Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 75
MINNINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 ✝ Valborg StellaHarðardóttir fæddist í Reykja- vík 4. september 1953. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 24. október 2016. Foreldrar eru Hörður Kristófers- son, f. 9. október 1917, d. 21. sept- ember 2006, og Pálína M. Stefánsdóttir, f. 12. febrúar 1925. Eiginmaður Valborgar er Eggert Þór Jóhannsson, f. 21. október 1952. Synir þeirra: Hörður Páll, f. 21. júlí 1973, í sambúð með Karen Ómarsdóttur, Ant- on Ingi, f. 23. apríl 1981, í sambúð með Þorgerði Jónsdóttur, Stefán Jóhann, f. 3. maí 1984, í sambúð með Jóhönnu Láru. Barnabörn Valborgar eru fimm. Systir er Kristín Harð- ardóttir, f. 12. febrúar 1955, eiginmaður hennar Bjarni Hall- dórsson. Útför Valborgar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 4. nóvember 2016, klukkan 13. Valborg lést 24. október síð- astliðinn. Valborg fluttist með foreldrum sínum í Kópavog þeg- ar hún var eins árs. Ári síðar varð Kópavogur sjálfstætt bæjarfélag. Alla tíð síðan hefur Valborg átt heima í Kópavogi og þar hefur ævistarf hennar legið. Fyrst starfaði hún við verslunarstörf en lengst af hefur hún unnið í leik- skólanum að Fögrubrekku. Henni þótti ákaflega gaman að umgangast börn og eignaðist marga vini í barnahópnum. Það er mjög erfitt að sjá á bak dóttur sinni en maður festir sig við góðu minningarnar og þakkar fyrir glaðar samverustundir. Ég vil þakka elskulegum tengdasyni mínum fyrir einstaka elskusemi og umhyggju sem hann sýndi Valborgu til hinsta dags. Ó, blóm sem deyið! Björtu vökunætur, sem bráðum hverfið inn í vetrarskuggann! Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fætur og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann. (Tómas Guðmundsson) Þín móðir, Pálína Stefánsdóttir. Með tárin í augunum skrifa ég hér niður nokkur orð um elsku- legu tengdamóður mína. Söknuð- urinn er mikill og ég trúi því varla að við séum að kveðja þig, elsku Valborg mín. Þegar ég kynnist Stebba þín- um tókstu mér svo vel og mér leið strax eins og ég væri partur af fjölskyldunni. Það sem mér leið alltaf vel í kringum þig og þú varst svo eðlileg og með góða nærveru. Við áttum það sameiginlegt að vera báðar að vinna í leikskóla og það tengdi okkur mikið þar sem við skildum hvor aðra vel þegar við töluðum um allt það skemmti- lega, erfiða og krefjandi við það starf. Þér leið vel í vinnunni og það var svo gaman að heyra allar sögurnar sem þú sagðir um börn- in sem þér þótti svo vænt um og kölluðu þig líka ömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst ykkur og að börnin mín hafi fengið ömmu eins og þig. Ég gleymi því aldrei þegar þú og Deddi gáfuð mér saumavél í afmælisgjöf og ég kunni ekki einu sinni að þræða vélina og þú komst og hjálpaðir mér að sauma mín fyrstu rúmföt fyrir Kristínu Völu. Sumarbústaðaferðirnar, úti- legurnar, matarboðin, réttirnar í Víðidalstungu, kjúklingaréttur- inn á áramótunum, allir vettling- arnir, húfurnar, heimferðasettin og eyrnabörnin sem þú prjónaðir fyrir okkur, sushi-veislurnar, ís- inn sem alltaf var til hjá ömmu Valborgu, allar sögurnar sem þú sagðir okkur um strákana þína, allar yndislegu samverustundirn- ar eru brot af þeim minningum sem við eigum með þér. Elsku Valborg mín, ég kveð þig með söknuði og orð fá því ekki nógu vel lýst hvað ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við höldum minn- ingunum á lífi um ókomna tíð. Ég skal gera mitt allra besta að hugsa vel um Stebba þinn, Dedda, Kristínu Völu og Re- bekku Lind ömmustelpur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir. Elsku Valborg systir, hvað get ég sagt? Allt í einu ertu hrifin á brott frá okkur. Einungis sjö mánuðir eru síðan þú greindist með krabbamein og var baráttan stutt og snörp. Ég veit þú varst ekki tilbúin fyrir þetta, en ég veit að þér líður betur núna. Það hef- ur verið tekið vel á móti þér og ég trúi því að við eigum eftir að hitt- ast aftur seinna. Hún Valborg amma var nú svo opin fyrir öllu þessu lífi eftir dauðann og þegar ég var nokkur sumur í sveit hjá henni fyrir vestan komst ég í kynni við bækur um þessi málefni og er ég því sáttari við brottför þína. Þegar ég hugsa til baka þá er ótrúlegt, þar sem ég er einu og hálfu ári yngri, hvað ég fékk oft að skottast með Valborgu sem