Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 73

Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 ✝ ArngrímurMarteinsson fæddist á Ystafelli í Þingeyjarsveit 26. júlí 1930. Hann lést á Vífilsstöðum 7. október 2016. Foreldrar hans voru hjónin Mart- einn S. Sigurðsson, frá Ystafelli í Þing- eyjarsveit, f. 10.5. 1894, d. 25.10. 1982, og Kara Arngrímsdóttir frá Torfunesi í Ljósavatnshr., f. 2.2. 1894, d. 24.12. 1980. Arngrímur átti fjögur systk- ini. Þau voru Kristbjörg Mart- einsdóttir, f. 12.1. 1918, d. 1.10. 2010, Sigurður Marteinsson, f. 6.5. 1921, d. 19.3. 1923, Sigurður Marteinsson, f. 9.5. 1924, d. 1.1. 1989, og Jónína Marteinsdóttir, f. 29.1. 1927, d. 22.9. 2015. Arngrímur eignaðist son með Helgu J. Ásgeirsdóttur, f. 23.9. 1934, d. 22.2. 1985, Ásgeir Arn- grímsson, f. 5.10. 1954, d. 8.12. 1998. Börn Ásgeirs og Örnu Hrafns- dóttur, f. 2.2. 1957, eru Baldvin H. Ásgeirsson, f. 30.10. 1976, kvæntur Aldísi Ösp Sigurjóns- dóttur, f. 13.10. 1980. Þau eiga Ásgeir M. Baldvins- son, f. 29.8. 2001, Júlíu K. Bald- vinsdóttur, f. 7.2. 2004, og Bald- vin B. Baldvinsson, f. 3.7. 2008. f. 26.9. 1964. Með Stefáni Guð- leifssyni, f. 5.7. 1963, á Kara Reyni Stefánsson, f. 5.6. 1998, og Arngrím Stefánsson, f. 16.5. 2003. Sveinn Arngrímsson, f. 18.1. 1969, kvæntur Elísabetu I. Mar- teinsdóttur, f. 21.1. 1979. Sveinn á Martein Elí Sveins- son, f. 16.3. 2011, með Elísabetu og Stefni Sveinsson, f. 31.1. 1994, og Areyju I. Sveinsdóttur, f. 12.11 .2003, með Guðrúnu K. Sveinbjörnsdóttur, f. 18.3. 1967. Elísabet á Gyðu S. Halldórsdótt- ur, f. 6.5. 2002, úr fyrra sam- bandi. Auðbjörg Arngrímsdóttir, f. 31.7. 1970. Með Guðmundi H. Magnasyni, f. 14.9. 1969, á Auð- björg Köru Guðmundsdóttur, f. 6.4. 1993. Arngrímur fæddist í Ystafelli í Kinn en fluttist suður til þess að læra bifvélavirkjun. Hann hafði áhuga á bílum og hafði gott lag á að gera við vélar. Hann var bón- góður, hvatti börn sín til dáða og alltaf tilbúinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Hann var lunk- inn við að fá tóna úr ýmsum hljóðfærum. Arngrímur og Ingi- björg sóttu dansnám, kepptu í dansi og unnu sér inn Íslands- meistaratitil í samkvæmisdöns- um. Seinna stofnuðu þau hljóm- sveitina Vinabandið ásamt nokkrum öðrum eldri borgurum. Unnu þau mikið og gott starf þar sem þau fóru á milli hjúkrunar- heimila og spiluðu fyrir gamla fólkið. Útför Arngríms fer fram frá Grensáskirkju í dag, 21. október 2016, kl. 13. Bjarni H. Ásgeirs- son, f. 10.5. 1979, sem er í sambúð með Jónu B. Árna- dóttur. Þau eiga Sigurð G. Bjarna- son, f. 8.11. 2008, Ingibjörgu Ö. Bjarnadóttur, f. 26.8. 2011, og Sig- urbjörgu M. Bjarna- dóttur, f. 28.2. 2013. Brynjar H. Ásgeirsson, f. 6.4. 1981. Arngrímur kvæntist Ingi- björgu Sveinsdóttur þann 9.4. 1960. Eignuðust þau eftirtalin börn: Kára Arngrímsson, f. 3.1. 1960, kvæntur Birnu Káradóttur, f. 16.7. 1961. Þau eiga Írisi Kára- dóttur, f. 10.4. 1989, Hörpu Kára- dóttur, f. 9.11. 1991, og Birki Kárason, f. 7.10. 1995. Birna á Óskar G. Sveinsson, f. 15.3. 1981, úr fyrra sambandi. Reynir Arngrímsson, f. 15.3. 1961, kvæntur Nönnu M. Norð- dahl, f. 3.7. 1968. Reynir á Arnar I. Reynisson, f. 20.9. 1986, með Þóru Viðars- dóttur, f. 8.10. 