Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Árlegur „Kjötsúpudagur á Skóla-
vörðustíg“ verður haldinn kl. 14-16
á morgun, fyrsta vetrardag, laugar-
daginn 22. október. Þetta er fjórt-
ánda árið sem rekstraraðilar við
Skólavörðustíg efna til götuhátíðar í
samvinnu við Samband sauðfjár-
bænda og með dyggri aðstoð græn-
metisbænda.
Kjötsúpan er framleidd af nokkr-
um færustu kokkum þjóðarinnar frá
þekktum veitingastöðum;
Jói í Ostabúðinni býður upp á
súpu fyrir framan búðina sem er
númer 8, Úlfar og félagar á Þremur
frökkum við Hegningarhúsið númer
9, Gústi og hans fólk á Sjávargrill-
inu verða á hlaðinu fyrir utan númer
14 og Sigurgísli og Stefán á Snaps
bistro Óðinstorgi fyrir framan Hand-
prjónasambandið númer 19. Efst á
Skólavörðustígnum, númer 40,
framreiðir svo Kol veitingastaður
sína súpu.
Athygli er vakin á að súpan er
sérlöguð á hverjum veitingastað og
því engar tvær eins. Gestum og
gangandi er boðið að smakka á öll-
um stöðum. Meginþema Kjötsúpu-
dagsins er að bjóða Vetur konung
velkominn og minna á að maður er
manns gaman.
Vetri konungi fagnað á Skólavörðustígnum
Maður er manns gaman Nokkrir gestgjafanna á götuhátíðinni.
Kokkar bjóða gestum og gang-
andi upp á sérlagaða kjötsúpu
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Baráttan um hlutverk ersögð býsna hörð í henniHollywood og atvinnuleysitöluvert meðal leikara. Al-
kunna er að sumir láta sig hafa það
að afgreiða á börum og í búðum eða
vinna önnur þjónustustörf til að eiga
fyrir salti í grautinn á meðan þeir
bíða eftir að verða uppgötvaðir.
Chuck McCarthy ákvað hins vegar
að gerast sjálfs sín herra og bjóða
sjálfur upp á þjónustu. Hann virðist
hafa dottið niður á snjalla en um leið
einfalda viðskiptahugmynd því þjón-
ustan er eftirsótt og hefur vakið at-
hygli, innanlands sem utan.
McCarthy býðst einfaldlega til
að taka fólk með sér út í göngutúra.
Þar vestra og víða annars staðar
er ekki óalgengt að fólk drýgi tekj-
urnar eða hafi jafnvel lifibrauð af að
fara út að ganga með hunda annars
fólks. Raunar hafði slíkt hvarflað að
leikaranum, en svo áttaði hann hann
sig á að í því fælist meira en að
ganga. Flestir vita eflaust hvað hann
meinar. Hann tekur 7 dollara (um
800 íslenskar krónur) fyrir að ganga
rúmlega einn og hálfan kílómetra
með viðskiptavini sína um götur og
garða í grennd við heimili sitt. Í við-
tali á abc7.com tekur hann sérstak-
lega fram að hann noti ekki beisli og
segir göngu aldeilis frábæra líkams-
rækt.
Fyndið en fráleitt
Hugmyndinni laust niður í huga
hans fyrir nokkrum mánuðum. Í
fyrstu fannst honum hún í senn fynd-
in, fáránleg og fráleit, en því meira
sem hann velti henni fyrir sér, þeim
mun betur hugnaðist hún honum.
Hann lét til skarar skríða og byrjaði
á að auglýsa á Facebook og útbúa
auglýsingaspjöld sem hann hengdi
upp víðs vegar um borgina. Slag-
orðin voru á þessa leið:
„Þarftu hvatningu til að fara út
að ganga? Ertu hrædd/ur að ganga
ein/n að næturlagi? Viltu einfaldlega
ekki fara ein/n í göngutúra? Viltu
ekki að fólk sjái þig eina/n á gangi af
því þú ert hrædd/ur um að það haldi
að þú eigir enga vini? Leiðist þér að
hlusta á tónlist en ert ófær um að
ganga í þögn og neyðast þannig til að
horfast í augu við óræða framtíð, eða
eigin ómerkilegheit í stóra samheng-
inu?
