Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Dagana 21. og 22. október.
Laugavegi 103 við Hlemm | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | th.is
BÆKUR
Heimsmyndir
Menn hafa lengi reynt að skil-
greina náttúruna umhverfis sig,
reynt að átta sig á efninu sem hún
er gerð úr, lýsa heiminum og skilja
uppruna hans. Heimsmynd er hug-
mynd manna um efnisheiminn,
löndin og hnettina, legu þeirra og
myndin af öllu því sem í heiminum
er. Menn bjuggu auðvitað fyrst til
heimsmyndir út frá því sem þeir
sáu og vissu um umhverfið. Í
heimsmyndinni reyndu menn upp-
haflega bæði að gera sér grein fyr-
ir myndun og byggingu heimsins
og einnig umfangi hans. Mynd-
unarhugmyndirnar voru oft æv-
intýralegar og tengdust gjarna ein-
hverjum verum en myndinni var
oft lýst með uppdráttum og rit-
uðum gögnum. Vegna þess að
menn skoða heiminn með mismun-
andi huga telur Gunnar Dal (1923-
2011) að í heimi mannsins megi að
minnsta kosti greina fimm menn-
ingarlega heima og því megi tala
um fimm heimsmyndir; heims-
mynd trúarinnar, listarinnar, heim-
spekinnar, sagnfræðinnar og vís-
indanna. Trúmaðurinn telur að
ekkert utan tíma og rúms verði
sannað eða afsannað. Listamað-
urinn telur að veruleikinn verði
best túlkaður í sannri list. Heim-
spekingurinn og rökfræð-
ingurinn telja að veru-
leikanum verði best
lýst með heimspeki-
legum hugleiðingum
og rökgreiningu og
sagnfræðingurinn
telur veruleikann
vera mannlega
reynslu gegnum
aldir. Vísindamað-
urinn gefur sér að
heili og hugsun
mannsins sé grundvöllur
veruleikans, heimur mæl-
anlegra staðreynda. Allar
þessar heimsmyndir lýsa þó
sama heimi, sama veruleika. Er
ekki bara til einn alheimur?
Heimsmyndir voru í upphafi
fyrst og fremst lýsing á hinum
sýnilega heimi og þeim sem hann
byggðu. Í fyrstu heimsmyndum
var mikið fjallað um sól og tungl
og voru þau í sumum menningar-
heimum talin yfirnáttúrulegar líf-
verur, goð eða gyðjur. Oft sáu
menn yfirnáttúrulegar verur í
stokkum og steinum. Menningar-
samfélög þróuðust fyrst á frjósöm-
um óshólmasvæðum nokkurra stór-
fljóta, þar sem menn hurfu frá
hirðingjalífi og tóku að stunda
skipulegan landbúnað. Nefna má
stórfljótin Níl, Efrat og Tigris.
Þessi menningarsamfélög urðu til
um 3.000 árum f. Kr. Þá má nefna
austræna menningu sem reis litlu
síðar við Indus og Ganges á Ind-
landi og Gulafljót í Kína. Konfúsíus
(551-479 f. Kr.) og Lao-tse (5.-6.
öld f. Kr.) voru uppi um svipað
leyti og fyrstu forngrísku speking-
arnir. Talið er að menning Forn-
Grikkja hafi orðið fyrir einhverjum
áhrifum frá þessum austrænu
menningarheimum. Þessi fornu
menningarsamfélög gerðu sér
frumstæðar heimsmyndir eftir
þekkingu þess tíma. Blómaskeið
forngrísku spekinganna var um
600-300 f. Kr. Heimsmynd
Forn-Grikkja var svo-
kallaður tvíkúlu-
heimur. Jörðin var
kúla sem hékk
kyrr í miðjunni
á miklu stærri
kúlu sem sner-
ist og bar með
sér stjörn-
urnar en fyrir
utan ytri kúl-
una var ekkert.
Heimsmynd
Egypta var kassi á
hvolfi yfir Níl. Loft
kassans myndaði him-
ininn sem var haldið
uppi af fjórum súlum eða fjöllum.
Stjörnurnar voru lampar sem
héngu í köðlum niður úr himninum
og á ánni var bátur sem bar sólina.
Babýloníumenn töldu jörðina
kringlótta eyju með miklu fjalli í
miðjunni umlukta hafi. Handan
hafsins var hringlaga fjallgarður
sem myndaði endimörk heimsins.
