Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ein helstagrunnstoðheilbrigðs hlutabréfamark- aðar byggir á þeim reglum sem gilda um viðskipti svokallaðra innherja. Upp- lýsingar sem slíkir aðilar kunna að búa yfir stöðu sinn- ar vegna, geta ef reglum er ekki fylgt, veitt viðkomandi forskot á aðra þátttakendur á markaði. Þegar svo viðskipti eiga sér stað undir þeim kringumstæðum er talað um innherjasvik og þau grafa með alvarlegum hætti undan tiltrú manna á markaðinn. Í desember síðastliðnum var ábendingu komið til Fjár- málaeftirlitsins eftir að til- kynnt var um að fyrir dyrum stæði að auka hlutafé í upp- lýsingatæknifyrirtækinu Ný- herja, sem skráð er á að- allista kauphallarinnar. Ábendingin laut ekki að hlutafjáraukningunni sem slíkri heldur þeirri staðreynd að tíu dögum áður en tilkynnt var um hana, hafði Benedikt Jóhannesson, stjórn- arformaður Nýherja, ásamt tengdum aðilum, losað um ríflega 130 milljóna eign- arhlut í félaginu. Í kjölfarið leitaði Morgunblaðið upplýs- inga hjá FME um hvort fyrr- nefnd viðskipti sættu athug- un af hálfu stofnunarinnar. Aðstoðarforstjóri FME svar- aði því til að ekki væri venjan að greina frá niðurstöðum at- hugana nema að þær leiddu til sérstakra aðgerða af hálfu eftirlitsins. Í kjölfar svara FME leitaði Morgunblaðið svara hjá Ný- herja og stjórnarformanni fé- lagsins um hvort FME hefði kallað eftir upplýsingum vegna viðskiptanna. Þeim fyrirspurnum hefur aldrei verið svarað. Fyrr í þessum mánuði birti stjórnarformað- ur Nýherja hins vegar færslu á Facebook þar sem hann upplýsti netheima um að regluvörður Nýherja hefði svarað fyrirspurn frá FME og að stofnunin hefði talið svörin fullnægjandi. Í kjölfar færslunnar ákvað FME einn- ig að bregða út af vana sínum og birti yfirlýsingu sama efn- is. Morgunblaðið hefur óskað upplýsinga um hvaða spurn- ingar FME lagði fyrir reglu- vörð fyrirtækisins og hvort stofnunin hafi eftir atvikum fengið til skoðunar fund- argerðir stjórnar fyrirtæk- isins eða önnur þau samskipti, sem sýnt gætu fram á annað tveggja, að stjórnin hafi í skyndingu, eftir 23. nóvember síðastliðinn, ákveðið að auka hlutafé fé- lagsins um tæp 10% eða hvort sú ákvörðun hafi verið á teikniborði stjórnar lengur en tíu daga. Fjármálaeft- irlitið hefur neitað að upplýsa um það í hverju athugunin fólst. Hefur forstjóri Fjár- málaeftirlitsins ekki gefið kost á viðtali vegna málsins og vísað á fjölmiðlafulltrúa stofnunarinnar vegna þess. Þá hefur fjármálastjóri Ný- herja, regluvörður og stjórnarformaðurinn einnig neitað að upplýsa um í hverju svörin fólust og hvaða gögn hafi verið lögð fram svör- unum til stuðnings. Pukrið í kringum þetta mál er með miklum endemum. Einkennilegt verður að telj- ast að forsvarsmenn Nýherja vilji ekki varpa ljósi á málið og óskiljanlegt að FME, sem hefur það hlutverk að efla traust á íslenskum fjármála- markaði, skuli fara undan í flæmingi þegar fyrir það eru lagðar skýrar og sanngjarnar spurningar sem markaðurinn á sjálfsagða heimtingu á. Í grein sem ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins Vísbendingar birti árið 2001 er fjallað um það sem hann kýs að kalla upplýsingatrega í stjórnskipan fyrirtækja. Um þann trega segir hann: „Ef fyrirtæki eru hreinlega ekki knúin til að veita upplýs- ingar, eins og á við um fyr- irtæki sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði, þá er sjaldgæft að þau veiti meiri upplýsingar en nauðsyn kref- ur. Stundum virðist sem stjórnendur fyrirtækja haldi að þeir sitji á einhverjum hernaðarupplýsingum og oft- ast lítur út fyrir að verið sé að reyna að fela eitthvað grugg- ugt frekar en eitthvað mik- ilvægt.