Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er svolítið hrædd við þetta fyrir-bæri nútímans, flygildi. Þegar mað-ur segir dróni, þá finnst mér þaðmjög skuggalegt orð sem lýsir þeirri tilfinningu að það sé einhver að fylgjast með manni úr einhverju tæki. Orðið flygildi er miklu rómantískara og saklausara. Minnir á fiðrildi. Mér finnst flygildi mjög flott nýyrði sem gefur aðra mynd af þessu tæknilega fyrirbæri, sem hægt er að nota bæði í góðum og slæmum til- gangi. Sumir vilja meina að flygildi sé sam- félagslega gott, sem er nýtt sjónarhorn á þetta skuggalega fyrirbæri sem mér finnst að hafi verið skapað af STASI, eða öðrum leyniþjón- ustum. Þegar ég bjó í Edinborg var ég oft að ímynda mér að það væri flygildi að fylgjast með mér úr einhverjum af þeim strompum sem voru í nágrenni mínu þar,“ segir Móheiður Geirlaugs- dóttir sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu ljóða- bók, Flygildi. „Það var mikið rætt fram og til baka hver titill bókarinnar ætti að vera, en einn daginn þegar ég hlustaði á umfjöllun í útvarpinu um flygildi, þá fæddist samnefnt ljóð sem er aftast í bókinni. Ég ákvað að bókin ætti að bera þetta sama nafn, sem fékk ekki mikinn hljómgrunn hjá yfirlesara og hugmyndasmið bókarinnar, Tinnu Ásgeirsdóttur. En ég ákvað að fylgja eig- in brjóstviti og halda mig við þetta og núna eru allir sáttir.“ Berskjölduð að sýna inn í huga og líf Móa segir að allt hafi þetta farið af stað þegar fyrrnefnd Tinna, vinkona hennar, hafi hvatt hana til að gefa út ljóð. „Til að gera það mögulegt þá ákvað ég þeg- ar ég átti stórafmæli á þessu ári að biðja afmælisgesti um að styðja við útgáfuna. Ég gaf hana sjálf út undir merkinu MOA PUBLISH- ING,“ segir Móa og bætir við henni hafi þótt það nokkuð erfitt skref að senda ljóðin frá sér út í heim þar sem þau verða öllum sýnileg. „Til að byrja með sýndi ég engum ljóðin nema Tinnu, en hún er mjög góður yfirlesari.“ Móa segir að vissulega sé líka erfitt að senda frá sér ljóðabók, verandi dóttir ljóðskálds, Geir- laugs Magnússonar. „Ég á enn þá von á því að fólk segi við mig: „Af hverju varstu að þessu?“ En útgáfa þess- arar bókar var eitthvað sem þurfti að gerast. Og það tekur pínulítið á. Líka af því að þetta eru persónulega ljóð, um mitt hversdagslíf og nær- umhverfi. Maður verður berskjaldaður þegar maður sýnir fólki inn í huga sinn og líf.“ Orti dramaljóð á gelgjuskeiðinu Móa ólst upp við ljóð og hún segir að ljóðum hafi verið haldið að henni frá blautu barnsbeini. „Ljóð voru lesin fyrir mig og ég las sjálf mikið af ljóðum, enda var mikið af ljóðabókum á heimilinu. Og fyrir vikið byrjaði ég snemma að fikta við að setja saman ljóð. Ég skrifaði mörg dramaljóð á gelgju- skeiðinu og ég hef líka alltaf skrifað mikið af dagbókum og ljóðin hafa fæðst þar inn á milli færslna. Ég sest ekki niður og segi við sjálfa mig: nú ætla ég að skrifa ljóð. Þau koma bara þegar þau koma, þau eru flögrandi út um allt,“ segir Móa sem er ekki óvön skrifum, hún hefur unnið árum saman við þýðingar úr frönsku. Hún segist hafa unnið mikið í ljóðunum sem enduðu í bókinni, en sum þeirra eru frá því fyrir margt löngu. „Við Tinna fórum saman í gegnum öll ljóðin, endurbættum og hentum, enda er erfitt að sjá hvað má betur fara í því sem maður skrifar sjálf- ur. Mér fannst ekkert erfitt að skera niður, sum ljóðin duttu út á síðustu stundu en öðrum var auðvelt að sleppa, sem mér fannst of persónuleg.