Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst þetta þýða eitt einn dag- inn og annað þann næsta. Kannski eru hjónin úti á túni eða í einhverjum gerviheimi. Mögulega er þetta dæmi um heimili sem búið er að ofhanna – innanhúshönnun á lokastigi“ segir Ólafur Egill Eg- ilsson leikstjóri þar sem við stönd- um á Litla sviði Borgarleikhúss- ins og virðum fyr- ir okkur leikmynd Ilmar Stefáns- dóttur við leikritið Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, sem frumsýnt verður í kvöld. Í verkinu leika hjónin Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir þau Jó- hann og Maríönnu sem verið hafa gift í tíu ár. Þau sýnast hamingjusömu og allt virðist ganga þeim í haginn þar til Jóhann tilkynnir Maríönnu að hann vilji skilja. Við tekur kvöldstund þar sem allt er gert upp: hjónabandið, sambandið, vináttan, kynlífið, draum- arnir, gleðin, sorgin, vonin og frelsið. „Verkið byggist á sex klukku- stunda langri sjónvarpsseríu Ing- mars Bergman sem sýnd var í tíu hlutum í sænska sjónvarpinu 1973. Upp úr því gerði hann leikgerð sem frumsýnd var á sviði í hans leikstjórn 1981 auk þess sem gerðar hafa verið fleiri leikgerðir. Okkar grunnur er leikgerð Bergmans, en við aukum töluvert við úr sjónvarpsþáttunum og fellum annað út á móti í ljósi breyttra tíma,“ segir Ólafur Egill og nefnir sem dæmi að í nútímasamhengi væri sérkennilegt ef börnin væru alfarið á könnu móðurinnar líkt og tíðkaðist áður fyrr. Aðspurður segist Ólafur Egill fyrst hafa kynnst verkinu á mennta- skólaaldri þegar hann sá mikið klippta kvikmyndaútgáfu af sjón- varpsseríunni. „Á þeim tíma fannst mér þetta áhugavert verk, en það snerti mig ekki þannig. Ég held að maður þurfi að hafa einhverja reynslu af því að vera í sambandi og samlífi og lífinu til þess virkilega að komast í samband við þetta efni. Þeg- ar ég frétti síðan í gegnum Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra að verkið hafði verið hér til skoðunar fór ég að kynna mér það betur og varð algjörlega hugfanginn. Þetta er verk sem fer inn í kvikuna á manni. Hve- nær á maður að halda áfram og berj- ast fyrir sambandi? Og hvenær á maður að sleppa tökunum? Getur maður skilið sjálfan sig án þess að skilja? Eða verður maður að skilja til að geta skilið sjálfan sig? Ég heillaðist af því hvernig Berg- man byggir upp senurnar og kúvend- ir þeim. Það er stöðug framvinda og alltaf eitthvað nýtt að koma fram sem ögrar manni, vekur hughrif eða mað- ur tengir við. Þetta er líka heimur sem við þekkjum öll, tveggja manna heimur sambandsins. Allir sem hafa verið í sambandi þekkja hin ofur- fínlegu brögð sem við beitum þá sem við elskum, eða elskum ekki, hvernig eitt augnatillit breytir meiningu orðanna. Hvernig við segjum hlutina þegar við meinum eitthvað allt annað. Hvernig eitt „jæja“ á sér þúsund merkingar o.s.frv.,“ segir Ólafur Eg- ill og tekur fram að til þess að ná eins sannri og nákvæmri mynd af þessum heimi hafi sér þótt mikilvægt að fá hjón til að leika hjónin og þá hafi legið beint við að leita til Unnar og Björns. „Fyrir tuttugu árum stofnaði Unn- ur leikhóp og bauð mér að leika í Sköllóttu söngkonunni eftir Ionesco í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafs- dóttur þá um sumarið. Í framhaldinu vorum við saman í bekk í Leiklistar- skólanum. Björn var síðan í bekk með konunni minni, Esther Taliu [Casey], í Leiklistarskólanum. Við höfum því fylgst að í lífinu í næstum tuttugu ár og erum mjög góðir vinir, förum sam- an í sumarfrí, borðum saman, hlæjum og grátum saman og allt það besta,“ segir Ólafur Egill og tekur fram að þetta hafi vafalítið veitt þeim ákveðið forskot í vinnunni. „Við byrjum þann- ig að segja í öðrum gír. Í forgjöf fæ ég síðan táknmál og tungumál Unnar og Björns sem pars.“ Ákveðin hreinsun Rúmt hálft annað ár er síðan Ólaf- ur Egill leikstýrði sinni fyrstu upp- færslu í Borgarleikhúsinu, þ.e. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur, sem var samstarfsverkefni við Sokkabandið. Var það jafnframt fyrsta leikstjórnarverkefni hans í at- vinnuleikhúsi, en fram að því hafði hann leikstýrt m.a. Herranótt og Stúdentaleikhúsinu. Spurður hvort hann langi í auknum mæli að snúa sér að leikstjórn segist Ólafur Egill vera til þegar rétta verkefnið liggur fyrir. „En þá þarf maður líka að vera að leita,“ segir Ólafur Egill og bætir við: „Jú, ég vona að það verði fleiri leikstjórnarverkefni, því vinnan við uppsetningu Brota úr hjónabandi og Hystory hefur verið mjög ánægjuleg. Þarna á sér stað ákveðin hreinsun. Maður fær að tala við sjálfan sig. Þetta er eins og þegar maður er beð- inn að ráða einhverjum heilt – þá er maður oft að ráðleggja sjálfum sér í leiðinni. Ég hef grætt óskaplega mik- ið á leikstjórninni. En maður veit ekki hvað verður. Í seinni tíð hef ég verið að skrifa meira, en ég myndi ekki vilja hætta að leika. Ég hef alltaf upplifað það þannig að eitt nærir annað. Mér hefur fund- ist það að skrifa hafa hjálpað mér að skilja betur texta og gert mig að betri leikara. Að vera leikari var forsenda fyrir því að fara að skrifa. Ég upplifi það eins með leikstjórnina. Þetta nærir hvað annað. Það er gott að fara út á gólfið en það er líka gott að setj- ast á leikstjórnarbekkinn.“ Samsköpun okkar allra Inntur eftir því hver galdurinn að góðri leikstjórn sé vitnar Ólafur Egill til breska leikstjórans Peters Brook. „Í einni bóka sinna lýsir hann leik- stjóranum sem blindum leiðsögu- manni. Ég upplifi mig mjög mikið þannig. Ég vil líka vera góður við fólk. Ég vil að fólk njóti sín og þá þarf að ríkja fullkomið traust í þessari vinnu. Ég lít svo á að mitt hlutverk sé að gera fólki kleift að gefa allt í botn og njóta sín til fulls á sínum for- sendum, ekki mínum. Þetta er sam- sköpun okkar allra – og þá er ég að tala um alla sem koma að sýningunni. Hér hjá mér hafa ljósahönnuðir, hljóðmeistarar og tónsmiðir rétt á því að hafa skoðanir á öllu. Sýningin græðir á því – alltaf. Ég hef stundum upplifað það sem leikari að leik- stjórar séu of uppteknir af því að þeirra sýn komi fram, þeirra hug- myndir og útfærsla, og enda fyrir vikið kannski með alltof mikið af sjálfum sér í verkinu, njóta þess ekki að vera í samstarfi við fólk og verkið verður eintóna og flatt fyrir vikið. Það var mér mikill innblástur að vinna með Þorleifi Erni Arnarssyni þegar við settum upp Engla alheims- ins og sjá hans nálgun á leikhúsið. Ég hef líka verið heppinn að vinna með mörgum frábærum íslenskum leik- stjórum. Í mínum huga á leikstjóri frekar að örva og hvetja en skipa og stýra. Svo byggi ég mikið á texta- greiningu; og rembist við að vera minn eigin dramatúrg og finna leik- bærar stærðir og víddir með textann sem útgangspunkt. En forðast að vera með álímdar stílæfingar. Mín reynsla hefur verið að ef textavinnan, grunngreining verksins, er unnin af sannfæringu þá þarf maður miklu minna að pæla í útfærslum á smá- atriðum.“ Brot úr hjónabandi er líkt og Hy- story sett upp á Litla sviðinu. Það liggur því beint við að spyrja Ólaf Eg- il hvort hann kjósi frekar að vinna verk inn í lítil rými en stór. „Ég hef náttúrlega engan samanburð sem leikstjóri, en sem leikari þekki ég það að inni á stóru sviðunum er allt þyngra í vöfum og hlutir geta auð- veldlega týnst í flæminu. Það er ákveðinn lúxus að fá að vera í litlu rými sem býður upp á mikla nánd, bæði fyrir leikara og áhorfendur. Mér finnst sjálfum frábært að leika á litlum sviðum. Þetta væri allt önnur sýning ef hún hefði verið sett upp á Stóra sviðinu. Brot úr hjónabandi á heima hér, því þetta er mjög tempruð og fínleg sýning um blæbrigðin í sam- skiptum okkar, allt þetta hversdags- lega og litla sem safnast saman og er á endanum orðið þetta stóra stóra. Þetta líf okkar, með öllu sínu.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Skilja „Hvenær á maður að halda áfram og berjast fyrir sambandi? Og hvenær á maður að sleppa tökunum? Getur maður skilið sjálfan sig án þess að skilja? Eða verður maður að skilja til að geta skilið sjálfan sig?“ spyr Ólafur Egill leikstjóri. Með hlutverk hjónanna fara Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Verk sem fer inn í kvikuna“  Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld  „Í mínum huga á leikstjóri frekar að örva og hvetja en skipa og stýra,“ segir Ólafur Egill Ólafur Egill Egilsson Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Hröð og góð þjónusta um allt land Eigum einnig til mikið úrval af perum og öryggjum í bíla Áratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.