Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 50
50 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
ÞITTERVALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUMOGEININGUM
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
HÁGÆÐADANSKAR
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Vinstrimenn í Demókrataflokknum í
Bandaríkjunum og stuðningsmenn
Donalds Trump í Repúblikana-
flokknum eiga það sameiginlegt að
aðhyllast einangrunarhyggju í
utanríkismálum. Hillary Clinton er
hlynntari hernaðaríhlutunum af
hálfu Bandaríkjanna en keppinautur-
inn og stefna hennar í utanríkis- og
öryggismálum er líkari þeirri stefnu
sem forystumenn Repúblikana-
flokksins hafa fylgt síðustu áratugi,
að mati margra fréttaskýrenda
vestanhafs.
Yfirlýsingar Hillary Clinton og
helstu aðstoðarmanna hennar benda
til þess að hún verði viljugri en Bar-
ack Obama að beita hervaldi verði
hún kjörin forseti Bandaríkjanna í
kosningunum á þriðjudaginn kemur,
að mati stjórnmálaskýrenda The
Wall Street Journal. Þeir segja að
stefna hennar í utanríkismálum sé að
þessu leyti ólík viðhorfum vinstri-
manna í Demókrataflokknum, undir
forystu Bernie Sanders, sem beið
ósigur fyrir henni í forkosningum
flokksins fyrr á árinu. Þeir hafa
gagnrýnt hana fyrir að vera of viljug
að styðja hernaðaríhlutanir í öðrum
löndum. Donald Trump er sömu
skoðunar og vinstrimennirnir í þess-
um efnum og einangrunarstefna
hans í utanríkismálum nýtur vaxandi
stuðnings í Repúblikanaflokknum, að
mati The Wall Street Journal. Blaðið
telur að klofningurinn í báðum flokk-
unum milli íhlutunarsinna og and-
stæðinga hernaðaríhlutana geti orðið
til þess að erfitt verði fyrir næsta for-
seta að ná stefnu sinni í utanríkis-
málum fram, hvort sem það verður
Clinton eða Trump sem hreppir emb-
ættið.
Í stríði við flokkinn
Með stefnu sinni hefur Trump í
raun lýst yfir stríði á hendur flokkn-
um sínum og það hefur orðið til þess
að hundruð frammámanna repúblik-
ana hafa annaðhvort neitað að styðja
hann eða jafnvel lýst yfir stuðningi
við Hillary Clinton, að sögn frétta-
skýrenda tímaritsins Foreign Policy,
Moll O’Toole og Dan de Luce.
Stefna Trumps í utanríkismálum
er að mörgu leyti óljós en henni hefur
verið lýst sem þjóðernissinnaðri ein-
angrunarhyggju. Fréttaskýrendur
Foreign Policy telja einangrunar-
hyggju Trumps vera í andstöðu við
hugsjónir þeirra repúblikana sem
hafa gegnt embætti forseta Banda-
ríkjanna frá síðari heimsstyrjöldinni.
Þeir hafi átt það sameiginlegt „að líta
á Bandaríkin sem stórveldi í heim-
inum, sem ætti að styðja og vernda
frjálsa markaði og frjálsa verslun og
beita diplómatískum og hernaðar-
legum mætti sínum til að verja hags-
muni Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra“.
Til vinstri við Clinton
Bent hefur verið á að Donald
Trump hefur ekki aðeins verið lengra
til vinstri í sumum málum en Repú-
blikanaflokkurinn, heldur einnig til
vinstri við Hillary Clinton. Í kosn-
ingabaráttunni hefur Trump farið
lofsamlegum orðum um Bernie
Sanders sem lýsti sér sem „lýðræðis-
legum sósíalista“ í forkosningunum. Í
lofræðum sínum um Sanders hefur
auðkýfingurinn m.a. skírskotað til
ásakana hans um að Hillary Clinton
sé „algerlega á valdi fjármálafyrir-
tækjanna á Wall Street“ og andstöðu
hans við fríverslunarsamninga milli
ríkja.
Trump hefur einkum gagnrýnt frí-
verslunarsamning Norður-
Ameríkuríkja, NAFTA, og sagt að
hann sé „eitt af stóru efnahagslegu
slysunum“ í sögu Bandaríkjanna.
„Hann hefur eyðilagt landið okkar
eins og við þekkjum það,“ hafði The
Washington Post eftir honum. Þótt
Trump hafi kennt Bill Clinton, eigin-
manni Hillary, um fríverslunar-
samninginn var það George Bush
eldri sem undirritaði hann 17. desem-
ber 1992, rúmum mánuði áður en
hann lét af embætti. Bill Clinton
undirritaði hins vegar lög um full-
gildingu samningsins.
Í fararbroddi í baráttunni
gegn fríverslun
Trump og Sanders hafa einnig ver-
ið andvígir fríverslunarsamningi
Bandaríkjanna og ellefu landa við
Kyrrahaf (TPP) sem var undirrit-
aður í febrúar. Hillary Clinton var
hlynnt samningnum en segist núna
vera andvíg honum. Hún hefur hins
vegar forðast að gagnrýna aðra frí-
verslunarsamninga, m.a. NAFTA.