“ Forvitnilegt væri að vita um hvort ábyrgðarmaðurinn, sem nú kýs sem stjórn- arformaður að svara ekki spurningum um viðskipti sín, hafi skipt um skoðun í þessu efni. Það gerir afstöðu hans ekki síður áhugaverða að nú sækist sá hinn sami eftir sæti á þingi, þaðan sem hann get- ur haft bein áhrif á lög um verðbréfaviðskipti. Trúverðugleika FME og hlutabréfamark- aðarins er ógnað vegna feluleiks} Upplýsingatregi á háu stigi S tefna Viðreisnar hverfist meira eða minna um það meginmarkmið flokksins að Ísland gangi í Evrópu- sambandið. Markmið sem Viðreisn var sett á laggirnar í kringum á sínum tíma en talsmenn flokksins hafa varla minnzt á undanfarna mánuði. Þannig snýst stefna Viðreisnar annaðhvort um það að bein- línis aðlaga íslenzkt þjóðfélag að stefnum Evrópusambandsins eða að hún sé að minnsta kosti ekki í andstöðu við það markmið flokks- ins að koma Íslandi inn í sambandið. Þetta á til að mynda bæði við um stefnu Viðreisnar í landbúnaðarmálum og peninga- málum. Þar er stefnan fyrst og fremst hugsuð sem undirbúningur fyrir inngöngu í Evrópu- sambandið þótt það komi hvergi fram í sjálfri stefnuskránni. Þess í stað er stefnan klædd í þann búning að um umbætur yrði að ræða í þessum mála- flokkum. Þetta kom ágætlega fram í máli Pawel Bartoszek, frambjóðanda Viðreisnar, í umræðum á Face- book fyrr í þessum mánuði. Pawel var spurður að því hvers vegna Viðreisn legði ekki áherzlu á að leggja af landbúnaðarstyrki úr vösum skattgreiðenda í anda frjálslyndis í stað þess að vilja ein- ungis breyta fyrirkomulaginu úr framleiðslustyrkjum í búsetustyrki til samræmis við landbúnaðarstefnu Evr- ópusambandsins. Pawel svaraði því til að stefna Við- reisnar í landbúnaðarmálum byggðist meðal annars á því að hún væri ekki „í mótsögn við inngöngu í ESB, sem við ætlum að hefja aðildarviðræður við að nýju.“ Önnur umræða átti sér stað á Facebook um svipað leyti þar sem fram kom í máli Georgs Brynjarssonar, hagfræðings og stjórn- armanns í Viðreisn, að fastgengisstefna, eða myntráð eins og flokkurinn boðar, væri „ein forsenda þess að ganga alla leið og taka upp evru.“ Hvort sem tekið verður skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið með þjóð- aratkvæði um að hafið verði að nýju aðlög- unarferli að sambandinu stefnir Viðreisn þannig ljóslega að því að slík aðlögun eigi sér stað engu að síður. Þetta er þekkt aðferðafræði sem meðal ann- ars hefur verið óspart beitt til þess að stuðla að sífellt meiri samruna innan Evrópusam- bandsins. Samrunaskrefin hafa þá iðulega ver- ið klædd í þann búning að þau snerust um um- bætur, einkum á sviði efnahagsmála. En raunverulegur tilgangur hefur hins vegar ávallt verið fyrst og fremst skref í átt að lokatakmarkinu: Einu ríki. Evran er gott dæmi um þetta. Ef hagfræði, en ekki pólitík, hefði ráðið för hefði evrusvæðið aldrei verið sett á laggirnar. Fulltrúar Viðreisnar hafa sem fyrr segir lítið minnzt á Evrópusambandið á undanförnum mánuðum. Það þarf ekki að koma mjög á óvart í ljósi takmarkaðs áhuga landsmanna á inngöngu í sambandið samkvæmt skoð- anakönnunum. Engu að síður er þar fyrir að fara meg- instefnu flokksins sem er í raun rauði þráðurinn í allri stefnumótun hans. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Línan frá Brussel STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is V ið mótmælum kynbundn- um launamun og van- mati á störfum kvenna. Menntun kvenna er ekki metin jafnt á við karla. Þetta er vítahringur,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræð- ingur í jafnréttismálum hjá Alþýðu- sambandi Íslands. Hún er meðal þeirra sem undirbúa baráttufund sem verður á Austurvelli næstkom- andi mánudag kl. 15.15. Yfirskriftin er Kjarajafnrétti strax og þar verður mótmælt og vakin athygli á hve miklu munar á launum kynjanna. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38. Sú tímasetning er engin tilviljun því meðaltal launa kvenna er 70,3% af meðaltekjum karla. Konur eru með 29,7% lægra meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir fimm klukku- stundir og 38 mínútur miðað við átta stunda vinnudag. Kvennafrídagurinn 1975 hafði um margt sama inntak og fyrirhugaður fundur nú og þeir sem haldnir voru 1985, 2005 og 2010. Fjarri fer að kon- ur enn í dag séu jafnsettar körlum í launum eða áhrifum þótt mikilsverðir áfangar í jafnrétti kynjanna hafi náðst. Jafnréttislögin voru endur- skoðuð árið 2008, sett voru lög um bann við kaup á vændi árið 2009 sama ár og kona varð forsætisráð- herra, og svo mætti áfram telja. Kvennastéttir njóta ekki hagvaxtar „Þessi árangur hefur náðst með samstöðu fólks sem hefur kynjagler- augun uppi, umræðan er kröftug og sífellt fleiri konur láta í sér heyra,“ segir Maríanna. Hún bendir á að eftir hrun hafi kynbundinn launamunur minnkað. Aðstæður voru þannig að teknar voru af ýmsar aukagreiðslur sem starfsmenn höfðu, karlar frekar en konur, svo sem óunnin yfirvinna, bílastyrkir og slíkt. „Launaskriðið nú virðist frekar hafa áhrif á karla samkvæmt þeim launakönnunum sem birst hafa á undanförnum vikum, svo sem könn- un VR, BHM og SFR,“ segir Marí- anna. „Fyrst eftir hrun varð atvinnu- leysi í hefðbundnum karlastörfum, svo sem í iðnaði og framkvæmdum. Samdráttur, uppsagnir og launa- lækkanir hjá hinu opinbera, þar sem konur eru áberandi, kom síðar. En þrátt fyrir velmegun virðist sem hefð- bundnar kvennastéttir séu ekki að njóta þessa hagvaxtar. Við þekkjum öll umræðuna um álag heilbrigðis- og umönnunarstétta og eru þetta allt mjög hefðbundnar kvennastéttir.“ Maríanna segir að í kjara- samningagerð ASÍ hafi á undan- förnum árum verið lögð áhersla á hækkun lægstu launa. Verkalýðs- hreyfing og atvinnurekendur geri sín á milli sérstakar bókanir um hvað gera þurfi til að efla kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Einnig hafi lenging fæðingarorlofs á sínum verið mikil- vægt framfaraskref í jafnréttis- málum og dapurlegt sé að núverandi – og fráfarandi – ríkisstjórn hafi und- ið ofan af þeim árangri sem þó hafi verið í höfn. Vonandi verði bætt úr því nú. Svartur blettur „Þegar velt er steinum er kyn- bundið ofbeldi ekki síður svartur blettur á íslensku samfélagi. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum lagt aukna áherslu á að uppræta kyn- bundið ofbeldi á vinnumarkaði. En baráttan að eyða kynbundnu launa- misrétti er eitt af aðaláherslum verkalýðshreyfingarinnar, því að kynbundinn launamunur er grunnur ójafnréttis á kjörum kvenna. Því mætum við konur á Íslandi á baráttu- fund undir kjörorðunum Kjara- jafnrétti strax,“ segir Maríanna um boðskapinn og verkefnin fram undan. Kröftug umræða og konur láta í sér heyra Morgunblaðið/Eggert Kvennastéttir Þær njóta ekki hagvaxtar, segir Maríanna Traustadóttir. Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 1975 málefnum kvenna. Þær íslensku gripu boltann og efndu til kvennafrídags 24. október. Þær komu saman á fundum um land allt en sá fjöl- mennasti var á Lækjartorgi, þangað sem um 25 þúsund kon- ur mættu. Vakti samstaða þessi heimsathygli. Þarna urðu tíma- mót og boltinn fór að rúlla. Er margra skoðun sú að þarna hafi myndast jafnréttisstemning sem átti til dæmis þátt í kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í emb- ætti forseta Íslands árið 1980. Tímamót KVENNAFRÍ Kvennafrídagur 25. október 1975.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.