Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 24
VIÐTAL Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Lítil friðsamleg bæjarfélög eða yfirgefin eyja eru í huga Ragnars Jónassonar kjörinn vett- vangur fyrir morð og annan óhugnað. Í gær kom út áttunda bók hans, Drungi. Er hún önn- ur í röð trilógíu þar sem lögreglukonan Hulda er í aðalhlutverki. Sögusviðið er að stórum hluta Elliðaey árið 1997, en auk þess gerist bókin að hluta til á Vestfjörðum, í Heydal. Áður hefur Ragnar notað Siglufjörð sem sögusvið. Í raunveruleikanum er Ragnar kominn langt út fyrir landsteinana en bækur hans hafa verið þýddar og gefnar út í ótal löndum. Tilboðum, viðurkenningum og tilnefningum rignir inn. Það er því ekki að undra að það er í nógu að snúast hjá Ragnari sem er lögfræðingur í fullu starfi, faðir og eiginmaður. Já, og glæpa- sagnarithöfundur með meiru, sem hefur undanfarin átta ár skrifað átta spennusögur. Sterk tenging við Siglufjörð Ragnar er fæddur inn í bókhneigða fjöl- skyldu en bæði faðir hans og afi hafa skrifað bækur. Hann er alinn upp í Kópavogi en hefur verið með annan fótinn á Siglufirði þar sem ræturnar liggja. „Pabbi er alinn upp á Siglu- firði og amma og afi bjuggu þar og húsið þeirra er í fjölskyldunni,“ segir Ragnar sem fer þang- að oft á ári og hefur gert síðan hann man eftir sér. „Afi skrifaði bækur um sögu Siglufjarðar og ég er bara að skrifa um Siglufjörð með öðr- um hætti,“ segir Ragnar en fimm bóka hans gerast þar. „Þessi tenging er mjög sterk. Síðan ég byrjaði að skrifa hefur bærinn breyst mjög mikið, það hefur orðið þar mikil uppbygging og það hefur verið skemmtilegt að skrifa í gegn- um þessar breytingar.“ Las allt eftir Agöthu Christie Ragnar byrjaði að skrifa sögur og ljóð á unga aldri og las mikið sem barn. Hann segir að Agatha Christie hafi opnað fyrir sér nýjan heim. „Ég kynntist henni svona tólf ára og það var mjög sterkt og gott sam- band strax. Ég las allar hennar bækur sem ég komst yfir á bókasöfnum og þegar þær voru búnar á Borgar- bókasafninu fór ég á Lands- bókasafnið um helgar með pabba. Hann var sjálfur að grúska og tók mig með sér. Við sátum þar alltaf fyrir há- degi á laugardögum og þar las ég þær bækur sem voru kannski bara til í einu eða tveimur eintökum,“ segir Ragnar sem setti sér snemma það markmið að safna öllum íslenskum þýð- ingum á hennar bókum. „Það tókst loks í fyrra, þetta var eiginlega tuttugu ára verk- efni að eignast þær allar!“ segir Ragnar og hlær. Galin hugmynd að þýða bók Ragnar tók snemma upp á því að þýða smá- sögur. „Fyrst bara fyrir mig af því að mér fannst það skemmtilegt. Einhverjar voru birt- ar í Vikunni. Svo fékk ég þá gölnu hugmynd að þýða bók. Þá var ég sautján ára. Ég fór til Skjaldborgar og kynnti mig og Björn Eiríks- son, útgefandi, hafði svo samband. Ég var svo ungur að ég var ekki einu sinni með bílpróf, mamma keyrði mig þangað,“ segir Ragnar og er enn hissa á að Björn skyldi treysta unglingi fyrir því verki að þýða heila bók. „Já, það var alveg ótrúlegt,“ segir Ragnar og var mjög þakklátur útgefandanum fyrir tækifærið. „Svo leiddi eitt af öðru,“ segir hann. Varstu þá heldur óvenjulegur krakki? Ragnar hlær. „Já, frekar. Ég hafði kannski meiri áhuga á því að skrifa sögur en spila fót- bolta á þeim árum. En menn hafa alltaf tekið þessu bókastússi vel. Þetta þótti alltaf snið- ugt,“ segir hann en segist ekki