1965, Hauk H. Reynisson, f. 27.9. 1990, og Hel- enu Reynisdóttur, f. 9.3. 1994, með Ingibjörgu Hannesdóttur, f. 6.3. 1966. Nanna á Þröst F. Hauksson, f. 17.9. 1987, úr fyrra sambandi. Kara Arngrímsdóttir, Elsku tengdapabbi er dáinn. Eftir að Ingibjörg, ástin hans í lífinu, dó fyrr í sumar þá vildi hann ekki lifa lengur. Þegar Ingi- björg og Arngrímur fóru á eft- irlaun þá gerðu þau allt saman. Þau gátu bara ekki verið án hvort annars. Arngrímur datt illa og slasaðist á höfði í mars á þessu ári og þá kom í ljós hvað hann hafði verið sterkur að halda heimilinu saman. Um leið og hann fór á spítalann varð Ingi- björg alveg ómöguleg að hafa hann ekki hjá sér. En svona er gangur lífsins, elsku tengda- mamma dó og Arngrímur vildi bara fá að fylgja henni, hann fylgdi henni til grafar og beið eft- ir að fá að hitta hana aftur. Arn- grímur fór alltaf sínar eigin leiðir. Honum var alveg sama hvað öðr- um fannst. Arngrímur var hörku- duglegur, heiðarlegur og stund- vís. Þegar hann átti að mæta á mannamót þá var hann alltaf mættur fyrstur. Hann borðaði alltaf á sama tíma, fór í sund á sama tíma og hlustaði og horfði á alla fréttatíma. Honum fannst stundvísi vera einn af mestu mannkostunum og fór nákvæm- lega eftir þeirri skoðun sinni. Arngrímur elskaði að spila og dansa. Hann sagði að dansinn væri hreyfing sem allir ættu að iðka og skildi ekki ef það var áhugaleysi fyrir dansi hjá ein- hverjum í fjölskyldunni. Hans fyrsta spurning þegar hann kom í heimsókn var yfirleitt: „Eruð þið ekki að dansa neitt núna?“ Arn- grímur var líka einstaklega bón- góður og ef hann gat aðstoðað þá var það alveg sjálfsagt, hann spurði oft ef hann var beðinn um aðstoð: „Viljið þið ekki að ég geri meira fyrir ykkur?“ Eftir að Arn- grímur hætti að vinna þá voru hann og Ingibjörg saman öllum stundum, þau stofnuðu hljóm- sveitina Vinabandið og fóru á milli til að spila fyrir eldri borg- ara – best var ef eldri borgarar gátu dansað eftir lögunum. Arn- grímur spilaði á flest hljóðfæri en yfirleitt spilaði hann á harmon- ikkuna og Ingibjörg var á trommum í Vinabandinu. Elsku tengdapabbi, ég þakka fyrir að fá að hafa kynnst þér og vona að þú sért kominn í arma stóru ástarinnar þinnar. Birna Óskarsdóttir. Ég kynntist Arngrími Mart- einssyni fyrst að ráði þegar hóp- ur smárra verktaka kom saman til að vinna stórt vegagerðar- verkefni sem var lagning Vestur- landsvegar,VV2, frá Ártúns- brekku út fyrir Úlfarsá. Við vorum ekki tækjaríkir í þá daga en við trúðum því að saman gætum við unnið þetta sem og varð. Kapteinn okkar var Guð- mundur Einarsson verkfræðing- ur, sá ógleymanlegi maður og meistari þolinmæðinnar. Hann kunni samningatækni umfram flesta menn. Sagt var að hann hefði mætt á opinberan kontór klukkan að verða fimm á föstudegi til að ræða kröfur. Hann fór ekki fyrr en að ganga tólf um kvöldið pollrólegur með málið uppgert. Icesave-samn- ingamenn hefðu kannski getað lært eitthvað af Guðmundi Ein- arssyni. Þeir Arngrímur áttu langa sögu saman eftir að VV2 lauk. Þeir voru báðir unnendur klass- ískrar tónlistar sem Guðmundur spilaði á fullu í Bensanum sínum þá við vorum saman. Arngrím þekkti ég lauslega úr öðrum verkefnum og vissi að