostnað vegna reksturs.
Sveitarfélög hafa um árabil tekið
að sér að reka hjúkrunarheimili
fyrir ríkissjóð og mörg með tölu-
verðum halla.
Að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Hafnarfjarðarbæ hefur
sveitarfélagið óskað eftir 20
hjúkrunarrýmum til viðbótar í
bænum. Viðræður við ríkið standa
yfir um það mál en ljóst er að
mikil þörf er á fleiri hjúkr-
unarrýmum á höfuðborgar-
svæðinu og myndi slík aukning
koma til móts við þær þarfir.
Óhætt er því að segja að þessi
endurskoðun leiði af sér ábata
fyrir sveitarfélagið, að því er segir
í fréttatilkynningu.
Semja um
Sólvangsmál