hafa gengið með rithöfundinn í maganum sem barn. „Nei, en kannski blundaði það alltaf í mér, en mér fannst það eitthvað svo fjarlægt. Ég sá þetta í hillingum en maður miklar það fyrir sér að skrifa heila bók. Ég ætlaði upphaflega að fara í íslensku í háskólanum en endaði svo í lög- fræði. Það lá vel fyrir mér, er ákveðið grúsk og maður er að vinna með orð,“ segir Ragnar sem er yfirlögfræðingur hjá Gamma. Glæpaskrif- unum sinnir hann á kvöldin. Hið hættulega heillar fólk Ragnar sest niður á hverju kvöldi og vinnur við bókaskriftir þegar allt er komið í ró á heim- ilinu en hann á konu og tvær ungar dætur og því fjör á heimilinu. Hann segist ekki enn vera orðinn uppiskroppa með hugmyndir. „Ég er með svo margar hugmyndir í koll- inum,“ segir Ragnar sem fær hugmyndir víða úr umhverfinu. „Hugmyndirnar koma þegar ég hitti fólk eða les fréttir. Ég er yfirleitt með tvær eða þrjár bækur í huganum, sem mig langar til að skrifa.“ Hvað er það við mannfólkið sem skýrir þessa löngun til að lesa um morð og dularfulla at- burði? „Það er þráin eftir að upplifa ógn og hættu. Það er eitthvað í mannlegu eðli, að það sé spennandi að upplifa eitthvað hættulegt en að vita samt að þú sért í öruggri fjarlægð af því að þetta er bara í bókinni. Ég held að það sé mál- ið.“ Hugarheimur eldri konu Það hefur komið út ein bók á ári eftir Ragnar síðustu átta árin. Hann hyggst reyna að halda áfram á þeirri braut. „Já, ég er alla vega byrj- aður að skrifa bók fyrir næsta ár. Hún verður í sömu seríu og þessar tvær síðustu,“ segir hann en þar fylgjumst við með Huldu, lögreglukonu á sex- tugsaldri. Hafa margir spurt Ragnar hvers vegna hann hafi valið hana sem aðal- söguhetju. „Mig langaði að skrifa eitt- hvað mjög ólíkt því sem ég hafði verið að gera en í fyrri bókum var aðalsöguhetjan ungur strákur í löggunni. Þannig að andstæðan gæti ekki verið meiri, kona í lög- reglunni sem væri að hætta vegna aldurs. Svo er bara ekki nóg af konum sem eru söguhetjur. Mér fannst það áhugavert að skrifa þessa persónu en hún varð til á undan sögunni,“ segir Ragn- ar sem tekur fram að hann leggi mikla vinnu í persónu- sköpun. Hver er besta bókin þín að þínu mati? „Það er alltaf sú sem ég á eftir að skrifa. Næsta bók!“ segir hann hlæjandi. „Maður hlýt- ur að vilja bæta sig. Og ég held að það sé óhjá- kvæmilegt. Með hverri bók fer maður í gegn- um mikinn skóla.“ Vinsældir á erlendri grund Vinsældir Ragnars erlendis fara sívaxandi og mætti jafnvel segja að hann sé kominn á mikið flug í hinum alþjóðlega útgáfuheimi. Ragnar segir marga þætti spila saman sem geti skýrt þessar vinsældir. „Í fyrra kom fyrsta bókin mín út í Bretlandi og fór beint í toppsætið hjá Amazon. Hún fór á ótrúlegt flug og það var ákveðið að flýta útgáfu næstu bóka til að halda dampi. Það eru komnar út þrjár núna í Bretlandi og við erum að vinna í fjórðu. Það hefur gengið alveg vonum framar,“ segir Ragnar og nefnir að Ísland sé orðið vin- sælt úti í heimi. „Það er mikil stemning fyrir Íslandi og ég held að ég sé ekkert að tapa á því. Maður hittir á rétta mómentið en svo er líka mikill áhugi á norrænum glæpasögum. Það er áhugi á þessum raunsæja, drungalega raun- veruleika og á glæpum í friðsamlegum sam- félögum,“ útskýrir Ragnar. Útgefandinn hans í Bretlandi kynnti hann líka sem þýðanda Agöthu Christie. „Hún vakti athygli á því þegar bókin var kynnt, að þarna væri Agatha að mæta norrænu glæpasögunni, „Nordic noir“. Og þannig náði hún kannski til hópa aðdáenda þessara gömlu, klassísku saka- málasagna. Ég er auðvitað undir áhrifum frá Agöthu Christie en reyni þó að taka það besta frá öllum, hvernig sem það gengur.