Síðan hefur síminn varla stopp-
að hjá McCarthy, The People
Walker, eins og hann kallar sig, sem
verður varla þýtt öðruvísi en Maður-
inn sem gengur með fólki. Og tölvu-
póstarnir og fyrirspurnirnar hrann-
ast inn. En hvers vegna vill fólk
borga fyrir göngutúra sem það getur
farið í ókeypis? Á því er allur gangur,
eins og blaðamaður breska blaðsins
The Guardian komst að þegar hann
slóst í för með McCarthy á dögunum.
Einsemd og þrá eftir fé-
lagsskap
Þeir sem nýta sér þjónustuna
eiga þó allir sameiginlegt að vera
einmana og þrá félagsskap. „Ég
reyni að hlusta meira en að tala sjálf-
ur,“ sagði leikarinn við blaðamann-
inn og upplýsti að samtölin snerust
yfirleitt ekki um játningar af neinu
tagi. Þau væru frekar yfirborðskennt
rabb um daginn og veginn. „Þótt fólk
opni ekki hjarta sitt hafa samtölin
ákveðið meðferðargildi,“ sagði
McCarthy.
Hann tók sem dæmi að flestum
fyndist gott að fjargviðrast út í eitt-
hvað hversdagslegt; umferðina eða
þvíumlíkt, augliti til auglitis við
mannlega veru frekar en á sam-
félagsmiðlum. Þar fengju þeir
kannski engin viðbrögð og yrðu fyrir
vikið svolítið daprir.
Svo mjög hefur starfseminni
vaxið fiskur um hrygg að frum-
kvöðullinn hefur ráðið til sín nokkra
starfsmenn til að fara í göngutúra
um fleiri hverfi Los Angeles. The
Guardian upplýsir að kona nokkur í
Ísrael hafi tekið upp sama viðskipta-
módel. Einnig að McCarthy hafi ver-
ið beðinn um að bjóða upp á þjón-
ustuna á Bretlandi. Innblásinn af
athyglinni er leikarinn sagður íhuga
hópfjáröflun til að geta ráðið tækni-
fólk til að setja upp app í líkingu við
Uber-appið. Hins vegar er hann
hvorki spenntur að fara með starf-
semina úr – að sínu mati – örugga
umhverfi né keyra með fólk um
borgina og þaðan af síður að fljúga
þúsundir kílómetra til að ganga með
því. Hann hugsar appið sem tæki
starfsmanna og viðskiptavina til að
meta hversu vel þeir passa saman,
sem og gönguhraða. Það síðarnefnda
segir hann lykilatriði í verðlagningu,
tiltekin vegalengd á hægagangi yrði
ódýrari en röskleg ganga í jafn-
langan tíma.
Stökkpallur á hvíta tjaldið?
„Geðveik hugmynd, fullt af
ringluðu fólki þarna úti,“ skrifaði
einn meinfýsinn á Facebook-síðu
The People Walker, og dylgjaði um
að tiltækið snerist meira um að
slúðra en ganga. Því er McCarthy al-
gjörlega ósammála. Hann segir að
þótt fólk borgi fyrir göngutúrana
þýði það ekki að það eigi enga vini.
Vinirnir hafi bara ekki alltaf tíma,
auk þess sem allir þurfi á líkamsrækt
að halda. „Göngutúrarnir snúast um
að hvetja fólk til að fara úr húsi sér
til heilsubótar en ekki að píska því
áfram eins og í herþjálfun,“ segir
hann og leggur áherslu á að hann sé
ekki lærður einkaþjálfari.
Sjálfur getur McCarthy nú hert
beltisólina um tvö göt frá því þegar
hann hóf atvinnureksturinn. Þrátt
fyrir árangurinn að því leytinu og
fyrirtækisins hefur hann ekki gefið
upp vonina um að landa bitastæðu
hlutverki. Kannski verður athyglin
sem göngutúrarnir hafa vakið stökk-
pallur hans á hvíta tjaldið. A.m.k. lék
hann í auglýsingamynd fyrir Pete’s
Dragon, sem frumsýnd var á árinu
og skartar Robert Redford í einu
aðalhlutverkanna.
Gengið með
ókunnugt fólk
Atvinnulaus leikari í Hollywood virðist hafa dottið
niður á snjalla viðskiptahugmynd þegar hann bauðst
til að taka fólk með sér í göngutúra gegn vægu gjaldi.
