Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 43
daginn eftir komuna til Berlínar, eða 24. júlí og stóð til 17. ágúst. Höfðu þeir einnig aðgang að allri keppni leikanna. Til farar þessarar komust færri en vildu, svo margir sóttu um þátttöku í henni til ólympíu- nefndarinnar. Sérstakur fararstjóri þessa flokks var Ásgeir Einarsson dýralæknir, sem varð fyrstur Íslend- inga til að kasta spjóti yfir 50 metra, eða 52,41 metra árið 1931. Skrautsýning við setningu Hinn 1. ágúst voru leikarnir settir. Gengu fulltrúar frá 53 þjóðum fylktu liði um ólympíuleikvanginn. Eins og fyrr segir var það í fyrsta sinn sem íslenski fáninn var borinn í broddi fylkingar fyrir sveit íslenskra íþróttamanna á Ólympíuleikum. Í fylkingu Íslendinga voru 20 menn og fór fánaberinn Kristján Jónsson Vattnes fremstur. Einkennisbún- ingur þeirra var jakki með ísaum- uðum íslenskum fána og hvítar bux- ur. Setningarathöfnin var mikil skrautsýning en leikarnir í heild voru mikil áróðurssýning fyrir Hit- ler og Þýskaland nasismans. Deilt var um það hér á landi hvort rétt væri að taka þátt í leikunum. Margir voru því andvígir en þeir urðu ofan á sem töldu ekki rétt að blanda saman íþróttum og pólitík. „Það var ógleymanleg stund að ganga inn á leikvanginn undir íslenska fán- anum,“ segir Úlfar Þórðarson, augn- læknir og íþróttafrömuður í Reykja- vík, í bókinni „Íþróttir í Reykjavík,“ sem út kom á 50 ára afmæli Íþrótta- bandalags Reykjavíkur 1994. Sjálf keppnin hófst daginn eftir, annan ágúst. Kristján Vattnes tók þátt í spjótkasti, Sigurður Sigurðs- son frá Vestmannaeyjum í hástökki og þrístökki, Sveinn Ingvarsson í 100 metra hlaupi og Karl Vilmund- arson í tugþraut. Í aðdraganda far- arinnar dvöldust þeir að Laug- arvatni og æfðu sig þar af kappi. Og í Berlín æfðu þeir við bestu aðstæður í átta daga áður en að keppni kom. Sundknattleiksmennirnir æfðu sig hins vegar við afar frumstæðar að- stæður miðað við keppinautana, eða í stíflulóni á Álafossi. Í flokknum voru Jón Ingi Guðmundsson, Pétur Snæ- land, Úlfar Þórðarson, Jón D. Jóns- son, Jónas Halldórsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Magnús Pálsson, Þórður Guðmundsson, Þorsteinn Hjálmarsson, Stefán Jónson og Logi Einarsson. Rekinn fyrir að kaffæra Frakka Fyrir leikana fékk íslenska sund- knattleiksliðið tækifæri til að reyna sig gegn þýskum sundknattleiks- liðum, en keppni þeirra á leikunum hófst ekki fyrr en hálfum mánuði eft- ir komuna til Berlínar. Þeir sóttu í sig veðrið að getu með hverjum leik. Töpuðu þeim þó öllum nema þeim síðasta, þar gerðu þeir jafntefli. Alls sendu 16 þjóðir lið til keppni í sundknattleik og var Íslandi skipað í riðil með Sviss, Svíþjóð og Austur- ríki. Töpuðu okkar menn öllum við- ureignunum þremur. Lokatölur urðu 7-1 fyrir Sviss, 11-0 fyrir Svía og 6-0 fyrir Austurríki. Endaði ís- lenska liðið neðst í riðli sínum með markatöluna 1-24. Var það þó ekki lélegasti árangur liðs því lið Möltu fór af hólmi með enn óhagstæðari markatölu. „Við töpuðum öllum leikjunum eins og gera mátti ráð fyrir, meðal annars leiknum við Svía sem voru nokkuð góðir. Þá brenndi ég af í upp- lögðu færi. Því get ég aldrei gleymt. Ég var líka rekinn úr leik í viðureign okkar við Frakka. Ég er líklega eini Íslendingurinn sem rekinn hefur verið úr leik á Ólympíuleikunum. Það bar þannig til að einn Frakkinn greip í fótinn á mér og sneri upp á hann. Ég komst ekkert áfram svo ég sneri mér við og kaffærði hann og sat ofan á honum. Ég var rekinn upp úr fyrir það,“ segir Úlfar Þórðarson í áðurnefndri bók. Hálsbólga á versta tíma Liðið varð fyrir því fyrir fyrsta leik, að besti maður þess veiktist af skæðri hálsbólgu. Hann lá rúmfast- ur í þrjá daga en að morgni fyrsta leikdags var ákveðið að Jónas skyldi spila. Harka var talsverð í leiknum og fannst Íslendingum franskur dómari mjög vilhallur Svisslend- ingum. Skoraði liðið eitt mark og var Jónas þar að verki. Átti það eftir að verða eina mark Íslands í leikunum. Leikurinn gegn Svíum daginn eftir var öllu prúðmannlegri en hann end- aði þó 11-0. Fyrir troðfullum stúkum sundlaugarinnar léku Íslendingar sinn síðasta leik gegn Austurríki 10. ágúst. Mun leikurinn hafa verið kvikmyndaður eins og hann lagði sig. Átti liðið sinn besta dag á leik- unum og þótt getumunur væri á lið- unum og niðurstaðan yrði 6-0 fengu okkar menn lof fyrir leik sinn. Frjálsíþróttamennirnir fjórir unnu engin stórafrek í Berlín. Hæst bar frammistaða Sigurðar Sigurðs- sonar frá Vestmannaeyjum sem komst í aðalkeppnina í þrístökki. Til að ná þangað þurfti hann að stökkva yfir 14 metra, sem honum tókst í annarri tilraun. Raunveruleg stökk- vegalengd var ekki gefin upp en stökkið samt viðurkennt sem Ís- landsmet. Í aðalkeppninni náði hann 80 ár frá fyrstu sjálfstæðu ólympíuförinni Leikvangurinn í Berlín var sneisafullur alla daga en hann rúmaði um 100.000 áhorfendur. Leikarnir voru ákaflega þýðingarmiklir fyrir Íslendinga þar sem þetta var í fyrsta skipti sem þeir kepptu sem fullvalda þjóð undir eigin fána. FRÉTTIR 43Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Þú sérð betur með sér framleiddum glerjum eftir þínum þörfum LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 ALLT Í FÓKUS NÆR OG FJÆR SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 OUR VERDICT         DISLll<E: �           Marantz Melody Media M-CR610 Hvort sem pu vilt streyma t6nlist, hlusta  netutvarp, vilt fa heimabf6 el'la multiroom sound pa er petta retta gra:jan! Bluetooth - WiFi, netutvarp mel'l yfir 1000 utvarpssol'lum Stereomagnari 2x60W , utvarp, CD spilari, airplay Marantz Melody Media M-CR61O Voxoa T30 plotuspllarl MonitorAudio MR2 hatalarar Ver8 kr. 176.975.- nu a8elns kr.  Me8 MonitorAudio MR4 hatolurum Vera kr. 211.585.- nu a8elns kr.  ProJect plotuspilarar Mikio urval - Vero fra kr. 39.900.- Vinylplotur f urvali             www.hljomsyn.com Afar vonua GRADO heyrnat61 Verl'l fra kr. 14.900.- hljomsyn@hljomsyn.com ARMULA 38 - SfMl 588 5010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.