þar fór mikill atorkumaður og stál- ábyggilegur. Meistari dragskófl- unnar. Við áttum eftir að vera samverkamenn í áratugi og breyttist þetta aldrei eftir það. Hann var ávallt þessi jafnlyndi drengskaparmaður sem maður gat treyst á að hvergi brygðist. Auðvitað gerðum við báðir mis- tök í fjölbreyttum störfum. En flest baslaðist samt áfram ein- hvern veginn þótt margir væru jafnan úrtölumennirnir. Við gerðum út dæluskipið Perluna saman og vorum við landkrabbarnir úr Steypustöð- inni um margt öðruvísi en sjó- mennirnir á skipinu sem höfðu ekki allir trú á „bílameikurum“ til skipaviðgerða. En skipaútgerð er harður húsbóndi eins og kunnugt er. Við vorum báðir af gamla skól- anum sem vildi heldur gera við en henda umsvifalaust fyrir nýjum innkaupum. Við urðum líklega of gamlir í starfinu fyrir nýju tím- ana, þar sem lítið er lagt upp úr því að kunna að fara með skrúf- járn og skiptilykla, eldlykla og rafsuðu, en bara skrifaður tékki á óþrjótandi lánsfé. Arngrímur skynjaði þetta fyrr en ég og hætti verkstjórnarstörfum í fullu fjöri, sagði mér hreint út að hann nennti ekki lengur að segja ung- um seppum til sem þættust vita allt betur en hann. Líklega var þetta rétt í okkar tilfelli sem ég skynjaði ekki fyrir sjálfan mig fyrr en mörgum árum of seint. Menn eru víst mistregir eins og gengur. Arngrímur var listrænn mað- ur og var tónlistin honum þáttur af lífinu. Hann lék listavel á hljóð- færi. Lék fyrir dansi með konu sinni sem trommaði taktfast und- ir. Hvarvetna var hann velkom- inn og var ávallt sama ljúfmenn- ið. Hann hafði áhuga á fornbílum og lagði á gjörva hönd. Síðustu árin strjáluðust kynn- in og við sáumst orðið aðeins við jarðarfarir gamalla félaga. Þann- ig er lífsins saga. Nú sný ég mér ekki lengur við þótt ég heyri dís- ilvélar þandar eins og í gamla daga, steypubíll vekur ekki leng- ur áhuga og aðeins hörðnuð steypa er viðfangsefnið. Bráðum heyrir maður ekki neitt meira hvort eð er. Ég mun ávallt minnast Arn- gríms Marteinssonar frá Yzta- felli með hlýhug. Eftirlifandi fólki hans sendi ég mínar bestu kveðjur. Halldór Jónsson verkfr. Arngrímur Marteinsson ✝ Guðbjörg E.Vestmann fæddist 23. nóv- ember 1953. Hún lést 16. október 2016. Foreldrar henn- ar eru Einar Vest- mann vélsmiður og Guðlaug Jónsdóttir kaupmaður. Sysk- ini hennar eru þrjú, Jón Vestmann, Guðmundur og Jóhanna. Guðbjörg átti þrjú börn af fyrra hjónabandi, þau eru Guð- mundur Kristján Jakobsson, Guð- björg Jakobsdóttir og Steindór Örn Jakobsson. Eftirlifandi maki Guðbjargar er Sveinn Þorkelsson. Guðbjörg verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 21. október 2016, klukkan 13. Hann var fallegur sunnudag- urinn 16. október þegar þú kvaddir þetta líf, langt um ald- ur fram, elsku vinkona. Þú tókst veikindum þínum af miklu æðruleysi og aldrei heyrði ég þig kvarta. Samstarf okkar og vinátta stóð í rúman aldarfjórð- ung og minnist ég þessara ára með gleði og hlýju. Þú varst ekki allra en vinur vina þinna. Það var gott að koma á fallegt heimili ykkar Svenna, fá sér kaffisopa með þér og spjalla um handavinnu, sem við höfð- um báðar brennandi áhuga fyr- ir. Allt sem þú gerðir var svo fallegt og vandað. Við gátum líka setið hljóðar lengi og einu sinni sagðir þú við mig: „Við erum góðar saman, við þurfum ekki allaf að tala getum bara setið hljóðar og liðið vel með það.