Hann hélt uppi himninum, sem var
hálfkúla úr föstu efni. Dyr voru á
himninum til austurs og vesturs og
þar um fóru himintunglin er þau
komu upp eða settust. Himinhnött-
unum var stjórnað af guðum sem
voru í mannsmynd.
Heimsmyndir lýsa stundum
hvernig alheimur og lífið varð til. Í
norrænni goðafræði er Auðhumla
frumkýrin. Hún og jötunninn Ýmir
urðu til þegar frost Niflheims
blandaðist eldum Múspellsheims í
Ginnungagapi. Þá myndaðist lífið.
Einn daginn er kýrin var að sleikja
hrímsteinana birtist maðurinn.
Skýin urðu til úr heila Ýmis og
trén úr hári hans, jörðin úr hold-
inu, haf og vötn úr blóðinu, björg
úr beinum og grjót og urðir úr
tönnum. Þá var orðinn til heimur
þar sem löndin eru umlukt hafi og
liggur Miðgarðsormur í því um-
hverfis heiminn. Himinninn hvelf-
ist yfir jörðina og á henni miðri, í
Miðgarði, býr mannfólkið sem var
myndað úr trjábolunum Aski og
Emblu. Ofar er Ásgarður, bústað-
ur goða, og þar er kastalinn Val-
höll. Leiðin á milli himins og jarð-
ar, goðheima og mannheima,
liggur um regnbogabrúna Bifröst
sem er gætt af Heimdalli sem
heyrir grasið gróa. Jötunheimar og
Útgarður eru fyrir utan mann-
heima. Askur Yggdrasils er heim-
stréð sem teygir greinar og rætur
um alla heima og ná ræturnar um
Mannheima, í Hvergelmi í Útgarði,
í Mímisbrunn í Jötunheimum og í
Urðarbrunn í Ásgarði.
Heimsmynd kristinna manna á
tímum Snorra Sturlusonar (1179-
1241) var frábrugðin heimsmynd
heiðinna manna og auðvitað mjög
frábrugðin ríkjandi heimsmynd
okkar tíma. Í fyrsta lagi má nefna
að samkvæmt fornum hugmyndum
var heimurinn kringla og álfurnar
umluktar úthafi, sem náði ekki
langt frá landi, og urðu sjómenn
því að gæta sín á því að sigla ekki
of langt á haf út vegna hættunnar
á því að falla fram af brúninni.
Heimsmynd Snorra var þessi:
Kringla heimsins, sú er mannfólkið
byggir, er mjög vogskorin. Ganga
höf stór úr útsjánum inn í jörðina
... Veröldin var greind í þrjár hálf-
ur frá suðri í vestur og inn að
Miðjarðarsjó. Sá hlutur var kall-
aður Afríka. Hinn syðri hlutur
þeirrar deildar er heitur svo að
þar brennur af sólu. Annar hlutur
frá vestri til norðurs og inn til
hafsins. Er sá kallaður Evrópa eða
Enea. Hinn nyrðri hluti er þar svo
kaldur að eigi vex gras á og eigi
má byggja. Frá norðri og um aust-
urhálfur allt til suðurs, það er kall-
að Asía. Í þeim hluta veraldar er
öll fegurð og prýði og eignir
jarðarávaxtar, gull og gimsteinar.
Þar er og mið veröldin.
Eftir fund Vínlands um árið
1.000 var norðurslóðum lýst svo:
Af Bjarmalandi ganga lönd óbyggð
af norðurætt uns við tekur Græn-
land. Suður frá Grænlandi er
Helluland, þá er Markland, þá er
eigi langt til Vínlands hins góða er
sumir menn ætla að gangi af Afr-
íku, og ef svo er, þá er úthaf inn-
fallanda á milli Vínlands og Mark-
lands. Að ýmsu leyti var
heimsmynd Íslendinga frábrugðin
heimsmynd Evrópubúa.
Úr hverju er alheimurinn?
Uppruni alheims Bjarni E. Guðleifsson veltir tilurð lífsins fyrir sér.
Myndir/Bjarni E. Guðleifsson
Heimsmynd ásatrúarmanna. Menn bjuggu í Miðgarði og æsir í Ásgarði.
Í bókinni Öreindirnar, alheimurinn, lífið – og Guð reynir Bjarni E. Guðleifsson
náttúrufræðingur að samræma vísindi og Guðstrú og veltir því fyrir sér úr
hverju alheimurinn sé, hvernig hann hafi myndast og hvernig lífið varð til.
Miðaldaheimsmynd
Íslendinga.