Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 61

Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 61
Glæsilegt Aðalbygging hótelsins er gamli Franski spítalinn, uppgerður í hólf og gólf og allur hinn reisulegasti. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Í húsi á Fáskrúðsfirði sem áður fyrr var sjúkrahús ætlað frönskum sjó- mönnum er að finna nýtískulegt og fallegt hótel sem tilheyrir keðju Foss- hótela. Að sögn hótelstjórans, Helgu Guðmundsdóttur Snædal, er franska taugin römm enda sagan yfir og allt um kring við hótelið. „Umhverfið hér við hótelið er bæði einstaklega fal- legt, bæði heillandi og róandi segir Helga hótelstýra þegar við tökum tal saman en hótelið opnaði í september 2013 og fagnaði því nýverið þriggja ára afmæli sínu. Þar sem sögulegt og nýuppgert fer saman í órofa heild Eins og Helga segir frá er að- albygging hótelsins það sem áður kallaðist Franski spítalinn á Fá- skrúðsfirði. Húsið mátti um áratuga skeið muna sinn fífil fegurri en var svo góðu heilli tekið til gagngerrar endurnýjunar sem lauk á því að það opnaði sem hótel, fyrir þremur árum eins og fyrr segir. Alls eru bygging- arnar nú fjórar sem heyra undir hót- elið í dag. „Upprunalega var hótelið 26 herbergi í þremur byggingum sem allar eru sögulegar. Þar er fyrst að nefna gamla Franska spítalann, þá Læknisbústaðinn sem var dval- arstaður læknisins sem einnig var ræðismaður Frakka en þar erum við bæði með herbergi og móttöku ásamt því að þar er inngangur í Franska safnið okkar Fáskrúðsfirðinga. Við höfum fjögur herbergi í Sjúkraskýl- inu svokallaða sem er við hliðina á áð- urnefndu móttökuhúsi. Sjúkraskýlið er sambyggt kapellunni, sem er blessuð af kaþólskum presti sem og prestinum okkar hérna á Fáskrúðs- firði, og er því vel nýtilegt til hvers kyns bænahalds, og nú í sumar tók- um við í gagnið nýbyggingu sem í eru 21 glæsileg hótelherbergi“ útskýrir Helga. Eins og sjá má á myndum frá því fyrir uppgerð gamla spítalans hef- ur upprunalegt og sérstætt lag bygg- ingarinnar fengið að halda sér þó hús- ið hafi verið endurnýjað frá grunni. Vel hefur tekist að feta hið fíngerða einstigi milli þess að endurnýja og varðveita. Helga tekur undir þetta. „Einmitt þess vegna eru herbergin á hótelinu dálítið óhefðbundin því að- eins nýbyggingin var byggð sem hót- elbygging, hinar byggingarnar eru aðlagaðar að nýju hlutverki.“ Ómetanlegt útsýni yfir fjörðinn Í því felst þó kostur en enginn galli, sé að gáð. „Herbergin eru af ýmsum stærðum og flest þeirra alveg svaka- lega rúmgóð, yfirleitt vel umfram það sem fólk á að venjast á hótelum yf- irleitt. Flestir sem hingað koma kjósa svo vitaskuld að hafa útsýni yfir fjörð- inn enda er það ólýsanlega fallegt.“ Lesendur geta gert sér þetta í hug- arlund með aðstoð meðfylgjandi mynda. Þar sést glögglega að engu er logið um fegurð fjarðarins. Út frá hótelinu liggur svo nýlega smíðaður bryggjusporður sem gestir geta gengið út eftir og notið þar útsýnis bæði og kyrrðar. „Hér var bryggja í gamla daga en þessi var smíðuð, með rammgerðum hætti, um svipað leyti og spítalahúsið var gert upp. Veit- ingasalurinn okkar á jarðhæðinni snýr að bryggjunni og gestir okkar, bæði kvölds og morgna, sitja