“ Elsku Dubba mín, það er svo stutt síðan þú komst í heimsókn til mín og við áttum svo góða stund saman, ekki grunaði mig þá að þú yrðir far- in frá okkur mánuði seinna. Ég veit að fjölskylda þín var þér mjög kær, elsku Dubba mín, og gerðu þau allt fyrir þig sem þau gátu til að þér liði sem best. Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir einstaka vináttu í gegnum árin. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Elsku Sveinn, Kristján, Guð- björg, Steindór og Guðlaug María. Megi englar Guðs vaka yfir ykkur og senda ykkur styrk í sorginni. Alma Garðarsdóttir. Guðbjörg E. Vestmann Elskuleg móðir okkar, AUÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR frá Hergilsey, andaðist 11. október sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. október klukkan 15. . Björk Svanfríður, Sigurbjörn, Valgerður Þorbjörg Elín, Lúðvík, Þórir, Ólafur, Guðjónsbörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, TÓMASAR STEINDÓRSSONAR, Hamrahóli. . Sigurbirna Guðjónsdóttir, Guðjón Tómasson, Valgerður Sveinsdóttir, Tómas Tómasson, Ólafía Eiríksdóttir, Guðný Rósa Tómasdóttir, Bjarni Jóhannsson, Steindór Tómasson, María Björk Gunnarsdóttir, Guðríður Ásta Tómasdóttir, Steinar Tómasson, Hjalti Tómasson, Ingileif Dagný Viðarsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA LÍSA KRISTJÁNSDÓTTIR, Sóltúni 7, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 17. október. Þakkir til hjúkrunarfólks fyrir einstaka umönnun. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 27. október klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Guðbjörn Axelsson, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Björn Jónasson, Axel Sæmann Guðbjörnsson, Ólöf Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar og systir mín, VALGERÐUR KRISTJÁNSSON, Vala, lést fimmtudaginn 13. október 2016. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 25. október klukkan 15. . Pétur H. Snæland, Einar Örn Benediktsson, Árni Benediktsson, Brynja Kristjánsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SIGURÐUR HARALDSSON yfirverkstjóri, Sléttuvegi 19, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 25. október klukkan 13. . Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir, Signý Halla Helgadóttir, Hjörtur H.R. Hjartarson, Vilberg Grímur Helgason, Kristjana Guðlaugsdóttir, Ásta Sigrún Helgadóttir, Þorsteinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓR ÓLAFSSON bóndi, Valdastöðum, Kjós, sem lést laugardaginn 15. október, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 22. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. . Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Ólafsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN KARLSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans 17. október. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 28. október klukkan 14. . Karl Birgir Örvarsson, Halldóra Árnadóttir, Grétar Örvarsson, Viðar Þorberg Ingason, Dagur Freyr Ingason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.