Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 ✝ Ingólfur Lár-usson fæddist á Hnitbjörgum, Hlíðarhreppi N- Múl. 24. mars 1915. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. október 2016. Foreldrar hans voru Guðrún Hall- dóra Eiríksdóttir, f. 1892, d. 1967, og Lárus Sigurðsson, f. 1875, d. 1924. Alsystkini Ingólfs voru Ei- ríkur Björgvin, f. 1916, d. 1988, Sigþór, f. 1921, d. 2005, og Lára, f.1924, d. 2010. Hálfsystk- ini Ingólfs sammæðra (með Guðmundi Guðmundssyni) eru Sigurjón, f. 1929, Eyþór, f. 1931, Ástdís, f. 1934, d. 2015, og Skúli, f. 1937. bóndi, f. 1944, kvæntur Ólöfu Pálmadóttur, f. 1948. Þau eiga tvo syni og fimm barnabörn. 2) Lárus menntaskólakennari, f. 1948, kvæntur Ruth Jóhanns- dóttur, f. 1949. Þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn. 3) Sigurður bóndi, f. 1956, í sam- búð með Auði Guðnýju Yngva- dóttur, f. 1959. Sigurður var kvæntur Sigurlaugu J. Vil- hjálmsdóttur, f. 1959, og eiga þau tvö börn og fjögur barna- börn. Fyrir átti Ingólfur tvo syni: 4) Jón Hlíðberg, f. 1939, kvæntur Áslaugu Jónsdóttur, f. 1947. Þau eiga sex börn, 15 barnabörn og fjögur barna- barnabörn. 5) Ævar Sigþór, f. 1939, barnsmóðir Ragnheiður Ólöf Pálsdóttir, f. 1942, d. 2007. Þau áttu saman tvo syni og fimm barnabörn. Útför Ingólfs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 21. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 10:30. Ingólfur missti föður sinn þegar hann var níu ára en þá var fjölskyld- unni tvístrað og fluttist hann þá stuttu seinna í Fagradal í Vopna- firði og ólst þar upp hjá góðu fólki. Árið 1944 kvæntist Ingólfur Kristínu Páls- dóttur, f. 17. júlí 1919, d. 5. des- ember 2012. Þau Ingólfur og Kristín stofnuðu og byggðu upp nýbýlið Hnitbjörg í Stranda- sýslu. Árið 1955 fluttu þau sig í Eyjafjörð og bjuggu að Gröf í Öngulsstaðahreppi þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1979. Kristín og Ingólfur eign- uðust þrjá syni: 1) Þorsteinn Lífið er ævintýralegt ferðalag, okkur er gefið upphaf og endir, við fæðumst og við deyjum. Elsku afi minn hefur lokið gjöfulu og góðu ævistarfi hér á jörð og nú er komið að kaflaskilum á vegferð afa. Í nýjum kafla bíður amma með rjúkandi kaffibolla og sykur- molakarið stendur á rósóttum dúk á eldhúsborðinu. Þau eru saman aftur. Ég held áfram minni vegferð með fangið fullt af góðum minningum um afa og ömmu. Í upphafi síðustu aldar fæddist afi á Hnitbjörgum í Hlíðarhreppi í Norður-Múlasýslu, elstur átta systkina. Hann fæddist inn í sam- félag bænda og hugur hans brann alla tíð fyrir búskapinn. Afi var duglegur að viða að sér nýrri þekkingu í landbúnaði, hann hafði orð á sér fyrir að vera oftar en ekki fyrstur með nýja tækni, hann fylgdist vel með, las bækur og tímarit fram á síðasta dag, var vinnusamur og fylginn sér. Ég hafði gaman af því að hlusta á afa segja sögur af sínum uppvexti og átti það til að bera saman aðstæður þá við daginn í dag. Afi, níu ára, kominn í fóstur eftir föðurmissi hjá góðu fólki í Fagradal, farinn á veiðar á sex- æringi með hinum „körlunum“ og Bjarnarey fegurst allra eyja. Árin í Fagradal voru afa hugleikin og alla tíð talað afi fallega um það góða fólk sem fóstraði hann. Á þessum tíma fóru landsmenn gangandi eða á hestum á milli staða. Sögurnar af snjóþyngslum á Jökuldalsheiðinni þegar afi og Eiríkur