unglingur. T.d. 14 ára tók hún mig með sér í Húsafell um verslunar- mannahelgi ásamt vinkonu sinni en að vísu bæði keyrði og sótti pabbi okkur. Einnig vorum við saman tvö sumur í siglingaklúbb í Nauthólsvík ásamt vinkonum og var það ótrúlega skemmtilegur tími. Þá er mér minnisstætt þeg- ar Valborg var komin með bílpróf og ég og Eyja vinkona vorum með henni á rúntinum í Austur- stræti á gömlu Cortinunni hans pabba. Þar lentum við í hallær- isatviki þar sem Valborg keyrði aftan á næsta bíl því ég og Eyja vorum að benda henni á ein- hverja sæta stráka. Við vorum heppnar að pabbi var bifvélavirki og reddaði öllu, líka beyglunni á hinum bílnum, og tók hann þessu létt. Allar góðu minningarnar á ég og get yljað mér við þær. Valborg starfaði stóran hluta af starfsævi sinni við umönnun barna og gaf það henni mikið. Hún bjó til sögur sem voru vin- sælar hjá börnunum en verst er að þær eru ekki til á blaði. Elsku Deddi mágur, Hörður Páll, Anton, Stefán og fjölskyld- ur. Við höldum minningunni hennar á lofti og ég geri mitt besta til að líta eftir strákunum. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttr) Elsku stóra systir, takk fyrir samveruna í þessu jarðlífi. Þín systir, Kristín Harðardóttir. Hver minning dýrmæt perla að loknum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Andinn hennar Valborgar frænku okkar fékk flugtaksheim- ild að morgni 24. október sl. Það er ég viss um að Hörður faðir hennar hefur beðið á flugvellin- um hinum megin og tekið á móti henni, knúsað hana og svo jóðlað „olíholíhí“. Tekið nokkur dans- spor og síðan brunað með hana í Gullvagninum beint í Garðshorn í hinum heiminum og þar hafi ver- ið móttökuathöfn genginna ætt- ingja og vissulega hefur kæra frænka okkar fengið hlýjar mót- tökur og nú sé þar hlátur, kátína mikil og frá mörgu að segja. Það hefur örugglega vantað góða konu til að líta eftir öllum engla- börnunum og þess vegna hefur hún verið kölluð á næsta stig til- verunnar og þar fengu þeir sem þar ráða góða konu til starfa, börn löðuðust að henni frænku okkar og vann hún í mörg ár á leikskóla í jarðlífinu. Minningar streyma fram eins og fljót, minningar sem spanna áratugi aftur í tímann, minningar úr bernsku og svo auðvitað nær okkur í tíma, allt eru það ljúfar minningar sem einkennast af gleði og hlátri því hún átti kapp- nóg af honum. Minningar áhyggjulausra æskuára þegar þær systur, Valborg og Kristín (Vabba og Kigga) komu til sum- ardvalar á Hvalskeri hjá ömmu okkar, móðurbróður og fjöl- skyldu. Æskuárin urðu að ung- lingsárum og síðan komu fullorð- insárin og Deddi hennar bættist í hópinn og drengirnir þeirra fæddust og lífið hélt áfram við leik og störf og minningasöfnun. Svo náin voru þau hjónin að þau voru gjarnan nefnd bæði í einu, Valborg og Deddi eða Deddi og Valborg. Fyrstu árin bjuggu þau á Digranesveginum hjá foreldr- um Valborgar og því var sam- gangurinn mikill þegar við kom- um við þar á bæ… og alltaf var það gleðin sem réð ríkjum og Val- borgarþáttur þar ekki hvað minnstur. Valborg var alltaf boðin og bú- in til þess að rétta hjálparhönd við eitt og annað, hvort sem það var að koma saman flík á væna frænku þegar sú ætlaði að bregða sér af bæ og ætlaði að vera fín eða „bara“ hversdagsflík. Baka kökur fyrir fermingu frænku sinnar… það var bara nóg að ámálga hlutinn þá var hann tilbúinn frá henni eftir skamma stund. Rauðkáls- terturnar hennar voru líka ljúf- fengar. Kæri Deddi, Hörður Páll, Ant- on Ingi og Stefán Jóhann og fjöl- skyldur, kæra Pálína og kæra Kristín og fjölskylda, missir ykk- ar er mestur og megi minningar um kæru Valborgu okkar allra milda söknuðinn og minning hennar lifir áfram með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Systkinin úr Ásgarði, Sólveig, Ívar og Eygló. Í dag kveð ég Valborgu, æsku- vinkonu af Holtinu, sem kvaddi okkur allt of snemma. Við áttum heima hvor á móti annarri við Digranesveginn, vorum samferða í skólann, og lékum okkur saman uppvaxtarárin, það var margt brallað saman á þessum árum. Þegar átti að hafa sig til setti Val- borg í sig stærstu hárrúllurnar til að slétta hárið en ég permanent- pinna til að fá krullur eins og Val- borg var með. Eins og gengur varð sam- bandið heldur minna seinni árin þegar við bjuggum ekki lengur í nágrenni, hittumst þó oft á förn- um vegi og spjölluðum. Töluðum svo oft saman í sumar og haust, það var bara allt of stuttur tími. Við áttum eftir að tala svo miklu meira saman, en við tökum upp þráðinn síðar. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekkert svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku Deddi, Hörður, Anton, Stefán, Pálína og Kristín. Ég votta ykkur samúð mína. Linda og Jón. Í dag kveðjum við kæra vin- konu.Valborg ólst upp á Holtinu austast á Digranesinu, þar var hópur skemmtilegra krakka á líku reki og foreldrar okkar voru frumbyggjar í Kópavogi. Á þessu holti myndaðist fljótt sérstök stemming og samheldni, hús- mæðurnar voru heimavinnandi og allt holtið var leikvöllurinn okkar. Þessi frumbýlingsár voru skemmtileg, byggðin endaði við Digranesveginn og við tók gamli Digranesbærinn og túnin í kring, margt var brallað og margir voru leikirnir okkar, Valborg var flink og fljót að hlaupa og oftast voru leikirnir á lóðinni hjá Herði og Pálínu. Þar var heilt ævintýra- land og við vorum heimagangar hvert hjá öðru. Ég á góðar og dýrmætar minningar um Val- borgu, við erum nokkrar jafn- öldrur af holtinu sem höfum hald- ið góðu sambandi og hist á nokkurra ára fresti, það hefði mátt vera oftar það sér maður núna þegar Valborg er dáin. Val- borg var mörgum góðum kostum búin, alltaf var hún glöð og kát með sína dökku lokka og brúnu augu, einstaklega jákvæð og barngóð enda eftirsótt barnapía og gerði það síðan að ævistarfi sínu. Við gengum saman í barna- og gagnfræðaskóla og vorum oft- ast í sama bekk. Árin liðu, Val- borg giftist Dedda sínum og eign- uðust þau þrjá myndarlega syni og bjuggu áfram í Kópavogi, hún var mikil móðir og góð amma og stolt af fjölskyldu sinni. Ég minn- ist Valborgar með hlýju og sökn- uði og sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Guðrún Helga Andrésdóttir. Valborg Stella Harðardóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, AGNESAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Laugarásvegi 34. Starfsfólki í Maríuhúsi þökkum við kærlega fyrir frábæra aðstoð og umhyggju. . Brynjólfur Sandholt, Egill Sandholt, Hrönn Steingrímsdóttir, Hildur Sandholt, Sigurður Sigurðarson, Unnur Sandholt, Bertel Ólafsson og ömmubörn. RAGNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR frá Hlíð í Lóni lést á Landspítalanum 27. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 7. nóvember klukkan 13. . Börn og fjölskyldur. Systir mín, mágkona og móðursystir, LILJA SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarkona og ljósmóðir, sem lést 24. október, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. nóvember klukkan 12. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Líknarfélagið Alfa, bankanr. 0327 26 1948, kt. 651114-0120. . Guðrún Sigurðardóttir, Valur Steinn Þorvaldsson, Sigríður Þóra Valsdóttir, Sigurður Már Valsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJARNI HALLDÓR MAGNÚSSON, Vestursíðu 24, Akureyri, lést 22. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun. . Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Yngvi Hrafn Pétursson, Baldur Bjarnason, Sigríður B. Ævarsdóttir, Ásbjörn Garðar, Arnór Kári, Áróra Hrönn, Egill Váli, Embla Björk, Írena Lovísa, Guðrún Magnúsdóttir, Hallfríður Magnúsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir. Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KLARA ÓLAFSDÓTTIR sjúkraliði, áður til heimilis að Núpasíðu 8e, Akureyri, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð mánudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð. . Aðalgeir Aðalsteinsson, Jón Jónsson, María Elsa Erlingsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Ari Þór Jóhannesson, Þorsteinn Yngvi Jónsson, Virginia Galicia Isorena, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, SIGRÚN GYÐA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, sem lést 26. október síðstliðinn, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 5. nóvember klukkan 13. . Ólafur Th. Ólafsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HJALTADÓTTIR (Dúnna), hjúkrunarheimilinu Ísafold, lést sunnudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 7. nóvember klukkan 13. . Helga Jónsdóttir, Ástvaldur Kristinsson, Lúðvík Hjalti Jónsson, Gerður Gústavsdóttir, Kristinn Rúnar Jónsson, Svava Margrét Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.