“ „Ég hugsa mikið til pabba“ Móa segir flest ljóðin í bókinni vera frá undanförnum fimm eða sex ár- um, þau urðu til í Norðurmýrinni þar sem hún býr, og einhver urðu til í Skotlandi þar sem fjöl- skyldan bjó í þrjú ár. „En sum ljóðanna eru eldri og annars staðar frá, eitt er frá Hveragarði þar sem pabbi var í litlu rithöfundahúsi og ann- að frá Sauðárkróki, þar sem pabbi bjó,“ segir Móa og bætir við að hún hugsi mikið til pabba síns og hann verði alltaf hluti af henni. Í einu ljóðinu kemur fram að hún hafi erft klaufaskap pabba síns. „Já, ég er klaufsk eins og pabbi. Við köllum það að kunna að detta á jafnsléttu,“ segir hún og hlær. Þau feðgin voru mjög náin enda var Móa eina barn föður síns. „Ég er heppin að hafa átt pabba sem var ljóðskáld og ljóðaunnandi og kynnti mig fyrir ljóðum og ljóðskáldum. Pabbi var líkur mér að því leyti að hann var mjög sjálfsgagnrýninn á eigin ljóð. En ég veit ekki hvað honum hefði þótt um mín ljóð, hann lét alveg í ljós ef honum mis- líkaði. Hann fór yfir allar mínar ritgerðir á skólaárunum og var ekki spar á rauða pennann. Auðvitað hefði ég viljað hafa hann á lífi og þá hefði ég leitað til hans með ljóðin mín, með yfir- lestur og ráð.“ Móa er ánægð með almenna velgengni ljóðsins undanfarin misseri og telur ástæðuna m.a liggja í samfélagslegri viðurkenningu. „Auk þess er oft meiri sköpun í kringum kreppur. Fólk hefur ekki lengur áhyggjur af formi ljóða, bragarháttum, hefðum eða stefnum. Fólk er miklu frjálsara,“ segir Móa sem á mörg uppá- haldsljóðskáld, en fjögur standa upp úr, Edith Sodergra, Pablo Neruda, Gyrðir Elíasson og bróðir hans Sigurlaugur Elíasson. Ljóð eru flögrandi út um allt „Ég er heppin að hafa átt pabba sem var ljóðskáld og ljóðaunn- andi og kynnti mig fyrir ljóðum og ljóðskáldum. Ég er klaufsk eins og pabbi. Við köllum það að kunna að detta á jafnsléttu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Móa Hún átti stórafmæli á þessu ári og bað afmælisgesti um að styðja við útgáfu bókarinnar. Í hádeginu í dag mun stjórnmála- fræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir halda fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur undir yfirskriftinni Frá Watergate til WikiLeaks. Í tilkynningu kemur fram að efni fyrirlestursins tengist sýningu safnsins PORTRETT – handhafar Hasselblad-verð- launanna en þar má sjá verkið The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett-myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi, stjórnmálamönnum, for- stjórum stórfyrirtækja, fjölmiðlafólki og fleirum. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate-hneykslið (1972) og á meðal þeirra sem voru mynduð var Katherine Graham, út- gefandi dagblaðsins Washington Post, sem ljóstraði upp um hneykslið og W. Mark Felt, hinn svokallaði „Deep Throat“. Watergate er eitt þekktasta hneykslismál allra tíma. Það leiddi til af- sagnar Nixons nokkru síðar og kom þá glögglega í ljós hve lekar geta haft mikil áhrif á stjórnmál. Þá og í Pentagon- skjalamálinu voru einstaklingar á bak við lekana, en í dag koma þeir gjarnan frá sam- tökum „hakkara“ á borð við Wiki- Leaks. Eftir stutta umræðu um lekamál ræðir Silja Bára Ómarsdóttir stjórn- málafræðingur áhrif lekamála á kosningabaráttu Clinton og Trump í dag og stöðunni á henni í víðara sam- hengi. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Silja Bára ræðir áhrif lekamála á kosningabaráttu Clinton og Trump Reuters Uppljóstrari Katherine Graham ásamt hinum þekkta ritstjóra The Washington Post, Ben Bradlee, sem stjórnaði fréttaflutningi blaðsins af Watergate-málinu. Frá Watergate til WikiLeaks Silja Bára Ómarsdóttir litla fjallið var okkar svo óendanlega stórt þegar litla höndin mín passaði svo vel í þína stóru örugg gengum við upp til að sjá allan heiminn í einu þorpi oft á dag gekkstu með mér upp þar sem hinir dauðu voru nær himnum og við nær hröfnunum Sauðárkrókur LJÓÐ ÚR BÓK MÓU Feðgin Móa á háhesti með Geirlaugi pabba. Mæðgur Móa í fertugsafmælinu sínu með dætrunum Ísold og Karólínu. Nú þegar hrekkjavakan er framundan er auðvitað boðið upp á grímur af þeim Hillary Clinton og Donald Trump forsetaframbjóðendum í henni Am- eríku. Þeir sem selja slíkar grímur segja þær njóta þó nokkurra vinælda, fólk vill jú grínast með þessi tvö. Forsetaframbjóðendur AFP Grímur fyrir hrekkjavöku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.