bróðir hans fóru gang- andi að vorlagi, ungir strákar, upp í Sænautasel að hitta á móður sína og yngri systkini sín. Á sama tíma var rafvæðing að hefjast í byggðarkjörnum landsins. Afi ungur maður kominn í Fljótshlíð- ina að læra jarðrækt því bóndi á eigin jörð ætlaði hann að verða. Á sama tíma var tekist á um framtíð mjólkuriðnaðar í landinu og mjólkursamlög stofnuð. Afi flutt- ur á Strandirnar til ömmu, keyrir langferðabíla á lélegum malar- vegum og seinni heimsstyrjöldin að baki. Stuttu síðar búinn að eignast einn af fyrstu jeppum landsins og kennir bæði ungum og öldnum að keyra. Traktor bætist við og afi tekur þátt í að leggja raflínur á Ströndum samhliða uppbyggingu á nýbýlinu Hnitbjörgum. Afi síð- ar orðinn bóndi á eigin jörð í Eyjafirði þar sem þau amma ganga í öll verk og byggja upp frá grunni myndarlegt bú. Ég hitti afa síðast fyrir þremur vikum. Við sátum saman í sófan- um í stofunni á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem afi naut einstakrar umhyggju. Við ræddum um mis- munandi yrki af kartöflum. Afi, tæplega 102 ára, gaf sonardóttur sinni góð ráð við heimarækt- unina. Við sátum þarna saman og ég strauk mjúku vinnulúnu hend- urnar hans afa. Ég fann það svo sterkt að afi var þreyttur, hann var saddur lífdaga. Við gengum saman út ganginn, við föðmuð- umst og afi brosti og veifaði þegar ég sagði: „Bless afi minn, við sjáumst.“ Því get ég kvatt mín gömlu föðurtún án geigs og trega, þegar yfir lýkur, að hugur leitar hærra fjallsins brún, og heitur blærinn vanga mína strýkur. Í lofti blika ljóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horfi ég og sé, að hillir uppi land með hvítum fjöllum. (Davíð Stefánsson) Elsku afi minn, hafðu þökk fyr- ir allt. Guðrún Lárusdóttir. Hann Ingólfur langafi minn var mjög fyndinn og skemmtileg- ur maður. Alltaf þegar ég kom til Akureyrar þá heimsóttum við hann. Það var alltaf mjög gaman og ég elskaði hann mjög mikið. Alltaf þegar við hittum hann á elliheimilinu þá skoðuðum við gosbrunninn fyrir utan elliheim- ilið. Við vorum rosa góðir vinir en nú er hann farinn sem er mjög leiðinlegt. Bjartur Clausen. Ingólfur Lárusson Haustið kemur með dimmar nætur og djúpa skugga. Það kólnar og myrkrið færist yfir. Það þarf að halda út kuldann og myrkrið til að eygja dansandi norðurljósin og trú á að þau láti sjá sig á endanum. Við vitum að vorið kemur og þá birtir og hlýnar aftur. Nína hefur kvatt okkur allt of snemma. Hvað er hægt að segja til að róa hugann og sefa sorgina sem grefur um sig? Tungan festist við góminn og fingurnir finna ekki réttu hnapp- ana á lyklaborðinu. Hugurinn leitar til Jóhanns Sigurjónssonar. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. (Jóhann Sigurjónsson) Nína Sólveig Jónsdóttir ✝ Nína SólveigJónsdóttir fæddist 28. maí 1955. Hún lést 3. október 2016. Útför Nínu Sól- veigar fór fram 14. október 2016. Elsku Stjáni, Albert, Kristín, Bjarki, Sindri og Kristján Veigar og aðrir aðstand- endur, innilegustu samúðarkveðjur. Megi myrkrið gefa von um dans- andi norðurljós góðra minninga og bjartara vor að liðnum vetri. Sigurþór Albert Heimisson og fjölskylda. Mín kæra vinkona Nína er lát- in. Ég læt hugann reika þegar við vinkonurnar vorum að vinna saman á Landspítalanum áður en við fórum að læra sjúkraliðann. Það var alltaf gaman hjá okkur og mikið