og njóta útsýnisins meðan þeir gæða sér á veitingunum. Að matnum loknum er síðan vinsælt að ganga beint úr veit- ingasalnum og út á bryggjuna til að fá sér ferskt loft eftir matinn, dást að fjalla- og fjarðarsýninni og njóta kyrrðarinnar sem hér er. Oft sést til sela og jafnvel háhyrninga leika sér inni í firðinum og það leiðist fólki síð- ur en svo að sjá. Ég myndi því segja að hótelið okkar hér fyrir austan sé hinn fullkomni áfangastaður þegar meiningin er að stinga af frá stress- inu, skipta um umhverfi og hlaða batteríin í frábærri slökun.“ Franska safnið og „íbúar“ þess Hinn franski andi svífur því yfir vötnum við Fosshótelið á Fáskrúðs- firði og gestirnir fara ekki varhluta af því. Meðal annars fá þeir aðgang að franska safninu, eins og Helga út- skýrir. „Gamli spítalinn og læknasetrið standa hvort sínu megin við Hafn- argötuna en tengjast með und- irgöngum undir götunni. Þar á gang- inum er hluti safnsins og göngin eru í raun innréttuð eins og frönsk skúta,“ útskýrir Helga. „Þar sitja sjómenn í káetum sínum og fást við sitt. Þetta er mjög vinsælt til skoðunar og gest- um okkar þykir sagan fróðleg og áhugaverð – þó að næturverðirnir hraði oftast göngu sinni þarna í gegn á næturnar,“ bætir hún við og hlær. Helga bætir því við að franski graf- reiturinn sé aðeins um 500 metra frá hótelinu þar sem skoða megi leiði franskra sjómanna sem fórust við sjó- sókn fyrr á öldum. Minningu þeirra er enn fremur sómi sýndur með ýmsu móti við hótelið. Þar má nefna að veit- ingastaður hótelsins heitir því franska nafni L’Abri, sem merkir skjól eða var, og veggi hótelsins, bæði herbergi og ganga, prýða gamlar myndir af sjómönnum. Einnig eru frönsk orð prentuð á sandblást- ursfilmu í gluggum herbergjanna, ásamt íslenskri þýðingu í næsta glugga. Þá nefnir Helga að á milli Læknabústaðarins og Sjúkraskýl- isins renni lækur og þar hafi verið komið fyrir sæslípuðum grjóthnull- ungum. Í þá er búið að meitla heiti franskra skipa sem fórust forðum á miðunum við Ísland. „Það er því táknrænt að hafa steinana umlukta vatni,“ segir Helga, og blaðamann setur nánast hljóðan. Þetta er óneit- anlega áhrifaríkt minnismerki. „Í safninu í göngunum undir göt- unni er líka veggur sem myndrænu listaverki er varpað á með skjávarpa. Verkið er öldur sem bylgjast um vegginn og í þeim dansa nöfn þeirra frönsku sjómanna sem vitað er að skiluðu sér aldrei af miðunum við Ís- land, en talið er að þeir hafi verið um 5000 talsins.. Kafli frönsku sjómann- anna við Ísland er hluti Íslandssög- unnar og honum megum við aldrei gleyma.“ Hin frönsku kynni gleymast ei Helga Guðmundsdóttir Snædal, hótelstjóri Fosshótel Austfjarða. Rúmgott Herbergin voru upprunalega ekki hugsuð sem hótelherbergi, eðli máls samkvæmt, og því talsvert stærri og rúmbetri en hótelgestir eiga almennt að venjast, svo sem sjá má hér. Fjörðurinn Frá matsal hótelsins á jarðhæðinni á aðalbyggingunni má ganga út á nýju bryggj- una og drekka í sig kyrrð fjarðarins, njóta fjallasýnar og náttúrufegurðar.  Fosshótel Austfirðir standa vörð um arfleifð franskra sjómanna  Mikil og merk saga sem gestir geta kynnt sér á hótelinu og nágrenni 61 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.