Fréttaskýrendur Foreign Policy
telja að með forsetaframboði Don-
alds Trump hafi verndartollastefna
aldrei fengið jafnöflugan talsmann í
Repúblikanaflokknum frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. „Viðskipti
hafa alltaf verið á meðal hornsteina
Repúblikanaflokksins í utanríkis-
málum, að meira leyti en Demókrata-
flokksins, sem hefur haft áhyggjur af
fríverslun, og nú er það forsetaefni
repúblikana sem er í fararbroddi í
baráttunni gegn fríverslun,“ hefur
Foreign Policy eftir John Bellinger,
sem var lögfræðilegur ráðgjafi utan-
ríkisráðuneytisins og Þjóðaröryggis-
ráðs Bandaríkjanna í forsetatíð
George W. Bush. Hann segir að
Repúblikanaflokkurinn sé í miklum
vandræðum vegna klofningsins í
utanríkismálum. Hann telur jafnvel
líklegt að flokkurinn klofni ef ekki
tekst að endurreisa hann eftir kosn-
ingarnar.
„Repúblikanar fóru í rúmið með
skrímsli í ár og það tekur þá einhvern
tíma að losna úr því,“ hefur Foreign
Policy eftir Eliot Cohen, sem starfaði
í varnarmála- og utanríkisráðuneyt-
inu í forsetatíð George W. Bush.
Íraksstríðið skaddaði flokkinn
Fréttaskýrendur tímaritsins segja
að kjósendur í Bandaríkjunum hafi
yfirleitt borið meira traust til leið-
toga repúblikana en demókrata í
þjóðaröryggismálum á síðustu ára-
tugum, að minnsta kosti frá Víetnam-
stríðinu 1957-75. Nú hafi það hins
vegar breyst. „Innrásin í Írak, með
hörmulegum afleiðingum hennar og
gölluðum rökstuðningi, stórskaddaði
trúverðugleika Repúblikanaflokks-
ins í utanríkismálum. Stríðsþreyta
almennings hjálpaði Obama að vinna
forsetakosningarnar. Og núna hefur
Repúblikanaflokkurinn orðið fyrir
öðru áfalli, í þetta sinn vegna
Trumps,“ skrifa Molly O’Toole og
Dan De Luce.
Trump hefur verið mjög stórorður
í málflutningi sínum í öryggismálum,
m.a. sagst ætla að „sprengja ISIS
[Ríki íslams] til helvítis“ og léð máls á
því að styðja dráp á fjölskyldum
manna sem grunaðir eru um aðild að
hryðjuverkastarfsemi.
Eins og Sanders hefur Trump hins
vegar gagnrýnt Clinton fyrir að
greiða atkvæði með hernaðinum í
Írak árið 2003 í öldungadeild Banda-
ríkjaþings og fyrir að styðja hern-
aðaríhlutunina í Líbíu árið 2011 þeg-
ar hún var utanríkisráðherra.
Trump hefur einnig hafnað hern-
aðaríhlutun í Sýrlandi, ólíkt Clinton,
sem virðist vera viljugri en Barack
Obama til að beita hervaldi þar.
Clinton lýsti yfir stuðningi við flug-
bannssvæði yfir Sýrlandi í þriðju og
síðustu sjónvarpskappræðum for-
setaefnanna 20. október. „Flug-
bannssvæði getur bjargað manns-
lífum og flýtt fyrir því að átökunum
ljúki,“ sagði hún og skírskotaði m.a.
til grimmilegra loftárása hers Sýr-
lands og Rússa á borgina Aleppo.
Þær hafa valdið miklu mannfalli
meðal saklausra borgarbúa.
Trump hefur hins vegar hafnað
þessari tillögu og sagt að hún myndi
leiða til stríðs við Rússa og þriðju
heimsstyrjaldarinnar. Clinton hefur
tekið harða afstöðu gegn stjórn Vla-
dímírs Pútíns, forseta Rússlands,
vegna hernaðar Rússa í Sýrlandi og
Úkraínu. Trump hefur aftur á móti
lokið lofsorði á Pútín og boðað aukið
samstarf við stjórn hans.
„Fóru í rúmið með skrímsli“
Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum í miklum vanda vegna framboðs Donalds Trump og
klofnings í utanríkis- og öryggismálum Hefur grafið undan hornsteinum í stefnu repúblikana
Donald Trump hefur vikið frá hefðbundinni stefnu Repú-
blikanaflokksins í öryggismálum með því að draga í efa
þýðingu varnarsamstarfsins við NATO-ríki fyrir Banda-
ríkin. Trump hefur sagt að verði hann forseti sé ekki
öruggt að hann myndi fyrirskipa her Bandaríkjanna að
verja bandalagsríki NATO ef Rússar réðust á það. Hann
myndi til dæmis fyrst gera athugun á því hvað viðkom-
andi aðildarríki legði fram til bandalagsins áður en
Bandaríkjamenn skærust í leikinn. Þessi afstaða gengur
gegn fimmtu grein stofnsáttmála NATO um að árás á
eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll.
Trump hefur ennfremur hvatt til þess að samstarfsríki Bandaríkjanna
á borð við Suður-Kóreu, Japan og jafnvel Sádi-Arabíu verði sér úti um
eigin kjarnavopn. Sú tillaga er í andstöðu við þá stefnu repúblikana og
demókrata síðustu áratugi að berjast gegn útbreiðslu kjarnavopna í
heiminum.
Efast um NATO-samstarfið
TRUMP HVETUR TIL ÚTBREIÐSLU KJARNAVOPNA
Forsetaefnið
Donald Trump
AFP
Þessum myndum af forsetaefnunum í Bandaríkjunum
var stillt upp fyrir framan apa í almenningsgarði í Hun-
an-héraði í Kína til að spá um hvort þeirra færi með
sigur af hólmi í forsetakosningunum á þriðjudaginn
kemur. Svo fór að apinn valdi Donald Trump, forseta-
efni repúblikana, og rak honum rembingskoss.
Apinn valdi Donald Trump