hlegið. Ég minnist þess þegar við fór- um í Klúbbinn í gamla daga, fimmtudagskvöldin voru okkar kvöld. Áður en við fórum sátum við hjá Nínu á Laugarásveginum og hlustuðum á Leonard Cohen í gamla segulbandstækinu og oftar en ekki var spólað til baka til að hlustað aftur og aftur á lagið Suz- anne. Ég minnist þess einnig þegar við fórum vestur í ferðalag með vinum okkar, mikið var gam- an hjá okkur. Svo stofnuðum við okkar fjölskyldur, heimsóknum fækkaði en við héldum alltaf sam- bandi reglulega og hittumst nokkrum sinnum á ári. Það var svo á þessu ári sem við fórum að auka sambandið. Í lok sumars kom hún til mín í kaffi, glæsileg eins og ávallt og mikil reisn yfir henni. Við áttum gott spjall, töluðum um að gera meira af skemmtilegum hlutum, t.d. að ferðast og fara oftar eitt- hvað saman. En það var eitthvað í henni Nínu minni sem bað mig um að bíða með plönin á næstunni. Ég vildi að við hefðum getað rætt betur saman um veikindi hennar til að hafa gert mér betur grein fyrir alvarleika málsins. Ég læt hér fylgja fallegt ljóð og trúi því að hún hafi fundið frið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég vil votta öllum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Stefanía Þórarinsdóttir (Stebba). Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Skemmtanir Hljómsveitin Últra dúett /tríó Fyrir einkasamkvæmi, árshátíðir og fl. Vanir menn Uppl. antonben@simnet.is Til sölu Glæsilegt einbýli vestur á Melrakkasléttu 3 svefnherb., stofa, bað og eldhús. Stór lóð, miklir möguleikar. Hitaveita, heitur pottur. 60 fm sólpallur með skjólveggjum. Upplýsingar gefur Framtíðareign í síma 864 7417 og EMK í síma 560 4214. Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðarlausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Hjólbarðar Goodyear nagladekk mjög lítið notuð 235/45 R 17. (Fullt verð á 4 svona dekkjum u.þ.b 200.000-, ) Þessi fara öll saman á aðeins 75.000- Upplýsingarí síma 698 2598. Smáauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð Færir þér fréttirnar mbl.is Ömmi var fædd- ur í Reykjavík. Á Bergstaðastræti 30. Hann kom oft í sveitina að Jörfa á Kjalarnesi. Hann var látinn sofa fyrir ofan mig. Ég kom víst næst einhverjum kaupmanni sem gaf honum kók. Hann sat oft á traktornum. Ók honum í þykjustunni. Hann keypti gamlan Kadilakk fyrir nokkrar krónur sem stóð í ein- hverjum sandgryfjum inn við Elliðaár. Ég held hann hafi Ögmundur Árnason ✝ ÖgmundurÁrnason fædd- ist 5. ágúst 1947. Hann lést 23. maí 2016. Ögmundur var jarðsunginn 8. júní 2016. bara verið boddíið. Hann tók strætó neðan úr bæ til að sitja í honum – snemma beygðist krókurinn. Ég man ekki hvernig því lauk. Seinna eftir að ég kom í bæinn fór ég oft heim til hans, við lyftum oft saman lóðum með öðrum félögum. Ég man að hann giftist þýskri konu, Juttu. Við hlógum að því að hann átti hana en ég nýjan Mercedes Benz. Þau eignuðust eina dóttur, hana Lilju. Hún býr í Þýskalandi og á tvær dætur. Ég vona að Ömma mínum líði vel og kveð hann með þessum línum. Sveinbjörn Björnsson. Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri aðfaranótt fimmtudagsins 20. október. Guðrún verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju í Grafarholti þriðjudaginn 1. nóvember klukkan 13. . Börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.