Frumkvöðullinn Þrátt fyrir að viðskiptin blómstri dreymir Chuck
McCarthy enn um að landa bitastæðu hlutverki í bíómynd.
Markaðssetningin Heimatilbúnar
auglýsingar blöstu víða við.
„Göngutúrarnir snúast
um að hvetja fólk til að
fara úr húsi sér til
heilsubótar en ekki að
píska því áfram eins og í
herþjálfun,“
Fræði núvitundar segja að maður
eigi að lifa í augnablikinu, njóta þess
og hylla. Við uppvask er til dæmis
best að fylgjast með því hvernig
vatnið rennur fallega úr krananum
ofan á leirtauið, hvernig uppþvotta-
burstinn leikur í höndum manns og
sápan þyrlast í kringum allt saman á
undursamlegan hátt.
Ekki er mælt með því að hugsa
um annað meðan á uppvaskinu
stendur. Best er að geyma þau
vandamál sem þarf að leysa í læstri
hirslu í heilabúinu og einnig skal allt
sem tengist fortíðinni heyra sögunni
til. Núið er það eina sem skiptir máli.
Sjálfur hef ég reynt þetta en ekki
náð árangri enn sem komið er. Það
er erfitt að hugsa ekki um eitthvað
allt annað þegar maður er að sinna
jafnleiðinlegu húsverki og að vaska
upp.
Kannski sér maður skrítinn, síð-
hærðan mann á gangi
fyrir framan eldhús-
gluggann og fer að
ímynda sér hvaðan
hann kemur, hvert
hann er eiginlega
að fara og af
hverju hann er
alltaf með app-
elsínugula húfu
á höfðinu og í
ljósgrænum
buxum.
Best finnst mér að hlusta á
tónlist á meðan ég vaska upp
og kemur Spotify þá sterkt
inn. Þar nýtur maður þeirra
forréttinda að geta hlustað á
nánast hvaða plötu sem er,
þar á meðal þær glænýjustu
með uppáhaldsflytjendum.
Þvílík nútímaþægindi! Tilgangurinn
er að gera uppvaskið bærilegra, en
núvitundarfræðin eru alveg örugg-
lega á móti þessu líka.
Núna ætla ég að tileinka mér
fræðin. Vindurinn gnauðar við
gluggann fyrir aftan mig, kona talar
í símann, önnur kona gengur
framhjá mér og sest í sætið sitt.
Hurð er skellt í fjarska. Það heyrist
hljóð í tökkunum á lyklaborðinu
þegar ég legg fingurna fim-
lega á þá. Konan sem sett-
ist niður áðan gengur aftur
framhjá mér en snýr svo
strax aftur við og sest nið-
ur.
Jæja, hvernig ætli þetta
hafi gengið? Ég veit
það ekki alveg en
vonandi tókst mér
að hylla augnablik-
ið á einhvern hátt,
þó svo að ég hafi
ekki beint notið
þess á meðan á því
stóð. Ætli ég geymi
það ekki fyrir upp-
vaskið þegar ég kem
heim.
»„Kannski sér maðurskrítinn, síðhærðan
mann á gangi fyrir framan
eldhúsgluggann og fer að
ímynda sér hvaðan hann
kemur.“
Heimur Freys
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Á fjölskyldustund Menningarhús-
anna í Kópavogi, fyrsta vetrardag
laugardaginn 22. október kl. 13,
verður Dúó Stemma með dagskrá í
Salnum.
Þau Herdís Anna Jónsdóttir víólu-
leikari og Steef van Oosterhout slag-
verksleikari mynda Dúó Stemmu, en
þau hafa um árabil spilað í skólum
og leikskólum um allt land. Þau
syngja og leika á fjölmörg hljóðfæri,
bæði hefðbundin og heimatilbúin
svo sem hrossakjálka og skyrdósir.
„Heyrðu villuhrafninn mig“ heitir
sagan sem þau segja með tónum, en
hún segir frá Fíu frænku sem lendir í
miklu ævintýri með vini sínum hon-
um Dúdda, Villuhrafninum, dvergn-
um Bokka og leiðindaskjóðunni
Bárðarbungu.
Fjölskyldustundir Menningarhús-
anna eru ókeypis.
Dúó Stemma á fjölskyldu-
stund í Salnum
Fjölhæf Herdís Anna og Steef van
Oosterhout leika á mörg hljóðfæri.
Segja sögu
með tónum