“ Það er nóg pláss fyrir alla Arnaldur og Yrsa hafa kannski rutt brautina fyrir þig? „Já, að sjálfsögðu, engin spurning. Án Arn- aldar og Yrsu væri ekki verið að gefa út bæk- urnar mínar neins staðar, ég held að það sé al- veg ljóst. Þau sýndu fram á að það er hægt að skrifa glæpasögur á Íslandi og að þær geta selst vel. Yrsa hefur raunar stutt mig dyggi- lega í því að koma mér á framfæri erlendis og það er frábært að eiga svona gott bakland,“ segir Ragnar sem lítur ekki á það sem svo að hann sé í samkeppni við þau. „Það er nóg pláss fyrir alla. Við erum til dæmis öll með sama útgefanda í Bandaríkj- unum,“ segir hann og hann er nú að hasla sér völl í fyrsta sinn á Bandaríkjamarkaði. „Snjó- blinda er að koma út núna í janúar í Bandaríkj- unum. Mér heyrist vera stemning fyrir henni og stærsta bókakeðja Bandaríkjanna, Barnes & Noble, hefur þegar staðfest að Snjóblinda verði til sölu í 595 af 650 verslunum þeirra um gjörvöll Bandaríkin.“ Sjónvarpssería á döfinni Í Bretlandi var það fyrirtækið Orenda sem gaf út Siglufjarðarseríuna en Ragnar landaði samningi við stórfyrirtækið Penguin sem sér um útgáfu á Dimmu og Drunga. „Þannig að ég er í rauninni með tvo útgefendur í Bretlandi,“ segir hann en nú stendur til að gera sjónvarps- þætti byggða á Siglufjarðarseríunni. „Félagið On The Corner, sem framleiddi heimildar- myndina um Amy Winehouse sem fékk Ósk- arinn sem besta heimildarmyndin, keypti rétt- inn. Ég hef mikla trú á þessum mönnum og hitti þá reglulega,“ segir Ragnar en fyrirtækið hyggst vinna þættina á næstu misserum. „Þetta er mjög spennandi. Hugmyndin er að gera þetta á ensku en vonandi verða þættirnir teknir upp á Íslandi,“ segir Ragnar sem segist fá það hlutverk að vera ráðgjafi við þáttagerð- ina en handritaskrif yrðu í höndum fagmanna á því sviði. Ragnar segist alltaf hafa séð fyrir sér að hinn íslenski Þorvaldur Davíð Kristjánsson myndi leika aðalpersónuna, lögreglumanninn Ara, ef þættir yrðu gerðir eftir Siglufjarðar- bókunum. „Þeir vita vel af honum,“ segir Ragnar. „Að sjálfsögðu ráða þeir þessu alfarið en maður er duglegur að minna þá á að það sé fullt af góðum íslenskum leikurum sem geta spjarað sig erlendis.“ Er þig farið að dreyma um Hollywood? „Nei, nei, síður en svo. Ef bresku framleið- endurnir geta gert þætti úr seríunni væri það eitt og sér frábært. Ég held líka að svona bæk- ur henti betur þáttum en bíómyndum. Þá getur maður betur fylgst með persónunum þróast. Af Fáránlegar tilviljanir keyra þetta áfram  Drungi er áttunda bók Ragnars Jónassonar  Sjónvarpssería verður gerð í Bretlandi Spenna „Það er þráin eftir að upplifa ógn og hættu. Það er eitt- hvað í mannlegu eðli, að það sé spennandi að upplifa eitthvað hættulegt en að vita samt að þú sért í öruggri fjarlægð af því að þetta er bara í bókinni. Ég held að það sé málið,“ segir Ragnar, spurður hvers vegna fólk vill lesa um morð og glæpi. Útgáfa Nýjasta bók Ragnars, Drungi, gerist á Elliðaey. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þýðingar Bækur Ragnars hafa nú þegar verið þýddar á sjö tungumál. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.